Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4994 svör fundust

Hvað eru bráðger börn?

Hugtakið bráðger er notað yfir börn sem talin eru búa yfir óvenju miklum hæfileikum í samanburði við jafnaldra sína. Nákvæmlega á hvaða sviðum þessir hæfileikar liggja eða hversu mikið börnin taka fram úr því sem þykir í meðallagi er þó ekki ljóst. Fjölmargar skilgreiningar hafa verið settar fram til að reyna að ú...

Nánar

Er kynferðislegur losti litinn hornauga í flestum samfélögum?

Ómögulegt er að svara þessari spurningu svo mark sé að. Í besta falli má segja að mjög mismunandi sé eftir samfélögum hvernig litið er á losta (eða ástleitni), enda ákaflega ólíkt hvað telst til ástleitni eða losta eftir því hvar er. Sums staðar er talið sjálfsagt að sýna kynfæri, eða sækjast eftir ástum, annars s...

Nánar

Af hverju eru hundar stundum grimmir og stundum góðir?

Hundurinn er talinn með elstu húsdýrum mannsins og ræktuð hafa verið mörg hundakyn eftir þeim notum sem menn hafa viljað hafa af hundunum. Hundar eru náskyldir úlfum og menn hafa notfært sér eiginleika úlfsins við ræktunina. Í fjárhundum hefur áherslan í ræktuninni verið á þann eiginleika eða atferli úlfsins að...

Nánar

Hafa gullfiskar gagn og gaman af því að hafa dót í búrinu?

Þessari spurningu er erfitt að svara því að þekking okkar á hugsun og tilfinningalífi dýra er takmörkuð. Þó vita þau okkar sem hafa umgengist dýr að mörg þeirra geta leikið sér og haft af því gaman. Hver hefur til dæmis ekki séð hrafna sýna loftfimleika í háloftunum, kisur sem eltast við garnhnykla og hunda sem hl...

Nánar

Hvaða menjar sjást eftir ísaldarjökulinn á Reykjavíkursvæðinu?

Ísaldarjökullinn sem lá yfir Reykjavík hefur skilið eftir sig fjölbreytilegar menjar. Þær blasa við nánast hvert sem litið er. Þegar jökullinn skreið af hálendinu, yfir láglendið og út til sjávar á höfuðborgarsvæðinu svarf hann og mótaði undirlag sitt með ýmsum hætti. Hann skildi eftir sig jökulrispur á klöppum en...

Nánar

Er vaktavinna skaðleg heilsu á einhvern hátt?

Vitað er að almennt hefur vaktavinna áhrif á svefn, líðan og heilsu þeirra sem hana stunda. Það er þó einstaklingsbundið hversu vel fólk nær að aðlagast vaktavinnu eða síbreytilegum vinnutíma. Talið er að einn af hverjum fimm hætti í vaktavinnu af því að hann þolir hana ekki. Það sem virðist skipta mestu máli...

Nánar

Hvernig halda skjaldbökur sér köldum í heitu veðri?

Lifnaðarhættir skjaldbaka eru æði mismunandi. Nokkrar tegundir hafa að mestu leyti aðlagast lífi í sjó og koma aðeins á land til að verpa en flestar skjaldbökutegundir lifa hins vegar á landi við miðbaug og á heittempruðum svæðum. Að jafnan eru skjaldbökur því hitabeltisdýr, þótt þær verpi vissulega víðar. Útbr...

Nánar

Er stéttaskipting á Íslandi?

Upphaflegu spurningarnar hljóðuðu svona: Eru til upplýsingar eða rannsóknir um stéttaskiptingu á Íslandi? Er ríkjandi stéttaskipting/lagskipting á Íslandi? Stéttagreining er fræðilegt sjónarhorn sem byggir á rannsóknum á birtingarmyndum stéttaskiptingar. Rannsóknir sýna að stéttaskipting mótar tilveru og afdr...

Nánar

Mig langar að vita allt um beinhákarlinn, hvar er hann veiddur og fleira?

Beinhákarlinn (Cetorhinus maximus) nýtur talsverðar sérstöðu meðal hákarla. Hann er eini hákarlinn með beinkennda stoðgrind í stað brjóskkenndrar eins og hinar rúmlega 300 tegundirnar hafa. Þess vegna er hann flokkaður einn í ættina Cetorhinidae. Meðallengd fullorðinna beinhákarla er um 6,7-8,8 metrar en þeir stær...

Nánar

Ég lenti í hörkurifrildi við vin minn vegna orðsins 'að fíla'. Getið þið sagt okkur hver sé uppruni þess og hvort það sé íslenskt?

Sögnin að fíla er merkt sem slangur í Íslenskri orðabók (2002:331). Um slangur má lesa nánar í svari við spurningunni Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum? Merking sagnarinnar að fíla er sögð ‘hafa dálæti á, kunna vel við sig’. Elstu dæmi í ritmálssafni frá lokum 19. aldar sýna að sögnin er fengin að l...

Nánar

Hvaða spendýr er með minnstu augun?

Flest spendýr nota sjón tiltölulega mikið í daglegu lífi og stærðarmunur á augum er yfirleitt furðulítill milli tegunda. Sumar tegundir, sem eru eingöngu á ferli á nóttunni, eru með afarstór augu og treysta mikið á sjón sína þótt dimmt sé. Dæmi um þetta eru sumir lemúrar og aðrir hálfapar. Þá eru til næturdýr með ...

Nánar

Fleiri niðurstöður