Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvað er vegið meðaltal fjármagnskostnaðar?

Gylfi Magnússon

Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækis (e. Weighted Average Cost of Capital, WACC) er meðalkostnaður fyrirtækisins við öflun fjármagnsins sem það notar til þess að standa undir rekstrinum.

Fyrirtæki hafa ýmsar leiðir til að afla fjár. Eigendur geta lagt fram fé til rekstursins eða það haldið eftir einhverju af hagnaði í stað þess að greiða hann allan til eigenda sem eru uppspretta eigin fjár fyrirtækisins. Auk þess hafa flest fyrirtæki fé að láni sem þau hafa fengið með ýmsum hætti, til dæmis með langtíma- eða skammtímalánum frá lánastofnunum eða vegna þess að þau fá vörur eða þjónustu frá birgjum með greiðslufresti. Af flestum lánum þarf að greiða vexti og eigendur þurfa að fá ávöxtun á eigið fé fyrirtækisins. Það er því misdýrt að afla fjár eftir því hvaða leið er farin en sé reiknað vegið meðaltal af kostnaði við að fara hverja leið, þar sem vogtölurnar eru jafnar hlutfallslegu vægi hverrar fjármögnunarleiðar fyrir tiltekið fyrirtæki, þá fæst út vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækisins.

Þetta er best að skýra með dæmi. Gerum ráð fyrir að fyrirtæki sé fjármagnað með annars vegar eigin fé og hins vegar lánum. Af lánunum þarf að greiða 10% vexti en eigendur gera kröfu um 15% ávöxtun á eigið fé. Heildarskuldir fyrirtækisins eru einn milljarður en markaðsvirði hlutafjár er tveir milljarðar. Heildarvirði fyrirtækisins er því þrír milljarðar og þar af er einn þriðji fjármagnaður með lánum og tveir þriðju með eigin fé. Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækisins er því vegið meðaltal af 10% og 15% þar sem vægi fyrri tölunar er einn þriðji og þeirrar síðari tveir þriðju. Út fæst því 10%*1/3 + 15%*2/3 eða 13,33%.

Ef við tökum tillit til þess að vaxtagreiðslur teljast til kostnaðar fyrirtækis og eru því frádráttarbærar frá skatti breytast útreikningarnir aðeins. Gerum til dæmis ráð fyrir að tekjuskattshlutfall fyrirtækisins sé 18%. Þá lækka vaxtagreiðslurnar tekjuskattgreiðslur fyrirtækisins um sem nemur 18% af vaxtagjöldum. Kostnaður fyrirtækisins af því að fá fé að láni er því ekki 10% heldur 10%*(1 - 0,18) eða 8,2%. Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækisins er því 8,2%*1/3 + 15%*2/3 eða 12,73%.

Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar er ein af þeim stærðum sem stjórnendur horfa á, til dæmis þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar. Fjárfestingar þurfa að standa undir kostnaði við þær og því getur verið að gagnlegt að bera saman annars vegar vænta arðsemi fjárfestingar og hins vegar vegið meðaltal fjármagnskostnaðar. Það er þó í flestum tilfellum rétt að skoða einnig fleiri þætti en ekki verður farið út í það hér.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.2.2002

Spyrjandi

Eggert Herbertsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er vegið meðaltal fjármagnskostnaðar? “ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2002. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2112.

Gylfi Magnússon. (2002, 13. febrúar). Hvað er vegið meðaltal fjármagnskostnaðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2112

Gylfi Magnússon. „Hvað er vegið meðaltal fjármagnskostnaðar? “ Vísindavefurinn. 13. feb. 2002. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2112>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vegið meðaltal fjármagnskostnaðar?
Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækis (e. Weighted Average Cost of Capital, WACC) er meðalkostnaður fyrirtækisins við öflun fjármagnsins sem það notar til þess að standa undir rekstrinum.

Fyrirtæki hafa ýmsar leiðir til að afla fjár. Eigendur geta lagt fram fé til rekstursins eða það haldið eftir einhverju af hagnaði í stað þess að greiða hann allan til eigenda sem eru uppspretta eigin fjár fyrirtækisins. Auk þess hafa flest fyrirtæki fé að láni sem þau hafa fengið með ýmsum hætti, til dæmis með langtíma- eða skammtímalánum frá lánastofnunum eða vegna þess að þau fá vörur eða þjónustu frá birgjum með greiðslufresti. Af flestum lánum þarf að greiða vexti og eigendur þurfa að fá ávöxtun á eigið fé fyrirtækisins. Það er því misdýrt að afla fjár eftir því hvaða leið er farin en sé reiknað vegið meðaltal af kostnaði við að fara hverja leið, þar sem vogtölurnar eru jafnar hlutfallslegu vægi hverrar fjármögnunarleiðar fyrir tiltekið fyrirtæki, þá fæst út vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækisins.

Þetta er best að skýra með dæmi. Gerum ráð fyrir að fyrirtæki sé fjármagnað með annars vegar eigin fé og hins vegar lánum. Af lánunum þarf að greiða 10% vexti en eigendur gera kröfu um 15% ávöxtun á eigið fé. Heildarskuldir fyrirtækisins eru einn milljarður en markaðsvirði hlutafjár er tveir milljarðar. Heildarvirði fyrirtækisins er því þrír milljarðar og þar af er einn þriðji fjármagnaður með lánum og tveir þriðju með eigin fé. Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækisins er því vegið meðaltal af 10% og 15% þar sem vægi fyrri tölunar er einn þriðji og þeirrar síðari tveir þriðju. Út fæst því 10%*1/3 + 15%*2/3 eða 13,33%.

Ef við tökum tillit til þess að vaxtagreiðslur teljast til kostnaðar fyrirtækis og eru því frádráttarbærar frá skatti breytast útreikningarnir aðeins. Gerum til dæmis ráð fyrir að tekjuskattshlutfall fyrirtækisins sé 18%. Þá lækka vaxtagreiðslurnar tekjuskattgreiðslur fyrirtækisins um sem nemur 18% af vaxtagjöldum. Kostnaður fyrirtækisins af því að fá fé að láni er því ekki 10% heldur 10%*(1 - 0,18) eða 8,2%. Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækisins er því 8,2%*1/3 + 15%*2/3 eða 12,73%.

Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar er ein af þeim stærðum sem stjórnendur horfa á, til dæmis þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar. Fjárfestingar þurfa að standa undir kostnaði við þær og því getur verið að gagnlegt að bera saman annars vegar vænta arðsemi fjárfestingar og hins vegar vegið meðaltal fjármagnskostnaðar. Það er þó í flestum tilfellum rétt að skoða einnig fleiri þætti en ekki verður farið út í það hér....