Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?

Guðmundur Eggertsson

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur, og þar á meðal hinn vitiborni maður, hafi þróast úr dauðum jarðefnum án þess að nokkur sköpunarmáttur hafi verið þar að verki?
Þetta samræmist einmitt vísindalegri hugsun. Um leið og við færum að gera ráð fyrir því að sérstakur utanaðkomandi sköpunarkraftur ætti hlut að máli værum við komin út fyrir mörk vísindanna nema því aðeins að þessi sköpunarkraftur beitti aðferðum sem féllu að hugmyndum vísindanna.

Hitt er annað mál að enn vantar mikið á að vísindamönnum hafi tekist að skýra til fulls tilurð lífs úr "dauðum jarðefnum", samanber svör við spurningum um það efni hér á Vísindavefnum. Skýringar vísindanna á "viti" mannsins eru líka, enn sem komið er, fremur bágbornar. Að mati flestra vísindamanna liggur þó beinast við að leita strangvísindalegra svara við þessum ráðgátum. Þróunarsaga lífsins á jörðinni, hinn gífurlegi fjölbreytileiki lífvera og hæfileiki þeirra til að laga sig að ólíklegustu aðstæðum, --- allt vitnar þetta um firnamikinn sköpunarkraft sem fólginn er í lífinu sjálfu. Lífið getur ekki annað en breyst og þróast.

Hins vegar virðist tilhneiging til þróunar svokallaðra vitsmunavera ekki vera mjög mikil. Aðeins ein af tugum milljóna tegunda sem fram hafa komið á jörðinni hefur, að því er hún sjálf telur, komist eitthvað áleiðis á þeirri braut. Að minnsta kosti það langt að hún leitar svara við spurningum eins og þeirri sem hér var spurt.

Sjá einnig svör við öðrum spurningum um upphaf lífs: Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? eftir Guðmund Eggertsson og Hver var fyrsta lífveran á jörðinni? eftir Einar Árnason.

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

13.3.2000

Spyrjandi

Sveinn Víkingur Þórarinsson

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2000. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=230.

Guðmundur Eggertsson. (2000, 13. mars). Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=230

Guðmundur Eggertsson. „Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2000. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=230>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?
Upphafleg spurning var sem hér segir:

Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur, og þar á meðal hinn vitiborni maður, hafi þróast úr dauðum jarðefnum án þess að nokkur sköpunarmáttur hafi verið þar að verki?
Þetta samræmist einmitt vísindalegri hugsun. Um leið og við færum að gera ráð fyrir því að sérstakur utanaðkomandi sköpunarkraftur ætti hlut að máli værum við komin út fyrir mörk vísindanna nema því aðeins að þessi sköpunarkraftur beitti aðferðum sem féllu að hugmyndum vísindanna.

Hitt er annað mál að enn vantar mikið á að vísindamönnum hafi tekist að skýra til fulls tilurð lífs úr "dauðum jarðefnum", samanber svör við spurningum um það efni hér á Vísindavefnum. Skýringar vísindanna á "viti" mannsins eru líka, enn sem komið er, fremur bágbornar. Að mati flestra vísindamanna liggur þó beinast við að leita strangvísindalegra svara við þessum ráðgátum. Þróunarsaga lífsins á jörðinni, hinn gífurlegi fjölbreytileiki lífvera og hæfileiki þeirra til að laga sig að ólíklegustu aðstæðum, --- allt vitnar þetta um firnamikinn sköpunarkraft sem fólginn er í lífinu sjálfu. Lífið getur ekki annað en breyst og þróast.

Hins vegar virðist tilhneiging til þróunar svokallaðra vitsmunavera ekki vera mjög mikil. Aðeins ein af tugum milljóna tegunda sem fram hafa komið á jörðinni hefur, að því er hún sjálf telur, komist eitthvað áleiðis á þeirri braut. Að minnsta kosti það langt að hún leitar svara við spurningum eins og þeirri sem hér var spurt.

Sjá einnig svör við öðrum spurningum um upphaf lífs: Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? eftir Guðmund Eggertsson og Hver var fyrsta lífveran á jörðinni? eftir Einar Árnason....