Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Í hvora áttina vex tunglið, frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson

Á myndinni má sjá hvernig örmjó ræma eða sigð sést fyrst meðfram hægri kantinum á tunglinu um sólsetur. Mánasigðin vex síðan smám saman eftir því sem líður á tunglmánuðinn þar til hann er hálfnaður og komið er fullt tungl. Þá verður hægri kanturinn fyrst dökkur og myrkrið færist síðan smám saman yfir um leið og tunglið færist nær sólinni á austurhimni fyrir sólarupprás. Sigðin er vinstra megin á því þar til hún slokknar alveg. Þá er stefnan til tungls komin svo nálægt stefnunni til sólar að tunglið verður ósýnilegt. Tunglið vex sem sagt og minnkar frá hægri til vinstri.

Það er til ágæt minnisregla til þess að muna hvort tunglið er að vaxa eða minnka þegar maður sér það: Vinstri vaxandi. Þetta er hugsað þannig að maður grípi inn í þá hlið þar sem "vantar" á tunglið, það er að segja þar sem er að hluta til myrkur. Með hvorri hendinni greipstu? Ef það var vinstri höndin þá er tunglið að vaxa, ef ekki þá er það að minnka.

Þessi lýsing öll á við athuganda á norðurhveli jarðar en á suðurhveli horfir þetta að ýmsu leyti öfugt við. Sólin sest að vísu á vesturhimni og vaxandi mánasigð verður sýnileg þar en sólin gengur um norðurhluta himinsins í stað þess að fara til suðurs eftir að hún kemur upp í austri. Nýkviknuð mánasigð er vinstra megin á tunglinu og mörk ljóss og myrkurs færast yfir það frá vinstri til hægri.

Ef við erum stödd við miðbaug jarðar steypist sólin lóðrétt niður nálægt hávestri við sólsetur og birtu bregður miklu fljótar en við eigum að venjast hér á norðurslóðum. Boginn á nýkviknaðri mánasigð vísar þá beint niður, það er að segja hvorki til hægri né vinstri, og tunglið er líkast bókstafnum U í laginu. Þetta er eitt af því sem breytist á himninum þegar við ferðumst suður á bóginn: Mánasigðin hallast þá meira og meira uns komið er á miðbaug.

Sjá einnig:
Hvernig er staða sólar, jarðar og tungls á nýju tungli?
Er fullt tungl á sama tíma um allan heim?

Mynd: U.S. Naval Observatory

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

18.12.2000

Spyrjandi

Svanur Þór Smárason

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Í hvora áttina vex tunglið, frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri? “ Vísindavefurinn, 18. desember 2000. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1242.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. (2000, 18. desember). Í hvora áttina vex tunglið, frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1242

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Í hvora áttina vex tunglið, frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri? “ Vísindavefurinn. 18. des. 2000. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1242>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvora áttina vex tunglið, frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri?
Á myndinni má sjá hvernig örmjó ræma eða sigð sést fyrst meðfram hægri kantinum á tunglinu um sólsetur. Mánasigðin vex síðan smám saman eftir því sem líður á tunglmánuðinn þar til hann er hálfnaður og komið er fullt tungl. Þá verður hægri kanturinn fyrst dökkur og myrkrið færist síðan smám saman yfir um leið og tunglið færist nær sólinni á austurhimni fyrir sólarupprás. Sigðin er vinstra megin á því þar til hún slokknar alveg. Þá er stefnan til tungls komin svo nálægt stefnunni til sólar að tunglið verður ósýnilegt. Tunglið vex sem sagt og minnkar frá hægri til vinstri.

Það er til ágæt minnisregla til þess að muna hvort tunglið er að vaxa eða minnka þegar maður sér það: Vinstri vaxandi. Þetta er hugsað þannig að maður grípi inn í þá hlið þar sem "vantar" á tunglið, það er að segja þar sem er að hluta til myrkur. Með hvorri hendinni greipstu? Ef það var vinstri höndin þá er tunglið að vaxa, ef ekki þá er það að minnka.

Þessi lýsing öll á við athuganda á norðurhveli jarðar en á suðurhveli horfir þetta að ýmsu leyti öfugt við. Sólin sest að vísu á vesturhimni og vaxandi mánasigð verður sýnileg þar en sólin gengur um norðurhluta himinsins í stað þess að fara til suðurs eftir að hún kemur upp í austri. Nýkviknuð mánasigð er vinstra megin á tunglinu og mörk ljóss og myrkurs færast yfir það frá vinstri til hægri.

Ef við erum stödd við miðbaug jarðar steypist sólin lóðrétt niður nálægt hávestri við sólsetur og birtu bregður miklu fljótar en við eigum að venjast hér á norðurslóðum. Boginn á nýkviknaðri mánasigð vísar þá beint niður, það er að segja hvorki til hægri né vinstri, og tunglið er líkast bókstafnum U í laginu. Þetta er eitt af því sem breytist á himninum þegar við ferðumst suður á bóginn: Mánasigðin hallast þá meira og meira uns komið er á miðbaug.

Sjá einnig:
Hvernig er staða sólar, jarðar og tungls á nýju tungli?
Er fullt tungl á sama tíma um allan heim?

Mynd: U.S. Naval Observatory...