Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað af þessu er réttast að segja: tvem, tveim, eða tveimur?

Guðrún Kvaran

Í fornu máli var algengast að þágufall af töluorðinu tveir væri tveim þótt myndin tveimr komi fyrir. Sænski málfræðingurinn Adolf Noreen taldi að tveim væri gömul tvítölumynd en tveimr væri samræmismynd við þrimr (síðar þremur) og er það mjög sennilegt. Sú mynd þekkist frá því fyrir 1200.

Í nútímamáli eru báðar myndirnar tveim og tveimur notaðar með réttu. Myndirnar tvem og tvemur heyrast alloft í töluðu máli og sjást jafnvel á prenti, til dæmis í bloggi, en þær eru ekki taldar réttar heldur orðnar til fyrir áhrif frá þágufalli töluorðsins þrír, það er myndirnar þrem, þremur hafa þau áhrif að tveim, tveimur verða tvem, tvemur.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.6.2008

Spyrjandi

Ólafur Stefánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað af þessu er réttast að segja: tvem, tveim, eða tveimur?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2008. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=24071.

Guðrún Kvaran. (2008, 27. júní). Hvað af þessu er réttast að segja: tvem, tveim, eða tveimur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=24071

Guðrún Kvaran. „Hvað af þessu er réttast að segja: tvem, tveim, eða tveimur?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2008. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=24071>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað af þessu er réttast að segja: tvem, tveim, eða tveimur?
Í fornu máli var algengast að þágufall af töluorðinu tveir væri tveim þótt myndin tveimr komi fyrir. Sænski málfræðingurinn Adolf Noreen taldi að tveim væri gömul tvítölumynd en tveimr væri samræmismynd við þrimr (síðar þremur) og er það mjög sennilegt. Sú mynd þekkist frá því fyrir 1200.

Í nútímamáli eru báðar myndirnar tveim og tveimur notaðar með réttu. Myndirnar tvem og tvemur heyrast alloft í töluðu máli og sjást jafnvel á prenti, til dæmis í bloggi, en þær eru ekki taldar réttar heldur orðnar til fyrir áhrif frá þágufalli töluorðsins þrír, það er myndirnar þrem, þremur hafa þau áhrif að tveim, tveimur verða tvem, tvemur.

...