Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8 svör fundust

Hvers konar ull er í orðinu urmull og hvað er urm?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hverslags ull er urmull? Orðið urmull þekkist frá 17. öld í merkingunni ‘ögn, smábrot, smáleif af einhverju, aragrúi, sægur’. Upphafleg merking mun vera ‘mylsna, smábrot, smælki’. Merkingin ‘aragrúi’ er leidd af nafnorðinu mor ‘smáagnir, grugg, grúi, sægur’ (Ásgeir Blöndal ...

Nánar

Hvaða dýr lifa í Kyrrahafinu?

Kyrrahafið er stærsta úthaf jarðar, alls 181 milljón ferkílómetrar, sem er stærra en yfirborð alls landmassa jarðarinnar. Meðaldýpt Kyrrahafsins er 3.940 metrar og þar er að finna dýpstu hafála jarðar, til að mynda Mariana-gjána sem nær 11.034 metra undir yfirborði sjávar. Þar er einnig að finna hæsta fjall jarðar...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um áttfætlur?

Áttfætlur (Arachnida) er flokkur innan fylkingar liðfætlna (Arthropoda). Til áttfætlna teljast dýr sem eru með 4 pör af fótum og tvískiptan líkama. Þær skortir einnig fálmara og vængi. Til áttfætlna teljast köngulær (Araneae), áttfætlumaurar (Acari) eða mítlar, langfætlur (Opiliones), sporðdrekar (Scorpiones), dre...

Nánar

Vaxa plöntur á suðurpólnum?

Eins og fram kemur í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum? var meðalhitastigið á suðurpólnum árin 1957-2001 -45°C. Plöntur geta ekki ljóstillífað við svo lágt hitastig og því þrífast þær ekki á suðurpólnum sjálfum en öðru máli gegnir um Suðurskautsland...

Nánar

Hvernig dó Tolstoj?

Lév Nikolajevítsj Tolstoj greifi fæddist 28. ágúst árið 1828 í Jasnaja Poljana í Túla-héraði í Rússlandi. Foreldra sína missti hann ungur að árum og móður sína þekkti hann aldrei. Sextán ára var hann sendur í fóstur til frænku sinnar í Kazan og stuttu síðar hóf hann nám í austurlenskum málum og lögfræði við háskól...

Nánar

Hverjar eru helstu fornleifar í Garðabæ?

Áður en þessu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að land Garðabæjar er mjög víðfemt og teygir sig meðal annars út á Álftanes og langt inn í Heiðmörk. Fornleifar finnast á öllu þessu svæði og skipta hundruðum. Þær eru mjög fjölbreytilegar og margar afar merkilegar, þær elstu frá því um landnám. Flestar m...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um gekkóa?

Gekkóar eru smáar og meðalstórar eðlur innan ættarinnar Gekkonidae. Til þessarar ættar teljast nú 1.196 tegundir sem flokkast í 5 undirættir og 97 ættkvíslir. Margar tegundir ættarinnar hafa eins konar þófa undir tánum sem gerir þeim kleift að hlaupa upp veggi og jafnvel loft innandyra. Þetta hafa margir séð se...

Nánar

Valda kannabisefni varanlegum skemmdum á neytanda (ekki lungum)?

Neysla á kannabis fer oftast þannig fram að hann er reyktur. Þess vegna er eðlilegt að umfjöllun um skaðsemi kannabis miðist við það heilsutjón, sem kann að leiða af kannabisreykingum. Í kannabisplöntunni er urmull af efnum, sem berast út í reykinn þegar plantan er reykt. Sum þeirra ummyndast og breytast í ný efna...

Nánar

Fleiri niðurstöður