Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvers vegna reiðist fólk?

Jakob Smári

Oft er vitnað í hina frægu predikun Jóns Vídalíns þar sem hann segir reiðina vera eitt andskotans reiðarslag. Þá er stundum haft á orði að reiðin sé blind, rétt eins og ástin. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir réttlátri reiði drottins og John Steinbeck lýsti þeim þrúgum reiðinnar sem spretta af ranglátri skiptingu lífsins gæða. Við virðumst sem sagt á annan bóginn gera því skóna að reiðinni slái niður svo að segja að ástæðulausu og á hinn bóginn að hún sé jafnvel æskilegt viðbragð við því sem vont er.

Tvískinnungur í afstöðu til reiðinnar kemur glögglega fram í orðum rómverska heimspekingsins Seneca sem ritaði bókina De ira, eða um reiðina. Þar segir Seneca:
Ekkert dýr annað en maðurinn finnur til reiði, því enda þótt reiðin sé fjandi skynseminnar kemur hún einungis fram þar sem skynsemin býr.
Ekki eru menn heldur á eitt sáttir um það hvort óþægilegt sé eða jafnvel nautnafullt að vera reiður. Flestir myndu trúlega telja hið fyrrnefnda hafið yfir allan vafa en ef svo er vekja furðu hin fjölmörgu minni úr sögum, ævintýrum og kvikmyndum um "hefnandann" eða engil reiðinnar. Í reiðiþrungnum ofbeldiskvikmyndum miðar aðdragandi allur yfirleitt að því að skapa réttar aðstæður til þess að söguhetjan/hefnandinn (og við í gegnum hann) geti fundið til réttlátrar reiði og helst höggvið mann og annan. Hin réttláta reiði og hefnd í kjölfarið virðist gæla við einhvern nautnastreng í brjósti margra.

Af þessu mætti ætla að mörgum finnist réttlát reiði eftirsóknarverð geðshræring. Bollaleggingar fræðimanna hafa síðan snúist um að þetta stafi ef til vill af því að slíkri geðshræringu fylgi, hversu óþægileg sem hún annars er, sú kennd að maður hafi markmið og vald á aðstæðum sem hann skortir ef til vill oft í daglegu lífi sínu. Reiðin sé með öðrum orðum virkjandi afl, ekki síst hjá þeim yfirleitt eru vanmáttugir. Væntanlega væri hins vegar affarasælast að geta fundið til þess afls án reiði.

Reiði snýst um að hinum reiða finnst (með réttu eða röngu) gert á sinn hlut eða annarra. Reiðin á sér þannig viðfang af einhverju tagi og hún er því alls ekki blind. Auk þessa viðfangs einkennist reiði, eins og aðrar geðshræringar, af lífeðlislegri örvun sem birtist til dæmis í hröðum hjartslætti. Margir fræðimenn telja að maðurinn sé gæddur að minnsta kosti fimm svonefndum grunngeðshræringum sem eigi sér frumstæðari samsvaranir hjá frændum okkar í dýraríkinu. Þær eru oftast taldar vera gleði, sorg, reiði, viðbjóður og ótti. Talið er að þessar geðshræringar hafi ekki orðið til fyrir tilviljun heldur gegni þær og hafi gegnt ákveðnu hlutverki í þróunarsögunni.

Reiðin beinist þannig að því að ryðja úr vegi hindrunum sem koma í veg fyrir að menn nái markmiðum sínum. Það hvernig hún birtist leiðir í ljós þetta hlutverk hennar. En þótt reiði sé okkur á þennan hátt mikilvæg getur hún, rétt eins og aðrar geðshræringar, oft farið af leið. Hún getur orðið öfgakennd og komið fram við aðstæður þar sem hún hindrar fremur en tryggir að markmið náist.

