Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað heitir listamaðurinn sem málaði mynd mánaðarins (nóvember)?

HMH

Listasafn Íslands hefur tekið upp á því að velja eitt verk úr sölum safnsins sem mynd hvers mánaðar. Mynd nóvembermánaðar er ekki málverk heldur skúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann. Verkið heitir 'Female with ball'. Þetta hefur listamaðurinn sjálfur um verkið að segja:
"Female with ball", sem ekki er hægt að þýða á íslensku án þess að glata tvíræðri merkingunni á ensku, er tík sem heldur á hænsnanetsbolta. Mér þykir mjög vænt um þetta verk og er ánægður með það. Þetta er gott verk. Það er raunverulegt og hefur gildi, allavega fyrir mig.

Sigurður er fæddur 1942, í Reykjavík. Á þeim árum sem hann hefur starfað að myndlist á opinberum vettvangi hefur hann hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar, reyndar bæði fyrir myndlist og ritstörf. Sjá upplýsingar á síðum listasafns Íslands.
Ég lít á myndlist sem heimspeki til að skilja tilveruna sem við búum í. Við notum ekki eingöngu merkingu orða til þess heldur einnig myndlist. Það er ekki hægt að skilja alla tilveruna vitsmunalega, með orðum, en stóran hluta af tilvist einstaklingsins má skilja í gegnum listaverk. Að njóta listar er það sama og að skapa list, ef maður nýtur verks hefur maður skilið það. Skilningurinn er ákveðin reynsla og því geta allir sem nutu verksins túlkað það á mismunandi hátt. Þó einn segi að honum finnist verkið kalt og öðrum finnist það heitt tala báðir út frá sömu reynslu og báðir hafa á réttu að standa. Þetta er þversögn ef litið er á þetta út frá tungumálinu, þar sem ekki er hægt að segja að eitthvað sé bæði heitt og kalt. Það er aðeins hægt að halda fram slíkri þversögn í listum. Hún er því gagnleg þó ég líti ekki á listina sem leið til að vísa fólki.

- Sigurður í grein á síðum Listasafnsins.

Upplýsingar um mánaðamyndir safnsins má finna hér.

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.11.2000

Spyrjandi

Jóhanna Brynjólfsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

HMH. „Hvað heitir listamaðurinn sem málaði mynd mánaðarins (nóvember)?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2000. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1191.

HMH. (2000, 29. nóvember). Hvað heitir listamaðurinn sem málaði mynd mánaðarins (nóvember)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1191

HMH. „Hvað heitir listamaðurinn sem málaði mynd mánaðarins (nóvember)?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2000. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1191>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir listamaðurinn sem málaði mynd mánaðarins (nóvember)?
Listasafn Íslands hefur tekið upp á því að velja eitt verk úr sölum safnsins sem mynd hvers mánaðar. Mynd nóvembermánaðar er ekki málverk heldur skúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann. Verkið heitir 'Female with ball'. Þetta hefur listamaðurinn sjálfur um verkið að segja:

"Female with ball", sem ekki er hægt að þýða á íslensku án þess að glata tvíræðri merkingunni á ensku, er tík sem heldur á hænsnanetsbolta. Mér þykir mjög vænt um þetta verk og er ánægður með það. Þetta er gott verk. Það er raunverulegt og hefur gildi, allavega fyrir mig.

Sigurður er fæddur 1942, í Reykjavík. Á þeim árum sem hann hefur starfað að myndlist á opinberum vettvangi hefur hann hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar, reyndar bæði fyrir myndlist og ritstörf. Sjá upplýsingar á síðum listasafns Íslands.
Ég lít á myndlist sem heimspeki til að skilja tilveruna sem við búum í. Við notum ekki eingöngu merkingu orða til þess heldur einnig myndlist. Það er ekki hægt að skilja alla tilveruna vitsmunalega, með orðum, en stóran hluta af tilvist einstaklingsins má skilja í gegnum listaverk. Að njóta listar er það sama og að skapa list, ef maður nýtur verks hefur maður skilið það. Skilningurinn er ákveðin reynsla og því geta allir sem nutu verksins túlkað það á mismunandi hátt. Þó einn segi að honum finnist verkið kalt og öðrum finnist það heitt tala báðir út frá sömu reynslu og báðir hafa á réttu að standa. Þetta er þversögn ef litið er á þetta út frá tungumálinu, þar sem ekki er hægt að segja að eitthvað sé bæði heitt og kalt. Það er aðeins hægt að halda fram slíkri þversögn í listum. Hún er því gagnleg þó ég líti ekki á listina sem leið til að vísa fólki.

- Sigurður í grein á síðum Listasafnsins.

Upplýsingar um mánaðamyndir safnsins má finna hér....