Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hver er röð heimsálfanna, frá þeirri stærstu til þeirrar minnstu?

Ingunn Tryggvadóttir og Anna Lind Vignisdóttir

Sólveig Einarsdóttir spurði: Hvaða heimsálfa er stærst og hver er minnst?

Það er mjög ruglingslegt að leita að þessum svörum en það er Asía sem er stærst, hún er 43.608.000 km2, svo er Afríka 30.335.000 km2, Norður-Ameríka er 25.349.000 km2, Suður-Ameríka er 17.611.000 km2, Suðurskautið 13.340.000 km2, Evrópa 10.498.000 km2 og Eyjaálfa 8.923.000 km2.

Þarna kom stærðarröðin og stærð í ferkílómetrum.



Viðbót ritstjóra:

Við sjáum að Ameríka sem heild er næstum eins stór að flatarmáli og Asía en þá gætum við líka sagt að við eigum að taka Evrasíu alla til samanburðar, það er að segja Asíu, Afríku og Evrópu, og hún er náttúrlega langstærsta samfellda meginlandið. Stærð hennar hefur skipt miklu máli í þróun lífsins á jörðinni. Til dæmis halda sumir að lífríki sé fjölbreyttara og öflugra í Evrasíu af því hvað hún er stór og nær langt frá austri til vesturs. Smæð og einangrun Ástralíu eða Eyjaálfu á hins vegar sinn þátt í því að upphaflegt lífríki þar, áður en Vesturlandamenn komu, var talsvert öðruvísi en annars staðar á jörðinni.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.


Mynd: HB

Útgáfudagur

2.3.2001

Spyrjandi

Helga Jónsdóttir, Sólveig Einarsdóttir

Tilvísun

Ingunn Tryggvadóttir og Anna Lind Vignisdóttir. „Hver er röð heimsálfanna, frá þeirri stærstu til þeirrar minnstu?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2001. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1362.

Ingunn Tryggvadóttir og Anna Lind Vignisdóttir. (2001, 2. mars). Hver er röð heimsálfanna, frá þeirri stærstu til þeirrar minnstu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1362

Ingunn Tryggvadóttir og Anna Lind Vignisdóttir. „Hver er röð heimsálfanna, frá þeirri stærstu til þeirrar minnstu?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2001. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1362>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er röð heimsálfanna, frá þeirri stærstu til þeirrar minnstu?
Sólveig Einarsdóttir spurði: Hvaða heimsálfa er stærst og hver er minnst?

Það er mjög ruglingslegt að leita að þessum svörum en það er Asía sem er stærst, hún er 43.608.000 km2, svo er Afríka 30.335.000 km2, Norður-Ameríka er 25.349.000 km2, Suður-Ameríka er 17.611.000 km2, Suðurskautið 13.340.000 km2, Evrópa 10.498.000 km2 og Eyjaálfa 8.923.000 km2.

Þarna kom stærðarröðin og stærð í ferkílómetrum.



Viðbót ritstjóra:

Við sjáum að Ameríka sem heild er næstum eins stór að flatarmáli og Asía en þá gætum við líka sagt að við eigum að taka Evrasíu alla til samanburðar, það er að segja Asíu, Afríku og Evrópu, og hún er náttúrlega langstærsta samfellda meginlandið. Stærð hennar hefur skipt miklu máli í þróun lífsins á jörðinni. Til dæmis halda sumir að lífríki sé fjölbreyttara og öflugra í Evrasíu af því hvað hún er stór og nær langt frá austri til vesturs. Smæð og einangrun Ástralíu eða Eyjaálfu á hins vegar sinn þátt í því að upphaflegt lífríki þar, áður en Vesturlandamenn komu, var talsvert öðruvísi en annars staðar á jörðinni.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.


Mynd: HB...