Sólin Sólin Rís 04:38 • sest 22:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 22:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:32 • Síðdegis: 17:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Í hverju felst aðgerðin sem á að lækna króníska kinnholubólgu varanlega?

Friðrik Páll Jónsson

Aðgerð til að lækna langvinna kinnskútabólgu felst í að stækka opið frá skútanum út í nefholið og bæta þannig loftun skútans.

Hér áður fyrr var byrjað á að gera op frá nefholinu neðst og inn í skútann niðri við botn en bifhárin í slímhúðarþekjunni vinna þá áfram í átt að hinu náttúrulega opi sem erfitt var að komast að með þeirra tíma tækni.

Kinnholurnar eru eitt af fjórum holupörum í andlitsbeinum mannsins. Holupörin nefnast einu nafni skútar og sýking í þeim kallast skútabólga.

Með tilkomu speglunartækni var síðan farið að stækka opið sem fyrir er og er sú aðgerðartækni kölluð á ensku FESS (functional endoscopic sinus surgery). Okkur er ekki kunnugt um íslenska þýðingu á því heiti. Þessi tækni er einnig notuð til að opna betur inn í ennis- og sáldbeinsskúta en þeir síðarnefndu eru milli augntóftanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

háls-, nef- og eyrnalæknir

Útgáfudagur

19.1.2001

Spyrjandi

Sólveig Eyvindsdóttir

Tilvísun

Friðrik Páll Jónsson. „Í hverju felst aðgerðin sem á að lækna króníska kinnholubólgu varanlega? “ Vísindavefurinn, 19. janúar 2001. Sótt 7. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1282.

Friðrik Páll Jónsson. (2001, 19. janúar). Í hverju felst aðgerðin sem á að lækna króníska kinnholubólgu varanlega? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1282

Friðrik Páll Jónsson. „Í hverju felst aðgerðin sem á að lækna króníska kinnholubólgu varanlega? “ Vísindavefurinn. 19. jan. 2001. Vefsíða. 7. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1282>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hverju felst aðgerðin sem á að lækna króníska kinnholubólgu varanlega?
Aðgerð til að lækna langvinna kinnskútabólgu felst í að stækka opið frá skútanum út í nefholið og bæta þannig loftun skútans.

Hér áður fyrr var byrjað á að gera op frá nefholinu neðst og inn í skútann niðri við botn en bifhárin í slímhúðarþekjunni vinna þá áfram í átt að hinu náttúrulega opi sem erfitt var að komast að með þeirra tíma tækni.

Kinnholurnar eru eitt af fjórum holupörum í andlitsbeinum mannsins. Holupörin nefnast einu nafni skútar og sýking í þeim kallast skútabólga.

Með tilkomu speglunartækni var síðan farið að stækka opið sem fyrir er og er sú aðgerðartækni kölluð á ensku FESS (functional endoscopic sinus surgery). Okkur er ekki kunnugt um íslenska þýðingu á því heiti. Þessi tækni er einnig notuð til að opna betur inn í ennis- og sáldbeinsskúta en þeir síðarnefndu eru milli augntóftanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...