Mikilvægt er að leggja ekki að jöfnu reiði og ofbeldi sem af henni getur sprottið. Ofbeldi kemur vitanlega oft fram án nokkurrar reiði og á hinn bóginn er ofbeldi sem betur fer yfirleitt ekki fylgifiskur reiði. Ekki verður hins vegar fram hjá því litið að reiði er oft undanfari ofbeldis. Menn geta jafnvel reynt að efla með sér reiði í því skyni að eiga auðveldara með að vinna fólskuverk. Frægt er í Laxdælu þegar Bolli, tregur til aðfarar að fóstbróður sínum Kjartani, lætur til skarar skríða að áeggjan Guðrúnar sem hótar honum ella "lokum þeirra samfara". Þá eflir Bolli með sér þá reiði sem til þarf:
og við fortölur Guðrúnar miklaði Bolli fyrir sér fjandskap allan á hendur Kjartani og sakir og vopnaðist síðan skjótt.
Hér beitir Bolli svipuðum aðferðum og boxarar nútímans til þess að koma sér í réttan ham. Hann kallar fram hugsanir sem eru af því tagi að gera hann reiðan. Þær hugsanir fá síðan blóðið til að svella í brjósti. Power og Dalgleish sem mikið hafa ritað um geðhræringar, þar með talda reiðina, greina ýmis afbrigði reiði sem þeir telja af svipuðum meiði. Þar ber meðal annars að nefna hatur, pirring og afbrýðisemi. Að baki þessu öllu býr einhvers konar mat á því að lagður sé steinn í götu manns.

Til þess að reiði komi fram af fullum þunga hjá fullþroska manni þarf hann yfirleitt að meta þá hindrun sem hann mætir á þann veg að hún stafi af ásetningi eða að minnsta kosti af vítaverðri vangá. Dæmi um þetta sjáum við glögglega þegar við byrjum að finna reiðina ólga innra með okkur þegar vinur okkar kemur ekki eins og um var samið á golfvöllinn klukkan níu, en rennur strax reiðin þegar við fréttum að það sprakk á bílnum hjá honum og hann hafði ekki varadekk. Við hefðum trúlega hins vegar fundið til fullkominnar reiði ef við hefðum frétt að hann nennti hreinlega ekki út á völl og fannst ekki ástæða til að láta okkur vita.

Á hinn bóginn virðist reiðin stundum blindari en ella og skeytir þá, að því er virðist, ekki um ásetning. Ef okkur sést yfir málsbætur þess sem gerir á okkar hlut er ólíklegt að dragi úr reiðinni. Slíkt gerist ekki síst ef við erum þreytt eða geta okkar til hugsunar er á einhvern hátt skert, til dæmis vegna þreytu, áfengisneyslu eða uppnáms af einhverju tagi.

Þá er eins og hugsanleg misgjörð eða hindrun ein og sér nægi til ofsafenginnar reiði, án tillits til þess hvort um nokkurn ásetning var að ræða. Menn geta þá jafnvel reiðst dauðum hlutum og skeytt skapi sínu á þeim. Þá virðast sum okkar einhverra hluta vegna eiga erfitt með að átta sig á þeim aðstæðum annarra sem eiga þátt í hugsanlegum misgjörðum þeirra gegn okkur. Þeir líta á flest það sem þeim er gert sem byggt á ásetningi. Reiðin getur því orðið takmarkalítil.

Ýmsar ytri aðstæður geta aukið líkur á reiði og jafnvel ofbeldi í kjölfarið. Þetta á til að mynda við um þrengsli, hita og líkamleg óþægindi af ýmsu tagi. Trúlega stafar þetta af því að slíkt virkjar hugmyndir og minningar í huganum sem gera að verkum að þegar eitthvað á sér stað sem bæði má líta á sem illt verk af ásetningi eða óviljaverk, verður fyrrnefnda túlkunin frekar ofan á. Loks má ekki gleyma því að óskráðar reglur gilda víðast hvar um það hvað beri að líta á sem móðgun, hverju beri að reiðast og hvernig. Slíkar reglur geta skipt sköpum um það hvernig menn bregðast við í mismunandi samfélögum.

Þegar öllu er til skila haldið er reiði geðshræring sem örugglega gegnir og hefur gegnt hlutverki frá árdögum mannkyns. En eins og allar geðshræringar getur hún hins vegar farið út af sporinu og valdið ómældum skaða í samskiptum manna í milli.

Nokkrar heimildir

  • Kristján Kristjánsson (1994). Um geðshræringar. Skírnir.
  • Lerner, J.S., og Keltner, D. (2001). Fear, anger, and risk. Journal of Personality and Social Psychology, 81, 146-159.
  • Power, M. og Dalgleish, T. (1997). Cognition and Emotion. Psychology Press.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Af hverju verður maður pirraður? Hvað er pirri?



Brjóstmynd af Seneca: Moonstruck Drama Bookstore



Myndin Reiði: HB

Höfundur

fyrrverandi prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.3.2002

Spyrjandi

Sigríður Anna Haraldsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Jakob Smári. „Hvers vegna reiðist fólk?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2002. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2220.

