Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 60 svör fundust

Hvað er prósaljóð?

Prósaljóð er ljóð í lausu máli. Hugtakið prósi kemur úr latínu, prorsa oratio og merkir bókstaflega 'ræða sem heldur beint áfram'. Andstæða prósa er bundið mál en með því er átt við texta sem fylgir bragreglum að meira eða minna leyti. Í prentuðum texta er einfalt að greina bundið mál. Það þekkist á braglínum sem ...

Nánar

Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?

Íslendingar eiga ekki aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (e. European Space Agency, ESA) vegna þess að þeir hafa aldrei sóst eftir aðild. Í nóvember árið 2003 kom engu að síður hópur sérfræðinga frá ESA til Íslands til að kynna starfsemi samtakanna fyrir ráðamönnum og fulltrúum vísinda og rannsókna á Íslandi. Ekke...

Nánar

Hvað er hatursræða?

Hatursræða (e. hate speech) er flókið hugtak og ekki er til nein ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining eða skilningur á því. Eigi að síður hefur þróunin orðið sú, með lögum, í dómaframkvæmd og í fræðiskrifum, að sá skaði og sú hætta, sem stafar af ákveðinni tjáningu, er alþjóðlega viðurkennd. Þannig hafa bæði á a...

Nánar

Deyja hvítabirnir út ef ísinn á heimaslóðum þeirra bráðnar?

Lagnaðarísinn sem liggur við strandsvæði norðurhjarans yfir veturinn myndar kjöraðstæður fyrir hvítabjörninn (Ursus maritimus) til að afla sér fæðu. Þar geta þeir setið fyrir sel eða fundið kópaholur urtanna sem lifa á ísnum, en selir eru helsta fæða ísbjarna eins og fram kemur í svara sama höfundar við spurningun...

Nánar

Hver er siðferðisgrundvöllur ríkisrekinna fjölmiðla og skylduáskriftar?

Engin algild rök mæla með skylduáskrift að fjölmiðlum, heldur verður að leita sögulegra skýringa til að átta sig á því að hún tíðkast hjá allmörgum þjóðum í okkar heimshluta. Í svarinu eru rakin helstu rök þeirra sem takast á um þessi mál og í lokin er farið yfir líklegustu kosti í þróuninni á næstu árum. Reyndar...

Nánar

Hvernig var uppeldi og menntun Forngrikkja háttað?

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær skólar urðu til í Grikklandi hinu forna. Í Aþenu, þaðan sem flestar heimildir okkar eru, er að minnsta kosti ljóst að einhverjir skólar voru komnir til sögunnar snemma á 5. öld f.Kr. þegar gullöld borgarinnar var að hefjast. Grikkir höfðu ekki skyldunám eða opinbert menntakerfi, ...

Nánar

Hver var Unnsteinn Stefánsson og hvert var hans framlag til haffræðinnar?

Unnsteinn Stefánsson var frumkvöðull á vettvangi íslenskra hafrannsókna og um leið einn þeirra sem mótuðu vísindastörf þessarar smáþjóðar á vegi hennar til tæknivædds nútíma. Unnsteinn fæddist 10. nóvember 1922 í Sómastaðagerði við Reyðarfjörð. Hann tók stúdentspróf frá MR 1942 og hélt svo til efnafræðináms v...

Nánar

Hver er uppruni listarinnar?

Þessari stóru spurningu er ekki auðsvarað í stuttu máli, ef reynt er að skoða málið frá fleiri en einni hlið eins og því hæfir. Frá sögulegu sjónarmiði verður upphaf listarinnar ekki tímasett eins og hver annar merkisatburður, svo sem fundur Vínlands, eða tilkoma einhverrar tækninýjungar, svo sem atómsprengjunnar...

Nánar

Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?

Kákasus (e. Caucasus eða Caucasia) er 440.000 km2 svæði á milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri og tengir saman Evrópu og Asíu. Svæðið dregur nafn sitt af hinum mikla Kákasusfjallgarði sem er um 1200 km langur og nær á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Fjallgarðurinn skiptist í tvo meginhryggi: Sá nyrðri...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Erlingur Jóhannsson rannsakað?

Erlingur Jóhannsson er prófessor í íþrótta- og heilsufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Erlings tengjast lýðheilsu, velferð eða lifnaðarþáttum fólks og íþróttum. Erlingur hefur stýrt fjölmörgum umfangsmiklum rannsóknarverkefnum á undanförnum árum, bæði íhlutunarrannsóknum og langtímarannsóknum....

Nánar

Hvað aðgreinir tónlist frá hávaða?

Sennilega hefðu Evrópubúar 19. aldar átt mun auðveldara með að svara þessari spurningu heldur en ég árið 2004. Nútímamenn eru örugglega ekki sammála um svarið og má búast við að margir myndu svara spurningunni allt öðruvísi en ég. Árið 1850 hefði svarið væntanlega hljóðað eitthvað á þá leið að tónlist væri annaðhv...

Nánar

Hvernig er stjórnkerfinu og hagkerfinu háttað í fríríkinu Kristjaníu?

Kristjanía í Kaupmannahöfn er hluti af danska ríkinu og íbúar hennar lúta því dönskum lögum eins og aðrir þegnar Danmerkur. Kristjanía hefur samt nokkra sérstöðu og í framkvæmd hefur dönskum lögum á sumum sviðum verið beitt með öðrum hætti þar en annars staðar. Þetta á aðallega við um fíkniefnalöggjöfina og að...

Nánar

Fleiri niðurstöður