Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Af hverju fáum við út 364 daga í hverju ári en ekki 365 ef við margföldum 7 (daga í viku) * 52 (vikur í ári)?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson

Upphafleg spurning var:

Okkur er kennt að það séu 365 dagar í einu ári, jafnframt að það séu 52 vikur í einu ári og 7 dagar í vikunni! Ef við margföldum 7*52 fáum við út 364. Hvernig stendur á þessum mismun?

Eins og fjallað er um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að finna út hvort tiltekið ár er hlaupár eða ekki, án þess að fletta upp í dagatali? þá er lengd eins árs skilgreind sem sá tími sem tekur jörðina að ferðast einn hring um sólu miðað við vorpunkt. Slíkt ár nefnist hvarfár og ræður til dæmis árstíðaskiptum. Einn sólarhringur er hins vegar sá tími sem það tekur jörðina að snúast einn hring um sjálfa sig miðað við sól (sjá hér). Á einni viku fer hún því sjö hringi um sjálfa sig.

Hreyfing jarðar um sólu er allsendis óháð möndulsnúningi hennar um sjálfa sig. Því er engan veginn við því að búast að fjöldi daga í hvarfárinu sé einhver einföld tala enda reynist hann vera 365,2422 (dagar eða sólarhringar í hvarfári). Af hagkvæmnisástæðum látum við hins vegar standa á heilum degi í almanaksárinu, ýmist 365 eða 366, en stillum þá svo til að meðalárið verði sem næst fyrrnefndri tölu eins og rakið er í fyrstnefnda svarinu.

Ef við vildum hins vegar líka láta almanaksárið standa á heilli viku, væri það í sjálfu sér vel hægt. Við mundum þá bara láta flest árin vera 52 vikur en sum 53 vikur til þess að meðalárið fengi rétta lengd. Þetta gerðu forfeður okkar á landnámsöld og allt fram á elleftu öld þegar þeir tóku upp svokallað júlíanskt tímatal sem tíðkaðist þá í löndum kristninnar og víðar og átti rætur að rekja til Rómverja. Gamla íslenska tímatalið er stundum kallað misseristal eða viknatal vegna þess að þar var lögð svo mikil áhersla á misserið og vikuna. Enn eimir eftir af þessu þegar menn tala til dæmis um "tíundu viku sumars."

Svo er það enn annað mál, af hverju vikan sem við notum er einmitt 7 dagar en um það höfum við fengið aðra spurningu sem verður vonandi svarað fljótlega.

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

3.12.2000

Spyrjandi

8. bekkur Lýsuhólsskóla

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Af hverju fáum við út 364 daga í hverju ári en ekki 365 ef við margföldum 7 (daga í viku) * 52 (vikur í ári)?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2000. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1212.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. (2000, 3. desember). Af hverju fáum við út 364 daga í hverju ári en ekki 365 ef við margföldum 7 (daga í viku) * 52 (vikur í ári)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1212

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Af hverju fáum við út 364 daga í hverju ári en ekki 365 ef við margföldum 7 (daga í viku) * 52 (vikur í ári)?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2000. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1212>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fáum við út 364 daga í hverju ári en ekki 365 ef við margföldum 7 (daga í viku) * 52 (vikur í ári)?
Upphafleg spurning var:

Okkur er kennt að það séu 365 dagar í einu ári, jafnframt að það séu 52 vikur í einu ári og 7 dagar í vikunni! Ef við margföldum 7*52 fáum við út 364. Hvernig stendur á þessum mismun?

Eins og fjallað er um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að finna út hvort tiltekið ár er hlaupár eða ekki, án þess að fletta upp í dagatali? þá er lengd eins árs skilgreind sem sá tími sem tekur jörðina að ferðast einn hring um sólu miðað við vorpunkt. Slíkt ár nefnist hvarfár og ræður til dæmis árstíðaskiptum. Einn sólarhringur er hins vegar sá tími sem það tekur jörðina að snúast einn hring um sjálfa sig miðað við sól (sjá hér). Á einni viku fer hún því sjö hringi um sjálfa sig.

Hreyfing jarðar um sólu er allsendis óháð möndulsnúningi hennar um sjálfa sig. Því er engan veginn við því að búast að fjöldi daga í hvarfárinu sé einhver einföld tala enda reynist hann vera 365,2422 (dagar eða sólarhringar í hvarfári). Af hagkvæmnisástæðum látum við hins vegar standa á heilum degi í almanaksárinu, ýmist 365 eða 366, en stillum þá svo til að meðalárið verði sem næst fyrrnefndri tölu eins og rakið er í fyrstnefnda svarinu.

Ef við vildum hins vegar líka láta almanaksárið standa á heilli viku, væri það í sjálfu sér vel hægt. Við mundum þá bara láta flest árin vera 52 vikur en sum 53 vikur til þess að meðalárið fengi rétta lengd. Þetta gerðu forfeður okkar á landnámsöld og allt fram á elleftu öld þegar þeir tóku upp svokallað júlíanskt tímatal sem tíðkaðist þá í löndum kristninnar og víðar og átti rætur að rekja til Rómverja. Gamla íslenska tímatalið er stundum kallað misseristal eða viknatal vegna þess að þar var lögð svo mikil áhersla á misserið og vikuna. Enn eimir eftir af þessu þegar menn tala til dæmis um "tíundu viku sumars."

Svo er það enn annað mál, af hverju vikan sem við notum er einmitt 7 dagar en um það höfum við fengið aðra spurningu sem verður vonandi svarað fljótlega....