Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn?

Guðrún Kvaran

Ástæða þess að orðin skrýtinn og skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að óvíst er hvert stofnsérhljóðið er. Sumir vilja tengja skrýtinn norska orðinu skryten 'magur, beinaber, klunnalegur, ljótur' og sænska orðinu skryten 'magur' og telja að þau bendi til ý í stofni. Aðrir telja merkingu norsku og sænsku orðanna ekki koma heim og saman við íslensku merkinguna og því sé uppruninn enn á huldu.

Ástæða þess að orðin skrýtinn og skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að óvíst er hvert stofnsérhljóðið er.

Í Réttritunarorðabók handa grunnskólum, sem Námsgagnastofnun og Íslensk málnefnd gáfu út, er aðeins gefinn ritháttur með ý, þ.e. skrýtinn, skrýtla, í Stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar eru báðir rithættir nefndir en tilraun til upprunaskýringar sett undir myndina með -ý-. Enginn munur er á notkun orðanna eftir því hvort þau eru skrifuð með í eða ý en ritháttur með ý virðist heldur algengari.

Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.10.2002

Spyrjandi

Gunnar Tómas, Fjóla Einarsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn?“ Vísindavefurinn, 18. október 2002. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2802.

Guðrún Kvaran. (2002, 18. október). Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2802

Guðrún Kvaran. „Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2002. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2802>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn?
Ástæða þess að orðin skrýtinn og skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að óvíst er hvert stofnsérhljóðið er. Sumir vilja tengja skrýtinn norska orðinu skryten 'magur, beinaber, klunnalegur, ljótur' og sænska orðinu skryten 'magur' og telja að þau bendi til ý í stofni. Aðrir telja merkingu norsku og sænsku orðanna ekki koma heim og saman við íslensku merkinguna og því sé uppruninn enn á huldu.

Ástæða þess að orðin skrýtinn og skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að óvíst er hvert stofnsérhljóðið er.

Í Réttritunarorðabók handa grunnskólum, sem Námsgagnastofnun og Íslensk málnefnd gáfu út, er aðeins gefinn ritháttur með ý, þ.e. skrýtinn, skrýtla, í Stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar eru báðir rithættir nefndir en tilraun til upprunaskýringar sett undir myndina með -ý-. Enginn munur er á notkun orðanna eftir því hvort þau eru skrifuð með í eða ý en ritháttur með ý virðist heldur algengari.

Mynd: HB...