Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 123 svör fundust

Eru til sérstök nöfn á nóttum?

Nóttum hafa ekki verið gefin nein sérstök nöfn í íslensku. Talað er um sunnudagsnótt, mánudagsnótt, þriðjudagsnótt, o.s.frv. og er þá átt við aðfaranótt næsta dags. Sunnudagsnótt er þannig aðfaranótt mánudags. Málverkið Stjörnubjört nótt sem Vincent van Gogh málaði í júní 1889. Í öllum germönskum málum eiga da...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz?

Saga Auschwitz (Oświęcim á pólsku) er viðamikil en hér eru rakin helstu atriðin sem skýra jafnframt þróun búðanna. Útrýmingarbúðirnar í Auschwitz voru stofnaðar vorið 1940 og komu fyrstu fangarnir þangað í júní það ár. Búðirnar voru byggðar í gömlum pólskum herbúðum í bænum sem tilheyrði þá þýska rík...

Nánar

Hvaðan koma flestir ferðamenn sem heimsækja Ísland?

Flestir ferðamenn sem koma til Ísland eru Bretar og á það við hvort sem ferðamenn skemmtiferðaskipa eru teknir með eða ekki. Ferðaþjónusta hefur verið vaxandi atvinnugrein á Íslandi undanfarin ár og fjöldi þeirra sem heimsækja landið aukist verulega. Frá árinu 2002 hefur Ferðamálaráð og síðan Ferðamálastofa ve...

Nánar

Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?

Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...

Nánar

Hvað hét Norðmaðurinn sem gekk til liðs við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og er í dag samnefnari fyrir föðurlandssvikara?

Vidkun Quisling (1887-1945) var foringi í norska hernum á 2. og 3. áratug 20. aldar. Hann var varnarmálaráðherra Noregs frá 1931 til 1933 en sagði þá skilið við ríkisstjórnina og stofnaði fasistaflokkinn Nasjonal samling sem einkenndist af ákafri þjóðernishyggju og andstöðu við kommúnisma og verkalýðshreyfingar. ...

Nánar

Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?

Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...

Nánar

Hvort skal segja hamborgarhryggur eða hamborgarahryggur?

Orðið hamborgarhryggur sem notað er um reykt svínakjöt barst að öllum líkindum í íslensku úr dönsku. Danir kalla slíkt kjöt hamburgerryg eða hamborgerryg. Fyrri hluti danska orðsins, 'hamburger-', er í rauninni tvíræður og gæti frá sjónarmiði málfræðinnar þýtt hvort sem er 'hamborgar-' eða 'hamborgara-'. Lítill...

Nánar

Af hverju var framið þjóðarmorð í Rúanda árið 1994?

Fjölgmargir hafa spurt Vísindavefinn um atburðina í Rúanda. Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvaða áhrif höfðu þjóðarmorðin í Rúanda á þjóð og komandi ár? Af hverju gerðust atburðirnir í Rúanda 1994 og hverjar eru afleiðingar þeirra? Hvernig byrjaði allt blóðbaðið í Rúanda og hvernig standa málin í dag? H...

Nánar

Hvað gerðist í heimsstyrjöldinni síðari í grófum dráttum?

Heimsstyrjöldin síðari er stærsti einstaki atburður mannkynssögunnar. Í henni áttust við Bandamenn (Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin eftir 1941) og Öxulveldin (Þýskaland, Japan og Ítalía) og lauk stríðinu með fullnaðarsigri Bandamanna. Orsakir stríðsins eru margvíslegar, en einna helst má nefna öfgaþjóðernishygg...

Nánar

Hvaðan kemur orðið appelsína?

Orðið appelsína er tökuorð í íslensku og hefur líklegast borist hingað úr dönsku um miðja 19. öld. Þar heitir ávöxturinn appelsin. Í dönsku er orðið komið úr lágþýsku appelsina. Portúgalar fluttu fyrstir sætar appelsínur frá Kína til sunnanverðrar Evrópu á 16. öld, en beiskar appelsínur bárust aftur á móti frá...

Nánar

Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?

Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...

Nánar

Hvað búa margir í Evrópu?

Árið 2000 voru íbúar Evrópu um 12% jarðarbúa eða tæplega 728 milljónir talsins og hafði þeim fjölgað um rúmlega 180 milljónir á fimmtíu ára tímabili. Ekki er gert ráð fyrir að þessi fjölgun haldi áfram eins og myndin hér að neðan sýnir (sjá einnig svar sama höfundar við spurningu um fólksfjöldaspár). Í raun er áæt...

Nánar

Fleiri niðurstöður