Jakob Smári. (2002, 21. mars). Hvers vegna reiðist fólk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2220

Jakob Smári. „Hvers vegna reiðist fólk?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2002. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2220>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna reiðist fólk?
Oft er vitnað í hina frægu predikun Jóns Vídalíns þar sem hann segir reiðina vera eitt andskotans reiðarslag. Þá er stundum haft á orði að reiðin sé blind, rétt eins og ástin. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir réttlátri reiði drottins og John Steinbeck lýsti þeim þrúgum reiðinnar sem spretta af ranglátri skiptingu lífsins gæða. Við virðumst sem sagt á annan bóginn gera því skóna að reiðinni slái niður svo að segja að ástæðulausu og á hinn bóginn að hún sé jafnvel æskilegt viðbragð við því sem vont er.

Tvískinnungur í afstöðu til reiðinnar kemur glögglega fram í orðum rómverska heimspekingsins Seneca sem ritaði bókina De ira, eða um reiðina. Þar segir Seneca:
Ekkert dýr annað en maðurinn finnur til reiði, því enda þótt reiðin sé fjandi skynseminnar kemur hún einungis fram þar sem skynsemin býr.
Ekki eru menn heldur á eitt sáttir um það hvort óþægilegt sé eða jafnvel nautnafullt að vera reiður. Flestir myndu trúlega telja hið fyrrnefnda hafið yfir allan vafa en ef svo er vekja furðu hin fjölmörgu minni úr sögum, ævintýrum og kvikmyndum um "hefnandann" eða engil reiðinnar. Í reiðiþrungnum ofbeldiskvikmyndum miðar aðdragandi allur yfirleitt að því að skapa réttar aðstæður til þess að söguhetjan/hefnandinn (og við í gegnum hann) geti fundið til réttlátrar reiði og helst höggvið mann og annan. Hin réttláta reiði og hefnd í kjölfarið virðist gæla við einhvern nautnastreng í brjósti margra.

Af þessu mætti ætla að mörgum finnist réttlát reiði eftirsóknarverð geðshræring. Bollaleggingar fræðimanna hafa síðan snúist um að þetta stafi ef til vill af því að slíkri geðshræringu fylgi, hversu óþægileg sem hún annars er, sú kennd að maður hafi markmið og vald á aðstæðum sem hann skortir ef til vill oft í daglegu lífi sínu. Reiðin sé með öðrum orðum virkjandi afl, ekki síst hjá þeim yfirleitt eru vanmáttugir. Væntanlega væri hins vegar affarasælast að geta fundið til þess afls án reiði.

Reiði snýst um að hinum reiða finnst (með réttu eða röngu) gert á sinn hlut eða annarra. Reiðin á sér þannig viðfang af einhverju tagi og hún er því alls ekki blind. Auk þessa viðfangs einkennist reiði, eins og aðrar geðshræringar, af lífeðlislegri örvun sem birtist til dæmis í hröðum hjartslætti. Margir fræðimenn telja að maðurinn sé gæddur að minnsta kosti fimm svonefndum grunngeðshræringum sem eigi sér frumstæðari samsvaranir hjá frændum okkar í dýraríkinu. Þær eru oftast taldar vera gleði, sorg, reiði, viðbjóður og ótti. Talið er að þessar geðshræringar hafi ekki orðið til fyrir tilviljun heldur gegni þær og hafi gegnt ákveðnu hlutverki í þróunarsögunni.

Reiðin beinist þannig að því að ryðja úr vegi hindrunum sem koma í veg fyrir að menn nái markmiðum sínum. Það hvernig hún birtist leiðir í ljós þetta hlutverk hennar. En þótt reiði sé okkur á þennan hátt mikilvæg getur hún, rétt eins og aðrar geðshræringar, oft farið af leið. Hún getur orðið öfgakennd og komið fram við aðstæður þar sem hún hindrar fremur en tryggir að markmið náist.

