Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Rekst stór loftsteinn eða smástirni á jörðina árið 2014 eða 2036?

GÞM og ÞV

Um tíma var talið að möguleiki væri á að smástirnið 2003 QQ47 rækist á jörðina árið 2014. Eftir nánari athuganir á braut smástirnisins gátu vísindamenn þó reiknað út að engin hætta væri á árekstri þess við jörðina.

Nýlega hefur smástirið 99942 Apófis (2004 MN4; e. Apophis) fengið nokkra athygli af sömu ástæðum; möguleiki var talinn á árekstri þess við jörðina árin 2029 og 2036. Þetta er þó að sjálfsögðu afar ólíklegt enda hafa árekstrar af þessu tagi ekki verið daglegt brauð í sögu jarðarinnar. Vísindamenn munu engu að síður fylgjast grannt með smástirninu árið 2013. Þá verður Apófis nálægt jörðu og gefur því færi á nánari athugunum á braut hans og eiginleikum, en samt er engin hætta er á árekstri það árið.



Samsett mynd af smástirninu Ida, sem er svipað í útliti og Apófis.

Áhugasamir geta lesið meira um Apófis og möguleikann á árekstri þess við jörðina á vefsíðu Almanaks Háskóla Íslands í greininni Apófis - hættulegt smástirni? eftir Þorstein Sæmundsson. Einnig má skoða vefsetur Bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar NASA um hluti sem koma nærri jörðu (e. Near Earth Objects, NEO) og sérstaka töflu um Apófis og hættuna á árekstri við hann.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundar

meistaranemi í stærðfræði við Université Joseph Fourier

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

15.7.2008

Spyrjandi

María Jensen, f. 1993

Tilvísun

GÞM og ÞV. „Rekst stór loftsteinn eða smástirni á jörðina árið 2014 eða 2036?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2008. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=25746.

GÞM og ÞV. (2008, 15. júlí). Rekst stór loftsteinn eða smástirni á jörðina árið 2014 eða 2036? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25746

GÞM og ÞV. „Rekst stór loftsteinn eða smástirni á jörðina árið 2014 eða 2036?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2008. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=25746>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Rekst stór loftsteinn eða smástirni á jörðina árið 2014 eða 2036?
Um tíma var talið að möguleiki væri á að smástirnið 2003 QQ47 rækist á jörðina árið 2014. Eftir nánari athuganir á braut smástirnisins gátu vísindamenn þó reiknað út að engin hætta væri á árekstri þess við jörðina.

Nýlega hefur smástirið 99942 Apófis (2004 MN4; e. Apophis) fengið nokkra athygli af sömu ástæðum; möguleiki var talinn á árekstri þess við jörðina árin 2029 og 2036. Þetta er þó að sjálfsögðu afar ólíklegt enda hafa árekstrar af þessu tagi ekki verið daglegt brauð í sögu jarðarinnar. Vísindamenn munu engu að síður fylgjast grannt með smástirninu árið 2013. Þá verður Apófis nálægt jörðu og gefur því færi á nánari athugunum á braut hans og eiginleikum, en samt er engin hætta er á árekstri það árið.



Samsett mynd af smástirninu Ida, sem er svipað í útliti og Apófis.

Áhugasamir geta lesið meira um Apófis og möguleikann á árekstri þess við jörðina á vefsíðu Almanaks Háskóla Íslands í greininni Apófis - hættulegt smástirni? eftir Þorstein Sæmundsson. Einnig má skoða vefsetur Bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar NASA um hluti sem koma nærri jörðu (e. Near Earth Objects, NEO) og sérstaka töflu um Apófis og hættuna á árekstri við hann.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

...