Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Um hvaða lönd liggur miðbaugur?

Vignir Már Lýðsson

Miðbaugur jarðar (e. equator) liggur um 11-14 lönd eða þjóðríki en nákvæm tala fer eftir því hvernig spurningin er skilgreind nánar. Miðbaugur liggur í gegnum landsvæði ellefu sjálfstæðra ríkja en auk þess liggur hann á milli eyja í eyjaklösum ríkjanna Maldíveyja og Kiribati. Einnig liggur hann um litla óbyggða eyju í Kyrrahafi sem nefnist Baker-eyja og fannst árið 1818. Bandaríkjamenn tóku hana eignarnámi árið 1857 og hún tilheyrir þeim nú. Eyjan er kórallaeyja sem hefur fallið saman í miðjunni og myndað hringlaga sjávarlón. Á erlendum málum nefnist eyja af því tagi atoll en á íslensku hringrif.

Í eftirfarandi töflu má sjá þau ríki sem miðbaugur sker, hvort sem það er á landi eða hafi. Auk þess er Baker-eyja látin fylgja með.

HeimsálfaLönd
AsíaMaldíveyjar
Indónesía
Kiribati
Baker-eyja (Bandaríkin)
Suður-AmeríkaEkvador
Kólumbía
Brasilía
AfríkaSaó Tómé og Prinsípe
Gabon
Lýðveldið Kongó
Kongó
Úganda
Kenía
Sómalía

Flest lönd sem miðbaugur liggur um eru í Afríku eða alls sjö. Næstflest eru í Asíu eða fjögur lönd og þrjú eru í Suður-Ameríku.

Miðbaugur liggur meðal annars í gegnum Keníu.

Þegar minnst er á miðbaug kann mörgum að detta í hug rakt og heitt hitabeltisloftslag. Það gildir um flesta staði á þeirri breiddargráðu en á nokkrum stöðum er annað uppi á teningnum. Á toppi Kilimanjaro sem er hæsta fjall Afríku má finna jökul enda er toppurinn í 5895 metra hæð yfir sjó. Fjallið er í Tansaníu rétt sunnan við miðbaug. Þegar gengið er upp fjallið hefst gangan í hitabeltisskógi og þegar upp er komið hefur göngumaðurinn ferðast um flestöll gróður- og loftlagsbelti jarðar.

Í eftirfarandi töflu má sjá meðaltöl hita og úrkomu í höfuðborgum landanna sem liggja á miðbaug. Auk þess má sjá sömu tölur fyrir Ísland til samanburðar.

Höfb., landÁrsmeðalhitiÁrsmeðalúrkoma
Male, Maldíveyjum28°C190,1 cm
Jakarta, Indónesíu27°C165,5 cm
Suður-Tarawa, KiribatiVantarVantar
Baker-eyjaVantarVantar
Quito, Ekvador14°C101,4 cm
Bógóta, Kólumbíu13°C79,9 cm
Brasilíuborg, Brasilíu21°C155,2 cm
Saó Tóme, Saó Tóme og Prinsípe25°CVantar
Liberville, Gabon26°C284,2 cm
Brazzaville, Lýðveldið-Kongó25138,0 cm
Kinshasa, Kongó26°C135,8
Kampala, Úganda20°C118
Næróbí, Kenía19°C102,4
Mógadisjú, Sómalíu27°C41,0 cm
Reykjavík4,5°C81,7 cm

Eins og sjá má í töflunni er bæði mun heitara við miðbaug eins og við er að búast auk sem sem úrkoman þar er töluvert meiri en hér á Íslandi. Hitabeltisloftslag ríkir í flestum þeirra þar sem hitinn er jafn allt árið um kring og árið skiptist í regn- og þurrkatímabil. Tvær borgir á þessum lista, Bógóta og Quito, skera sig þó úr. Þar er meðalhitinn aðeins 13°C og 14°C yfir árið. Bógóta liggur í 2640 metra hæð yfir sjó en Quito í 2850 metra hæð og þessi mikla hæð veldur frávikinu í hita. Meðalhitinn í Næróbí í Kenía er einnig talsvert lægri en annars staðar en borgin er í 1661 metra hæð yfir sjó.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

25.6.2008

Spyrjandi

Dagný Hulda, f. 1990

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Um hvaða lönd liggur miðbaugur?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2008. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12221.

Vignir Már Lýðsson. (2008, 25. júní). Um hvaða lönd liggur miðbaugur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12221

Vignir Már Lýðsson. „Um hvaða lönd liggur miðbaugur?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2008. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12221>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Um hvaða lönd liggur miðbaugur?
Miðbaugur jarðar (e. equator) liggur um 11-14 lönd eða þjóðríki en nákvæm tala fer eftir því hvernig spurningin er skilgreind nánar. Miðbaugur liggur í gegnum landsvæði ellefu sjálfstæðra ríkja en auk þess liggur hann á milli eyja í eyjaklösum ríkjanna Maldíveyja og Kiribati. Einnig liggur hann um litla óbyggða eyju í Kyrrahafi sem nefnist Baker-eyja og fannst árið 1818. Bandaríkjamenn tóku hana eignarnámi árið 1857 og hún tilheyrir þeim nú. Eyjan er kórallaeyja sem hefur fallið saman í miðjunni og myndað hringlaga sjávarlón. Á erlendum málum nefnist eyja af því tagi atoll en á íslensku hringrif.

Í eftirfarandi töflu má sjá þau ríki sem miðbaugur sker, hvort sem það er á landi eða hafi. Auk þess er Baker-eyja látin fylgja með.

HeimsálfaLönd
AsíaMaldíveyjar
Indónesía
Kiribati
Baker-eyja (Bandaríkin)
Suður-AmeríkaEkvador
Kólumbía
Brasilía
AfríkaSaó Tómé og Prinsípe
Gabon
Lýðveldið Kongó
Kongó
Úganda
Kenía
Sómalía

Flest lönd sem miðbaugur liggur um eru í Afríku eða alls sjö. Næstflest eru í Asíu eða fjögur lönd og þrjú eru í Suður-Ameríku.

Miðbaugur liggur meðal annars í gegnum Keníu.

Þegar minnst er á miðbaug kann mörgum að detta í hug rakt og heitt hitabeltisloftslag. Það gildir um flesta staði á þeirri breiddargráðu en á nokkrum stöðum er annað uppi á teningnum. Á toppi Kilimanjaro sem er hæsta fjall Afríku má finna jökul enda er toppurinn í 5895 metra hæð yfir sjó. Fjallið er í Tansaníu rétt sunnan við miðbaug. Þegar gengið er upp fjallið hefst gangan í hitabeltisskógi og þegar upp er komið hefur göngumaðurinn ferðast um flestöll gróður- og loftlagsbelti jarðar.

Í eftirfarandi töflu má sjá meðaltöl hita og úrkomu í höfuðborgum landanna sem liggja á miðbaug. Auk þess má sjá sömu tölur fyrir Ísland til samanburðar.

Höfb., landÁrsmeðalhitiÁrsmeðalúrkoma
Male, Maldíveyjum28°C190,1 cm
Jakarta, Indónesíu27°C165,5 cm
Suður-Tarawa, KiribatiVantarVantar
Baker-eyjaVantarVantar
Quito, Ekvador14°C101,4 cm
Bógóta, Kólumbíu13°C79,9 cm
Brasilíuborg, Brasilíu21°C155,2 cm
Saó Tóme, Saó Tóme og Prinsípe25°CVantar
Liberville, Gabon26°C284,2 cm
Brazzaville, Lýðveldið-Kongó25138,0 cm
Kinshasa, Kongó26°C135,8
Kampala, Úganda20°C118
Næróbí, Kenía19°C102,4
Mógadisjú, Sómalíu27°C41,0 cm
Reykjavík4,5°C81,7 cm

Eins og sjá má í töflunni er bæði mun heitara við miðbaug eins og við er að búast auk sem sem úrkoman þar er töluvert meiri en hér á Íslandi. Hitabeltisloftslag ríkir í flestum þeirra þar sem hitinn er jafn allt árið um kring og árið skiptist í regn- og þurrkatímabil. Tvær borgir á þessum lista, Bógóta og Quito, skera sig þó úr. Þar er meðalhitinn aðeins 13°C og 14°C yfir árið. Bógóta liggur í 2640 metra hæð yfir sjó en Quito í 2850 metra hæð og þessi mikla hæð veldur frávikinu í hita. Meðalhitinn í Næróbí í Kenía er einnig talsvert lægri en annars staðar en borgin er í 1661 metra hæð yfir sjó.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...