Mikilvægt er að leggja ekki að jöfnu reiði og ofbeldi sem af henni getur sprottið. Ofbeldi kemur vitanlega oft fram án nokkurrar reiði og á hinn bóginn er ofbeldi sem betur fer yfirleitt ekki fylgifiskur reiði. Ekki verður hins vegar fram hjá því litið að reiði er oft undanfari ofbeldis. Menn geta jafnvel reynt að efla með sér reiði í því skyni að eiga auðveldara með að vinna fólskuverk. Frægt er í Laxdælu þegar Bolli, tregur til aðfarar að fóstbróður sínum Kjartani, lætur til skarar skríða að áeggjan Guðrúnar sem hótar honum ella "lokum þeirra samfara". Þá eflir Bolli með sér þá reiði sem til þarf:
og við fortölur Guðrúnar miklaði Bolli fyrir sér fjandskap allan á hendur Kjartani og sakir og vopnaðist síðan skjótt.
Hér beitir Bolli svipuðum aðferðum og boxarar nútímans til þess að koma sér í réttan ham. Hann kallar fram hugsanir sem eru af því tagi að gera hann reiðan. Þær hugsanir fá síðan blóðið til að svella í brjósti. Power og Dalgleish sem mikið hafa ritað um geðhræringar, þar með talda reiðina, greina ýmis afbrigði reiði sem þeir telja af svipuðum meiði. Þar ber meðal annars að nefna hatur, pirring og afbrýðisemi. Að baki þessu öllu býr einhvers konar mat á því að lagður sé steinn í götu manns.

Til þess að reiði komi fram af fullum þunga hjá fullþroska manni þarf hann yfirleitt að meta þá hindrun sem hann mætir á þann veg að hún stafi af ásetningi eða að minnsta kosti af vítaverðri vangá. Dæmi um þetta sjáum við glögglega þegar við byrjum að finna reiðina ólga innra með okkur þegar vinur okkar kemur ekki eins og um var samið á golfvöllinn klukkan níu, en rennur strax reiðin þegar við fréttum að það sprakk á bílnum hjá honum og hann hafði ekki varadekk. Við hefðum trúlega hins vegar fundið til fullkominnar reiði ef við hefðum frétt að hann nennti hreinlega ekki út á völl og fannst ekki ástæða til að láta okkur vita.

Á hinn bóginn virðist reiðin stundum blindari en ella og skeytir þá, að því er virðist, ekki um ásetning. Ef okkur sést yfir málsbætur þess sem gerir á okkar hlut er ólíklegt að dragi úr reiðinni. Slíkt gerist ekki síst ef við erum þreytt eða geta okkar til hugsunar er á einhvern hátt skert, til dæmis vegna þreytu, áfengisneyslu eða uppnáms af einhverju tagi.

Þá er eins og hugsanleg misgjörð eða hindrun ein og sér nægi til ofsafenginnar reiði, án tillits til þess hvort um nokkurn ásetning var að ræða. Menn geta þá jafnvel reiðst dauðum hlutum og skeytt skapi sínu á þeim. Þá virðast sum okkar einhverra hluta vegna eiga erfitt með að átta sig á þeim aðstæðum annarra sem eiga þátt í hugsanlegum misgjörðum þeirra gegn okkur. Þeir líta á flest það sem þeim er gert sem byggt á ásetningi. Reiðin getur því orðið takmarkalítil.

Ýmsar ytri aðstæður geta aukið líkur á reiði og jafnvel ofbeldi í kjölfarið. Þetta á til að mynda við um þrengsli, hita og líkamleg óþægindi af ýmsu tagi. Trúlega stafar þetta af því að slíkt virkjar hugmyndir og minningar í huganum sem gera að verkum að þegar eitthvað á sér stað sem bæði má líta á sem illt verk af ásetningi eða óviljaverk, verður fyrrnefnda túlkunin frekar ofan á. Loks má ekki gleyma því að óskráðar reglur gilda víðast hvar um það hvað beri að líta á sem móðgun, hverju beri að reiðast og hvernig. Slíkar reglur geta skipt sköpum um það hvernig menn bregðast við í mismunandi samfélögum.

Þegar öllu er til skila haldið er reiði geðshræring sem örugglega gegnir og hefur gegnt hlutverki frá árdögum mannkyns. En eins og allar geðshræringar getur hún hins vegar farið út af sporinu og valdið ómældum skaða í samskiptum manna í milli.

Nokkrar heimildir

  • Kristján Kristjánsson (1994). Um geðshræringar. Skírnir.
  • Lerner, J.S., og Keltner, D. (2001). Fear, anger, and risk. Journal of Personality and Social Psychology, 81, 146-159.
  • Power, M. og Dalgleish, T. (1997). Cognition and Emotion. Psychology Press.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Af hverju verður maður pirraður? Hvað er pirri?



Brjóstmynd af Seneca: Moonstruck Drama Bookstore



Myndin Reiði: HB...