Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver var sólguðinn Helíos?

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson

Hér er einnig svarað spurningu Vilborgar Jónsdóttur: "Er eitthvað eftir af styttunni af Ródosrisanum?"


Helíos var grískur sólguð eða persónugervingur sólarinnar. Hann flutti goðum og mönnum dagsljósið og ekur dag hvern vagni sólar yfir himinhvolfið eins og segir í Íslensku alfræðiorðabókinni. Talið var að hann ferðaðist á hverjum degi frá austri til vesturs um himinhvelfinguna í vagni sínum sem var dreginn af fjórum hestum. Það skein og gneistaði af vagni Helíosar enda var talið að hann væri gerður úr gulli, silfri og demöntum.

Nafn Helíosar lifir í í mörgum nútímamálum í fræðiorðum þar sem sólin kemur við sögu. Sem dæmi má nefna að sólmiðjukenningin, sú kenning að sólin sé í miðju en ekki jörðin eins og menn höfðu áður haldið, heitir á ensku 'heliocentric theory".

Móðir Helíosar var sögð heita Þeia og faðir hans Hýperion en þau voru bæði risar. Hann átti tvær systur. Önnur þeirra var gyðjan Eos sem fór á undan sólguðnum um himinhvelfinguna og tilkynnti um komu hans. Eos var kölluð Aurora á latínu en það þýðir sem kunnugt er morgunroði. Hin systirin hét Selene og var gyðja tunglsins.

Kona Helíosar hét Ródos og áttu þau sjö syni og eina dóttur. Dóttirin sú hét Circe og þótti sérstaklega töfrandi. Hún reyndi að laða menn til eyjunnar sem hún byggði en þeim sem létu glepjast umbreytti hún í dýr. Hetjan fræga, Ódysseifur sem lesa má um í Ódysseifskviðu Hómers, kom eitt sinn til eyjarinnar og breytti Circe þá skipaáhöfn hans í svín.

Einn sonur Helíosar hét Faíton og öðlaðist hann frægð þó að líf hans yrði stutt. Eitt sinn lofaði Helíos syni sínum að hann skyldi fá eitthvað eitt sem hann vildi. Það sem Faíton vildi helst af öllu var að fá að aka vagni Helíosar. Sólguðinn samþykkti það með semingi og leyfði stráknum að aka vagninum. Ekki fór sú ökuferð vel því að Faíton skorti afl til að stjórna vagninum og fór of nálægt jörðinni og sveið hana. Æðsti guð Forn-Grikkja, himin- og þrumuguðinn Seifur (Zevs) ákvað að koma í veg fyrir að Faíton gerði meiri óskunda og sendi þrumufleyg eða eldingu á Faíton svo að hann missti stjórn á vagninum, hrapaði í fljótið Erídanos og hlaut bana af.

Íbúar á grísku eynni Ródos í Eyjahafi reistu á árunum 294 til 282 fyrir Krist stóra styttu af Helíosi. Styttan sú hefur verið nefnd Ródosrisinn eða Kólossos. Ródosmenn höfðu nýverið hrósað sigri í stríði og vildu reisa styttu til heiðurs Helíosi sem var æðstur guða á Ródos á helleníska tímanum. Ródosbúar steyptu til dæmis árlega fjórum hestum og vagni í sjóinn honum til dýrðar. Ródosrisinn var um 37 metra hár og gerður úr bronsi, járni og steini en myndhöggvarinn hét Kares. Bygging styttunnar tók um tólf ár og var hún talin eitt af sjö undrum veraldar. Hún féll til jarðar í miklum jarðskjálfta 56 árum eftir að hún var byggð. Styttan lá óhreyfð í mörg hundruð ár því að véfrétt nokkur hafði sagt að jarðskjálftinn væri refsing frá Helíosi sem þótti víst styttan af sér ljót. Árið 654 eftir Krist gerðu Arabar árás á Ródos, tóku styttuna í sundur og seldu Sýrlendingi bronsið. Sagan segir að 900 kameldýr hafi þurft til að bera allt bronsið í burtu.

Sólguðinn var kallaður Apolló á Grikklandi og Sol meðal Rómverja. Sol var mikið dýrkaður af Rómverjum og á hverju ári þann 25.desember var haldin mikil hátíð honum til heiðurs. Seinna fóru kristnir menn að halda jólin hátíðleg á þessum sama degi.

Sólin var dýrkuð í mörgum trúarbrögðum eins og til dæmis hjá Majum og Inkum í Perú, í Súmeríu, Íran, Japan og hjá Astekaindjánum þar sem nú er Mexíkó. Í Egyptalandi á 14.öld var sólguðinn kallaður Re (Ra) og ferðaðist hann um himinhvelfinguna líkt og Helíos gerði. Re var kallaður ólíkum nöfnum eftir því hvenær dagsins sást til hans. Hann hét Keper á morgnanna og var ungur, um hádegisbil var hann fullorðinn og kallaðist þá Re en á kvöldin var hann orðin gamall og hét þá Atum.

Heimildir

Durant, Will. Grikkland hið forna Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík, 1967, bls. 205.

Íslenska alfræðiorðabókin.Örn og Örlygur. Reykjavík, 1990.

Page Wise

Seven Wonders Homepage

Characters of Greek Mythology

Britannica Online

Höfundar

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

28.12.2001

Spyrjandi

Halla Halldórsdóttir

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. „Hver var sólguðinn Helíos? “ Vísindavefurinn, 28. desember 2001. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2025.

