Sólin Sólin Rís 04:55 • sest 21:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:20 • Sest 12:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:37 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:14 • Síðdegis: 19:34 í Reykjavík

Eru Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur enn að stækka að flatarmáli?

Þröstur Eysteinsson

Bæði Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur eru enn að stækka að flatarmáli. Girðingin sem friðar Hallormsstaðaskóg er enn svolítið fyrir ofan efstu mörk skógarins og er birki enn að sá sér í átt að henni. Girðingin er í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli og er greinilegt að það er ekki ofan þeirra skógarmarka sem veðurfarsskilyrði setja á þessum stað.

Birkiskógurinn á Hallormsstað var um 250 hektarar (ha) að flatarmáli þegar skógurinn var friðaður um 1907. Flatarmál birkiskógarins er nú 380 ha sem þýðir að 130 ha hafa bæst við á tæpum 100 árum án þess að eitt einasta birkitré væri gróðursett. Auk þess hafa ýmsar tegundir trjáa verið gróðursettar í um 200 ha innan gömlu girðingarinnar og á síðustu 4 áratugum hefur verið gróðursett í lönd bæði norðan og sunnan við upphaflegu girðinguna. Nú á dögum er lítið gróðursett í lönd Skógræktar ríkisins á Hallormsstað en þess í stað lögð áhersla á grisjun og aðra umhirðu í skóginum.

Vaglaskógur breiðist út til norðurs inn á svæði sem kallast Hálsmelar. Er þar bæði um að ræða gróðursetningu trjáa og náttúrulegt landnám birkis eftir friðun fyrir beit. Þá er að vaxa upp birkiskógur í landi Lundar næst fyrir sunnan Vagla og mun hann með tíma gera skógana í austanverðum Fnjóskadal sunnan Ljósavatnsskarðs að einum samfelldum skógi.

Sjá einnig önnur svör á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

7.6.2002

Spyrjandi

Ólafur Ólafsson

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Eru Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur enn að stækka að flatarmáli?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2002. Sótt 2. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2468.

Þröstur Eysteinsson. (2002, 7. júní). Eru Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur enn að stækka að flatarmáli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2468

Þröstur Eysteinsson. „Eru Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur enn að stækka að flatarmáli?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2002. Vefsíða. 2. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2468>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur enn að stækka að flatarmáli?
Bæði Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur eru enn að stækka að flatarmáli. Girðingin sem friðar Hallormsstaðaskóg er enn svolítið fyrir ofan efstu mörk skógarins og er birki enn að sá sér í átt að henni. Girðingin er í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli og er greinilegt að það er ekki ofan þeirra skógarmarka sem veðurfarsskilyrði setja á þessum stað.

Birkiskógurinn á Hallormsstað var um 250 hektarar (ha) að flatarmáli þegar skógurinn var friðaður um 1907. Flatarmál birkiskógarins er nú 380 ha sem þýðir að 130 ha hafa bæst við á tæpum 100 árum án þess að eitt einasta birkitré væri gróðursett. Auk þess hafa ýmsar tegundir trjáa verið gróðursettar í um 200 ha innan gömlu girðingarinnar og á síðustu 4 áratugum hefur verið gróðursett í lönd bæði norðan og sunnan við upphaflegu girðinguna. Nú á dögum er lítið gróðursett í lönd Skógræktar ríkisins á Hallormsstað en þess í stað lögð áhersla á grisjun og aðra umhirðu í skóginum.

Vaglaskógur breiðist út til norðurs inn á svæði sem kallast Hálsmelar. Er þar bæði um að ræða gróðursetningu trjáa og náttúrulegt landnám birkis eftir friðun fyrir beit. Þá er að vaxa upp birkiskógur í landi Lundar næst fyrir sunnan Vagla og mun hann með tíma gera skógana í austanverðum Fnjóskadal sunnan Ljósavatnsskarðs að einum samfelldum skógi.

Sjá einnig önnur svör á Vísindavefnum eftir sama höfund:...