Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 472 svör fundust

Er það rétt hjá Ögmundi Jónassyni að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns án háskólamenntunar?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Í grein í Morgunblaðinu 25. apríl s.l. heldur Ögmundur Jónasson því fram að við kjör á rektor Háskóla Íslands sé það svo að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns HÍ sem ekki er með háskólamenntun. Er það rétt? Fullyrðingin er röng. ...

Nánar

Staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins

Alþingiskosningar verða 29. október 2016. Af því tilefni býður Vísindavefurinn almenningi að senda inn spurningar sem gætu vaknað í tengslum við kosningabaráttu flokkanna. Í kosningabaráttu er algengt að stjórnmálamenn og talsmenn stjórnmálaflokka setji fram fullyrðingar um tölulegar staðreyndir eða um þætt...

Nánar

Undirritun samnings á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins

Nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning Happdrættis Háskóla Íslands og Háskóla Íslands við Vísindavef HÍ. Frá árinu 2000 hafa vísinda- og fræðimenn Háskóla Íslands miðlað vísindum til almennings með aðstoð Vísindavefsins. Aðsókn að vefnum hefur vaxið jafnt og þétt og er Vísindavefurinn nú í...

Nánar

Falsfréttir og vísindi - afmælismálþing Vísindavefs HÍ

Í tilefni af 20 ára afmæli Vísindavefs HÍ efnir skólinn til málþings um falsfréttir og vísindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 7. febrúar nk. kl. 15.00-16.30. Hugtakið falsfréttir hefur að undanförnu orðið æ meira áberandi í umræðu um lýðræði, vísindi og traust almennings. Með falsfrétt...

Nánar

Afmælismálþing Vísindavefsins um falsfréttir og vísindi - öll erindin

Í tilefni af 20 ára afmæli Vísindavefs HÍ efndi skólinn til málþings um falsfréttir og vísindi föstudaginn 7. febrúar 2020. Frá afmælismálþingi Vísindavefs HÍ um falsfréttir og vísindi. Dagskrá málþingsins var þessi: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands – setning Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ísl...

Nánar

Framlag vísindasamfélagsins — upplýst umræða um COVID-19

Vísindavefur Háskóla Íslands er opinn öllum fræðimönnum sem vilja leggja sitt af mörkum til upplýstrar umræðu um allt það sem tengist veirum og COVID-19. Mikilvægi vísinda, sérfræðiþekkingar og samvinnu á sem flestum sviðum er öllum ljóst um þessar mundir og Vísindavefurinn og Háskóli Íslands hvetja vísindamenn...

Nánar

Háskólalestin til Bolungarvíkur laugardaginn 13. ágúst!

Háskólalestin heldur nú áfram ferð sinni um landið en nú er komið að Bolungarvík! Þar verður lestin laugardaginn 13. ágúst með sannkallaða vísindaveislu. Sem fyrr verður ýmislegt á boðstólnum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fer fram á milli kl. 12 og 16 í Félagsheimilinu og Tónlistarskólanum. Sprengjugengið lan...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Pétursdóttir rannsakað?

Guðrún Pétursdóttir er forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir og dósent í fósturfræði og lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (HÍ). Sem ungur lífeðlisfræðingur tók Guðrún þátt í rannsóknum sem var ætlað að varpa ljósi á þátt erfða og umhverfis í h...

Nánar

Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli?

Í heild hljóðar spurningin svona: Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli? Af hverju kemur hí/hý í þessu orði? Í fornu máli er orðið híbýli/hýbýli ýmis skrifað með í eða ý. Í stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar (1994) er tekið fram að rétt sé að skrifa það á hvorn veginn sem er en í nýju Stafsetningaror...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Jóna Freysdóttir rannsakað?

Jóna Freysdóttir er prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands (HÍ) og sérfræðingur við Ónæmisfræðideild Landspítala. Rannsóknir Jónu hafa einkum snúist um bólgu og bólguhjöðnun. Bólga er mikilvægt svar líkamans við áreiti, svo sem sýkingum og ýmsum frumuskemmdum. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt...

Nánar

Vísindavefur HÍ og RÚV stofna til samstarfs um vísindamann vikunnar

Vísindavefur HÍ og RÚV stofna í dag til samstarfs um vísindamann vikunnar. Næstu tvo mánuði verða vikuleg viðtöl við einn íslenskan vísindamann, rannsóknir hans og annað fróðlegt efni, á dagskrá á mánudögum í þættinum Samfélagið á Rás 1. Vísindafólkið er valið úr dagatali íslenskra vísindamanna sem Vísindaféla...

Nánar

Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum var stofnað árið 2004 og er það staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Þar eru einnig til húsa Náttúrustofa Reykjaness, Botndýrarannsóknastöðin (BIOICE) og Fræðasetrið í Sandgerði en frá upphafi hefur Sandgerðisbær staðið myndarlega að uppbyggingu og rekstri þessara stofna...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Anh-Dao Katrín Tran stundað?

Anh-Dao Katrín Tran er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknaverkefni Anh-Dao snúast um fjölmenningarmenntunarfræði og ungt fólk af erlendum uppruna. Hún er virk í rannsóknum bæði á Íslandi og í Evrópulöndum. Anh-Dao var þátttakandi í rannsóknarhópi Hönnu Ragnarsdóttur prófessors um Learning S...

Nánar

Fleiri niðurstöður