Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvernig myndast jarðolía?

Sigurður Steinþórsson

Bæði jarðgas og jarðolía eru kolvetnasambönd. Jarðgas er að mestum hluta metan, CH4, en jarðolía er mynduð úr flóknari keðjum og hringjum af C og H. Þessi efni eru af lífrænum toga, mynduð einkum úr leifum smásærra svifþörunga og annarra plantna sem eitt sinn lifðu í höfum og stórum stöðuvötnum. Þegar lífverurnar deyja falla þær til botns og grafast undir seti, blandaðar leir sem þangað berst.

Til að olíulindir myndist þarf ýmsum skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi þarf að vera mikið af lífrænu efni í upprunalega setinu, og það þarf auk þess súrefnissnautt því að annars oxast lífræna efnið í CO2 og tapast. Í annan stað þarf setið að grafast nægilega djúpt, oftast meira en hálfan kílómetra, þannig að nauðsynlegur hiti og þrýstingur náist til að þau efnahvörf verði sem mynda olíu og jarðgas. Olía fer að myndast við 50-60°C en jarðgas úr olíunni við 100°C. Í þriðja lagi þarf olían, sem myndaðist dreift í setinu, að safnast saman á einn stað í vinnanlegu magni - oftast er þar þá gropinn sandsteinn eða kalksteinn sem verður þó að vera "lokaður að ofan" til þess að olían og gasið tapist ekki.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

23.3.2001

Spyrjandi

Guðrún Baldursdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast jarðolía?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2001. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1408.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 23. mars). Hvernig myndast jarðolía? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1408

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast jarðolía?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2001. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1408>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast jarðolía?
Bæði jarðgas og jarðolía eru kolvetnasambönd. Jarðgas er að mestum hluta metan, CH4, en jarðolía er mynduð úr flóknari keðjum og hringjum af C og H. Þessi efni eru af lífrænum toga, mynduð einkum úr leifum smásærra svifþörunga og annarra plantna sem eitt sinn lifðu í höfum og stórum stöðuvötnum. Þegar lífverurnar deyja falla þær til botns og grafast undir seti, blandaðar leir sem þangað berst.

Til að olíulindir myndist þarf ýmsum skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi þarf að vera mikið af lífrænu efni í upprunalega setinu, og það þarf auk þess súrefnissnautt því að annars oxast lífræna efnið í CO2 og tapast. Í annan stað þarf setið að grafast nægilega djúpt, oftast meira en hálfan kílómetra, þannig að nauðsynlegur hiti og þrýstingur náist til að þau efnahvörf verði sem mynda olíu og jarðgas. Olía fer að myndast við 50-60°C en jarðgas úr olíunni við 100°C. Í þriðja lagi þarf olían, sem myndaðist dreift í setinu, að safnast saman á einn stað í vinnanlegu magni - oftast er þar þá gropinn sandsteinn eða kalksteinn sem verður þó að vera "lokaður að ofan" til þess að olían og gasið tapist ekki....