Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 68 svör fundust

Hvaðan kemur vatnið?

Sólkerfið myndaðist fyrir um 4.500 milljónum ára við það að geimþoka „þéttist”, það er að segja að loftsteinar og geimryk af ýmsu tagi safnaðist saman í sólina (yfir 99% massans) og fáeinar afmarkaðar reikistjörnur. Leifar af hinni upprunalegu geimþoku er að finna í þeirri gerð loftsteina sem nefnast „kondrítar”, ...

Nánar

Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi?

Um meginreglu virðisaukaskattskyldu hér á landi má lesa í 1. gr. laga nr. 50 frá árinu 1988. Er hún svohljóðandi:Greiða skal í ríkissjóð virðisaukaskatt af viðskiptum innan lands á öllum stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum. Samt sem áður er tiltekið í lögunum að...

Nánar

Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu?

Vissulega geta fjölmiðlar haft áhrif á málfar almennings bæði til ills og góðs en mikilvægt er að þeir sýni gott fordæmi í hvívetna. Þeir eiga að vera fyrirmynd um vandað mál. Allir, sem orðnir eru læsir, lesa eitthvað í dagblöðum nær daglega og allir hlusta á útvarp og/eða sjónvarp. Ef við lítum fyrst á prent...

Nánar

Hvaðan er orðið skötuhjú komið?

Elsta dæmi um orðið skötuhjú í Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er frá árinu 1898. Dæmið er úr tímaritinu Fjallkonunni og þar segir: "karl og kerling, einhver ljótustu skötuhjú, sem ég hefi séð á ævi minni." Önnur dæmi í Ritmálsskránni benda til þess að skötuhjú hafi í fyrstu aðeins ver...

Nánar

Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli?

Grímsvötn eru fyrst nefnd í heimildum 1598, í bréfi á latínu sem Ólafur Einarsson heyrari í Skálholti, síðar prestur í Kirkjubæ í Hróarstungu, skrifaði um Grímsvatnagosið 1598. Ekki er vitað um neinn mann að nafni Grímur sem Grímsvötn væru kennd við, en í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru Grímsvötn nefnd í sögunni ...

Nánar

Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?

Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...

Nánar

Get ég fengið að sjá gríska stafrófið?

Hér fyrir neðan birtum við gríska stafrófið. Á eftir stöfunum koma nöfn þeirra og innan sviga þeir stafir rómverska stafrófsins sem næstir þeim fara að íslenskum framburði: Α, α alfa (a) Ν, ν ny (n) Β, β beta (b) Ξ, ξ xí (x...

Nánar

Hvers vegna er þjóðkirkja enn við lýði á Íslandi?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi? kemur fram að um miðja 19. öld hafi gild rök staðið til að hér kæmist á þjóðkirkja. Í því fólst þrátt fyrir allt trúarpólitísk tilslökun sem meðal annars kom fram í aukinni aðgreiningu milli ríkis og kirkju. Síðan þá hafa miklar brey...

Nánar

Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?

Landnámabók er vanalega skilin svo að Náttfari sá sem varð eftir nyrðra, þegar Garðar Svavarsson hvarf af landi brott, hafi numið land á undan Ingólfi Arnarsyni. Ari fróði nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók en segir að Ingólfur færi fyrst í könnunarferð til landsins og kæmi svo aftur nokkrum vetrum síðar, beinlí...

Nánar

Fleiri niðurstöður