Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Af hverju eru uglur tákn um visku?

Elín Carstensdóttir

Uglan var eitt af kennitáknum viskugyðjunnar Aþenu í grískri goðafræði. Aþena átti að sögn að hafa hrifist af hátíðlegu og íbyggnu yfirbragði uglunnar og þess vegna gert hana að sínu kennitákni.

Aþena var einnig stríðsgyðja, gyðja handiðnar og skynsemi. Hún var líka verndari grísku borgarinnar Aþenu. Öll grísku goðin áttu sín kennitákn. Kennitákn Seifs, æðsta guðsins á Ólympíu, voru örn og þrumufleygur.

Kennitákn guðanna áttu oft að tákna persónuleika þeirra. Hinn útsmogni hefði til dæmis getað haft að kennitákni snák eða slöngu því þær eru taldar útsmognar, samanber til dæmis kristnu söguna af höggorminum sem lét Evu bragða á forboðnu aldini. Kennitáknin eru líka merki um krafta viðkomandi guðs eða gyðju. Kennitákn sjávarguðs eða gyðju gat verið fiskur, höfrungur, hvalur eða eitthvað annað sem tengist sjó. Gyðjur tónlistar gætu haft að kennitákni hljóðfæri eða eitthvað annað sem tengist tónlist.

Heimild og mynd



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Brekkubæjarskóla

Útgáfudagur

13.11.2002

Spyrjandi

Tryggvi Björgvinsson

Tilvísun

Elín Carstensdóttir. „Af hverju eru uglur tákn um visku?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2002. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2858.

Elín Carstensdóttir. (2002, 13. nóvember). Af hverju eru uglur tákn um visku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2858

Elín Carstensdóttir. „Af hverju eru uglur tákn um visku?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2002. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2858>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru uglur tákn um visku?
Uglan var eitt af kennitáknum viskugyðjunnar Aþenu í grískri goðafræði. Aþena átti að sögn að hafa hrifist af hátíðlegu og íbyggnu yfirbragði uglunnar og þess vegna gert hana að sínu kennitákni.

Aþena var einnig stríðsgyðja, gyðja handiðnar og skynsemi. Hún var líka verndari grísku borgarinnar Aþenu. Öll grísku goðin áttu sín kennitákn. Kennitákn Seifs, æðsta guðsins á Ólympíu, voru örn og þrumufleygur.

Kennitákn guðanna áttu oft að tákna persónuleika þeirra. Hinn útsmogni hefði til dæmis getað haft að kennitákni snák eða slöngu því þær eru taldar útsmognar, samanber til dæmis kristnu söguna af höggorminum sem lét Evu bragða á forboðnu aldini. Kennitáknin eru líka merki um krafta viðkomandi guðs eða gyðju. Kennitákn sjávarguðs eða gyðju gat verið fiskur, höfrungur, hvalur eða eitthvað annað sem tengist sjó. Gyðjur tónlistar gætu haft að kennitákni hljóðfæri eða eitthvað annað sem tengist tónlist.

Heimild og mynd



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...