Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hver er munurinn á bókhaldslegum og hagfræðilegum hagnaði?

Gylfi Magnússon

Munurinn á hagnaði eins og hann er tiltekinn í bókhaldi og reikningsskilum annars vegar og skilningi hagfræðinnar hins vegar getur falist í ýmsu. Í öllum tilfellum telst hagnaður vera tekjur umfram gjöld en nokkru getur munað á skilningi hagfræðinga á tekjum og/eða gjöldum og því sem rétt telst að færa í bókhaldi.

Þannig er ekki rétt að færa annað til gjalda í bókhaldi en það sem greitt hefur verið eða fyrirtæki hefur skuldbundið sig til að greiða. Þetta er í grundvallaratriðum einföld hugmynd þótt ýmis álitamál komi auðvitað upp í framkvæmd.

Hagfræðingar hafa hins vegar annan skilning á gjöldum, þeir nota hugtakið fórnarkostnaður. Með fórnarkostnaði er átt við allt sem fórna þarf, þar á meðal það sem ekki þarf að greiða og sem telst því ekki kostnaður í skilningi bókhalds.

Þetta er sennilega best að skýra með dæmi. Siggi er bæði góður smiður og söngkennari. Hann tekur 2.000 krónur á tímann fyrir söngkennsluna. Dag einn tekur hann sig til og ver tíu tímum í að búa til fimm stóla. Hráefnið í hvern stól kostar 5.000 krónur og hann selur hvern og einn á 10.000 krónur. Heildartekjur af starfi hans þennan dag eru því fimm sinnum 10.000 krónur eða 50.000 og heildarútgjöld fimm sinnum 5.000 eða 25.000 krónur. Hagnaður í skilningi bókhalds er því mismunurinn eða 50.000 - 25.000 = 25.000.

Í skilningi hagfræðinnar er hagnaðurinn hins vegar minni en þetta því að taka verður tillit til þess að Siggi fórnar ekki bara hráefninu sem þarf í stólana, hann fórnar líka tímanum sem hann ver í smíðarnar. Á tíu tímum hefði hann getað haft 20.000 krónur í tekjur af söngkennslu.

Fórnarkostnaðurinn við að búa til þessa 5 stóla er því ekki bara kostnaður vegna hráefnis, 25.000, heldur kostnaður vegna bæði hráefnis og tekna sem Siggi verður af annars staðar eða samtals 45.000 krónur. Hagnaður hans af stólasmíðinni í skilningi hagfræðinnar er því einungis 50.000 - 45.000 = 5.000 krónur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.8.2002

Spyrjandi

Ragnar Valsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er munurinn á bókhaldslegum og hagfræðilegum hagnaði?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2002. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2631.

Gylfi Magnússon. (2002, 6. ágúst). Hver er munurinn á bókhaldslegum og hagfræðilegum hagnaði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2631

Gylfi Magnússon. „Hver er munurinn á bókhaldslegum og hagfræðilegum hagnaði?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2002. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2631>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á bókhaldslegum og hagfræðilegum hagnaði?
Munurinn á hagnaði eins og hann er tiltekinn í bókhaldi og reikningsskilum annars vegar og skilningi hagfræðinnar hins vegar getur falist í ýmsu. Í öllum tilfellum telst hagnaður vera tekjur umfram gjöld en nokkru getur munað á skilningi hagfræðinga á tekjum og/eða gjöldum og því sem rétt telst að færa í bókhaldi.

Þannig er ekki rétt að færa annað til gjalda í bókhaldi en það sem greitt hefur verið eða fyrirtæki hefur skuldbundið sig til að greiða. Þetta er í grundvallaratriðum einföld hugmynd þótt ýmis álitamál komi auðvitað upp í framkvæmd.

Hagfræðingar hafa hins vegar annan skilning á gjöldum, þeir nota hugtakið fórnarkostnaður. Með fórnarkostnaði er átt við allt sem fórna þarf, þar á meðal það sem ekki þarf að greiða og sem telst því ekki kostnaður í skilningi bókhalds.

Þetta er sennilega best að skýra með dæmi. Siggi er bæði góður smiður og söngkennari. Hann tekur 2.000 krónur á tímann fyrir söngkennsluna. Dag einn tekur hann sig til og ver tíu tímum í að búa til fimm stóla. Hráefnið í hvern stól kostar 5.000 krónur og hann selur hvern og einn á 10.000 krónur. Heildartekjur af starfi hans þennan dag eru því fimm sinnum 10.000 krónur eða 50.000 og heildarútgjöld fimm sinnum 5.000 eða 25.000 krónur. Hagnaður í skilningi bókhalds er því mismunurinn eða 50.000 - 25.000 = 25.000.

Í skilningi hagfræðinnar er hagnaðurinn hins vegar minni en þetta því að taka verður tillit til þess að Siggi fórnar ekki bara hráefninu sem þarf í stólana, hann fórnar líka tímanum sem hann ver í smíðarnar. Á tíu tímum hefði hann getað haft 20.000 krónur í tekjur af söngkennslu.

Fórnarkostnaðurinn við að búa til þessa 5 stóla er því ekki bara kostnaður vegna hráefnis, 25.000, heldur kostnaður vegna bæði hráefnis og tekna sem Siggi verður af annars staðar eða samtals 45.000 krónur. Hagnaður hans af stólasmíðinni í skilningi hagfræðinnar er því einungis 50.000 - 45.000 = 5.000 krónur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum: