Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvernig vita menn að flugur sjá allt í bláu?

Gísli Már Gíslason

Okkur er ekki kunnugt um að skordýr sjái allt í bláu. Þekkt er þvert á móti að litasjón kemur fyrir hjá skordýrum í flestum ættbálkum enda kemur hún sér vel fyrir þau. Almennt hafa skordýr þó betri næmni fyrir bláa hluta litrófsins og nær sjónsvið þeirra í sumum tilfellum yfir í útfjólublátt. Þannig sjá þau útfjólubláa geislun frá blómum sem er mönnum ósýnileg. Hins vegar sjá mörg skordýr rauða liti síður.

Eins og hjá öðrum dýrum ræðst hæfileiki skordýra til að sjá liti af fjölda litarefna í sjónu. Sum skordýr hafa þrjú litarefni, sem hvert um sig hefur hámarksnæmni á ákveðnum hluta litrófsins. Þróunarfræðileg ástæða þess að flugur sjá liti svona vel er líklega sú að litasjón er þeim nauðsynleg til að þekkja blóm frá umhverfinu.

Lesendum er bent á að lesa þessi svör um litasjón dýra til að fræðast meira um hvernig litarefni í augum hafa áhrif á litasjón:

Af hverju sjá hestar í svart-hvítu?

Eru til dýr sem hafa innrauða sjón?

Sjá apar í lit?

Hvaða dýr sjá liti rétt?

Einnig má benda á að slá orðið „litir” eða „sjón” inn í leitarvélina okkar.

Heimild og lesefni:

Grein um skordýr á Britannicu.com



Mynd: HB

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

9.5.2001

Spyrjandi

Svanur Þór Smárason

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Hvernig vita menn að flugur sjá allt í bláu?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2001. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1582.

Gísli Már Gíslason. (2001, 9. maí). Hvernig vita menn að flugur sjá allt í bláu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1582

Gísli Már Gíslason. „Hvernig vita menn að flugur sjá allt í bláu?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2001. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1582>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig vita menn að flugur sjá allt í bláu?
Okkur er ekki kunnugt um að skordýr sjái allt í bláu. Þekkt er þvert á móti að litasjón kemur fyrir hjá skordýrum í flestum ættbálkum enda kemur hún sér vel fyrir þau. Almennt hafa skordýr þó betri næmni fyrir bláa hluta litrófsins og nær sjónsvið þeirra í sumum tilfellum yfir í útfjólublátt. Þannig sjá þau útfjólubláa geislun frá blómum sem er mönnum ósýnileg. Hins vegar sjá mörg skordýr rauða liti síður.

Eins og hjá öðrum dýrum ræðst hæfileiki skordýra til að sjá liti af fjölda litarefna í sjónu. Sum skordýr hafa þrjú litarefni, sem hvert um sig hefur hámarksnæmni á ákveðnum hluta litrófsins. Þróunarfræðileg ástæða þess að flugur sjá liti svona vel er líklega sú að litasjón er þeim nauðsynleg til að þekkja blóm frá umhverfinu.

Lesendum er bent á að lesa þessi svör um litasjón dýra til að fræðast meira um hvernig litarefni í augum hafa áhrif á litasjón:

Af hverju sjá hestar í svart-hvítu?

Eru til dýr sem hafa innrauða sjón?

Sjá apar í lit?

Hvaða dýr sjá liti rétt?

Einnig má benda á að slá orðið „litir” eða „sjón” inn í leitarvélina okkar.

Heimild og lesefni:

Grein um skordýr á Britannicu.com



Mynd: HB...