Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Geta karlmenn komist í kynni við fullnægingar kvenna?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Besta leiðin fyrir karlmann til að komast í kynni við fullnægingar kvenna er að stunda kynlíf með konu. Þannig getur karlmaðurinn orðið vitni að fullnægingu konunnar og jafnframt aðstoðað hana við að komast í það ástand. Þetta hafa margir karlmenn gert með góðum árangri, og láta vel af.

Líklega á spyrjandi þó við það hvort mögulegt sé fyrir karlmann að upplifa sjálfur fullnægingu konu.

Að sjálfsögðu er það óhugsandi fyrir nokkra manneskju að öðlast eigin reynslu af upplifun annarrar og þar skiptir kyn litlu máli. Hvert okkar hefur aðgang að eigin hugsunum, tilfinningum og upplifunum eins og til dæmis tannpínu, fullnægingu og jarðarberjabragði. Við höfum ekki slíkan aðgang hvert að annars upplifunum, hvort sem við erum hvort af sínu kyni eða ekki, höfum aldrei hist eða erum eineggja tvíburar. Fullnæging konu hlýtur samkvæmt eðli máls að vera fullnæging sem einhver kona upplifir. Karlmaður (sem væntanlega er ekki sama manneskja og konan sem um ræðir) getur því hvorki upplifað þá fullnægingu né fullnægingar karlmanna annarra en sjálfs sín.

Ef til vill á spyrjandi við það að fullnægingar karla og kvenna séu tvær ólíkar tegundir fullnæginga og spurningin snýst þá um það hvort karlmaður geti upplifað fullnægingu af þeirri tegund sem á við konur.

Enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á að þessi forsenda um tvær mismunandi tegundir sé rétt. Að sjálfsögðu er um ákveðinn líffræðilegan mun að ræða; til dæmis hafa konur auðvitað ekki sáðlát við fullnægingu. Ef karlmaður ætlaði að öðlast eigin reynslu af þeirri hlið fullnægingarinnar sem fylgir því að hafa kvenlíkama getur hann það að sjálfsögðu ekki nema hafa sjálfur slíkan líkama. Þá væri hann væntanlega ekki karlmaður lengur.

Erfiðara er svo að komast að því hvort einhver eðlismunur er á upplifuninni sem slíkri sem ekki snýr að líkamsgerðinni. Einmitt vegna þess að við höfum ekki aðgang að því sem aðrir upplifa getum við aldrei vitað fyrir víst hvort við upplifum öll hlutina nákvæmlega eins eða hvort einhver munur er þar á. Hvað upplifun varðar getur þess vegna verið að mikill munur sé milli einstakra karlmanna og sá munur kannski ekkert minni en milli karls og konu.

Um hugsanlega mismunandi upplifun sama hlutar er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni Sjáum við litina eins? Sé ég rauðan eins og þú sérð rauðan? Sérð þú kannski rauðan eins og ég sé grænan?.

Í stuttu máli má því túlka spurninguna á tvo vegu: Annars vegar má spyrja hvort tiltekinn karlmaður geti öðlast eigin reynslu af fullnægingu sem í raun og veru er fullnæging einhverrar konu. Svarið við henni er að það sé óhugsandi. Við getum ekki upplifað fullnægingar annarra, hvort sem það eru karlar eða konur. Hins vegar má spyrja hvort karlmaður geti fengið fullnægingu sem er sams konar og fullnæging sem kona hefur. Þeirri spurningu látum við ósvarað.

Sjá einnig:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

31.1.2002

Spyrjandi

Sigurður Sigurðsson, fæddur 1985

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Geta karlmenn komist í kynni við fullnægingar kvenna? “ Vísindavefurinn, 31. janúar 2002. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2085.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2002, 31. janúar). Geta karlmenn komist í kynni við fullnægingar kvenna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2085

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Geta karlmenn komist í kynni við fullnægingar kvenna? “ Vísindavefurinn. 31. jan. 2002. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2085>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta karlmenn komist í kynni við fullnægingar kvenna?
Besta leiðin fyrir karlmann til að komast í kynni við fullnægingar kvenna er að stunda kynlíf með konu. Þannig getur karlmaðurinn orðið vitni að fullnægingu konunnar og jafnframt aðstoðað hana við að komast í það ástand. Þetta hafa margir karlmenn gert með góðum árangri, og láta vel af.

Líklega á spyrjandi þó við það hvort mögulegt sé fyrir karlmann að upplifa sjálfur fullnægingu konu.

Að sjálfsögðu er það óhugsandi fyrir nokkra manneskju að öðlast eigin reynslu af upplifun annarrar og þar skiptir kyn litlu máli. Hvert okkar hefur aðgang að eigin hugsunum, tilfinningum og upplifunum eins og til dæmis tannpínu, fullnægingu og jarðarberjabragði. Við höfum ekki slíkan aðgang hvert að annars upplifunum, hvort sem við erum hvort af sínu kyni eða ekki, höfum aldrei hist eða erum eineggja tvíburar. Fullnæging konu hlýtur samkvæmt eðli máls að vera fullnæging sem einhver kona upplifir. Karlmaður (sem væntanlega er ekki sama manneskja og konan sem um ræðir) getur því hvorki upplifað þá fullnægingu né fullnægingar karlmanna annarra en sjálfs sín.

Ef til vill á spyrjandi við það að fullnægingar karla og kvenna séu tvær ólíkar tegundir fullnæginga og spurningin snýst þá um það hvort karlmaður geti upplifað fullnægingu af þeirri tegund sem á við konur.

Enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á að þessi forsenda um tvær mismunandi tegundir sé rétt. Að sjálfsögðu er um ákveðinn líffræðilegan mun að ræða; til dæmis hafa konur auðvitað ekki sáðlát við fullnægingu. Ef karlmaður ætlaði að öðlast eigin reynslu af þeirri hlið fullnægingarinnar sem fylgir því að hafa kvenlíkama getur hann það að sjálfsögðu ekki nema hafa sjálfur slíkan líkama. Þá væri hann væntanlega ekki karlmaður lengur.

Erfiðara er svo að komast að því hvort einhver eðlismunur er á upplifuninni sem slíkri sem ekki snýr að líkamsgerðinni. Einmitt vegna þess að við höfum ekki aðgang að því sem aðrir upplifa getum við aldrei vitað fyrir víst hvort við upplifum öll hlutina nákvæmlega eins eða hvort einhver munur er þar á. Hvað upplifun varðar getur þess vegna verið að mikill munur sé milli einstakra karlmanna og sá munur kannski ekkert minni en milli karls og konu.

Um hugsanlega mismunandi upplifun sama hlutar er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni Sjáum við litina eins? Sé ég rauðan eins og þú sérð rauðan? Sérð þú kannski rauðan eins og ég sé grænan?.

Í stuttu máli má því túlka spurninguna á tvo vegu: Annars vegar má spyrja hvort tiltekinn karlmaður geti öðlast eigin reynslu af fullnægingu sem í raun og veru er fullnæging einhverrar konu. Svarið við henni er að það sé óhugsandi. Við getum ekki upplifað fullnægingar annarra, hvort sem það eru karlar eða konur. Hins vegar má spyrja hvort karlmaður geti fengið fullnægingu sem er sams konar og fullnæging sem kona hefur. Þeirri spurningu látum við ósvarað.

Sjá einnig:

...