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. (2001, 28. desember). Hver var sólguðinn Helíos? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2025

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. „Hver var sólguðinn Helíos? “ Vísindavefurinn. 28. des. 2001. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2025>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var sólguðinn Helíos?
Hér er einnig svarað spurningu Vilborgar Jónsdóttur: "Er eitthvað eftir af styttunni af Ródosrisanum?"


Helíos var grískur sólguð eða persónugervingur sólarinnar. Hann flutti goðum og mönnum dagsljósið og ekur dag hvern vagni sólar yfir himinhvolfið eins og segir í Íslensku alfræðiorðabókinni. Talið var að hann ferðaðist á hverjum degi frá austri til vesturs um himinhvelfinguna í vagni sínum sem var dreginn af fjórum hestum. Það skein og gneistaði af vagni Helíosar enda var talið að hann væri gerður úr gulli, silfri og demöntum.

Nafn Helíosar lifir í í mörgum nútímamálum í fræðiorðum þar sem sólin kemur við sögu. Sem dæmi má nefna að sólmiðjukenningin, sú kenning að sólin sé í miðju en ekki jörðin eins og menn höfðu áður haldið, heitir á ensku 'heliocentric theory".

Móðir Helíosar var sögð heita Þeia og faðir hans Hýperion en þau voru bæði risar. Hann átti tvær systur. Önnur þeirra var gyðjan Eos sem fór á undan sólguðnum um himinhvelfinguna og tilkynnti um komu hans. Eos var kölluð Aurora á latínu en það þýðir sem kunnugt er morgunroði. Hin systirin hét Selene og var gyðja tunglsins.

Kona Helíosar hét Ródos og áttu þau sjö syni og eina dóttur. Dóttirin sú hét Circe og þótti sérstaklega töfrandi. Hún reyndi að laða menn til eyjunnar sem hún byggði en þeim sem létu glepjast umbreytti hún í dýr. Hetjan fræga, Ódysseifur sem lesa má um í Ódysseifskviðu Hómers, kom eitt sinn til eyjarinnar og breytti Circe þá skipaáhöfn hans í svín.

Einn sonur Helíosar hét Faíton og öðlaðist hann frægð þó að líf hans yrði stutt. Eitt sinn lofaði Helíos syni sínum að hann skyldi fá eitthvað eitt sem hann vildi. Það sem Faíton vildi helst af öllu var að fá að aka vagni Helíosar. Sólguðinn samþykkti það með semingi og leyfði stráknum að aka vagninum. Ekki fór sú ökuferð vel því að Faíton skorti afl til að stjórna vagninum og fór of nálægt jörðinni og sveið hana. Æðsti guð Forn-Grikkja, himin- og þrumuguðinn Seifur (Zevs) ákvað að koma í veg fyrir að Faíton gerði meiri óskunda og sendi þrumufleyg eða eldingu á Faíton svo að hann missti stjórn á vagninum, hrapaði í fljótið Erídanos og hlaut bana af.

Íbúar á grísku eynni Ródos í Eyjahafi reistu á árunum 294 til 282 fyrir Krist stóra styttu af Helíosi. Styttan sú hefur verið nefnd Ródosrisinn eða Kólossos. Ródosmenn höfðu nýverið hrósað sigri í stríði og vildu reisa styttu til heiðurs Helíosi sem var æðstur guða á Ródos á helleníska tímanum. Ródosbúar steyptu til dæmis árlega fjórum hestum og vagni í sjóinn honum til dýrðar. Ródosrisinn var um 37 metra hár og gerður úr bronsi, járni og steini en myndhöggvarinn hét Kares. Bygging styttunnar tók um tólf ár og var hún talin eitt af sjö undrum veraldar. Hún féll til jarðar í miklum jarðskjálfta 56 árum eftir að hún var byggð. Styttan lá óhreyfð í mörg hundruð ár því að véfrétt nokkur hafði sagt að jarðskjálftinn væri refsing frá Helíosi sem þótti víst styttan af sér ljót. Árið 654 eftir Krist gerðu Arabar árás á Ródos, tóku styttuna í sundur og seldu Sýrlendingi bronsið. Sagan segir að 900 kameldýr hafi þurft til að bera allt bronsið í burtu.

Sólguðinn var kallaður Apolló á Grikklandi og Sol meðal Rómverja. Sol var mikið dýrkaður af Rómverjum og á hverju ári þann 25.desember var haldin mikil hátíð honum til heiðurs. Seinna fóru kristnir menn að halda jólin hátíðleg á þessum sama degi.

Sólin var dýrkuð í mörgum trúarbrögðum eins og til dæmis hjá Majum og Inkum í Perú, í Súmeríu, Íran, Japan og hjá Astekaindjánum þar sem nú er Mexíkó. Í Egyptalandi á 14.öld var sólguðinn kallaður Re (Ra) og ferðaðist hann um himinhvelfinguna líkt og Helíos gerði. Re var kallaður ólíkum nöfnum eftir því hvenær dagsins sást til hans. Hann hét Keper á morgnanna og var ungur, um hádegisbil var hann fullorðinn og kallaðist þá Re en á kvöldin var hann orðin gamall og hét þá Atum.

Heimildir

Durant, Will. Grikkland hið forna Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík, 1967, bls. 205.

Íslenska alfræðiorðabókin.Örn og Örlygur. Reykjavík, 1990.

Page Wise

Seven Wonders Homepage

Characters of Greek Mythology

Britannica Online

...