Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvernig er hægt að finna út hvað jörðin er þung?

Sigurður Steinþórsson



Í Alfræði Menningarsjóðs: Stjörnufræði eftir Þorstein Sæmundsson (Reykjavík 1972) segir svo um massa stjarna:
Massa (efnismagn) þeirra reikistjarna, sem hafa tungl, er tiltölulega auðvelt að finna með því að mæla umferðartíma einhvers tunglsins og meðalfjarlægð þess frá móðurhnettinum og beita síðan þriðja lögmáli Keplers. Lögmálið gefur samanlagðan massa reikistjörnu og viðkomandi tungls, en massi tunglsins er venjulega hverfandi lítill þáttur í summunni.
Massi jarðar var upphaflega reiknaður út frá þyngdarlögmáli Newtons, F = GmM/r2, sem lýsir aðdráttarkraftinum, F, milli tveggja massa, m og M, í fjarlægðinni r hvor frá öðrum. G er þyngdarstuðullinn, hlutfallstala sem Henry Cavendish ákvarðaði árið 1798 (G = 6,67 x 10-11 m3/(kg s2)).

Ennfremur er notað annað lögmál Newtons, F = ma, sem lýsir þeim krafti sem beita þarf á massa m til að valda hröðuninni a. Galíleó ákvarðaði þyngdarhröðunina sem aðdráttarafl jarðar veldur, 9,8 m/s2, en Grikkinn Eratoþenes mældi fyrstur geisla (radíus) jarðar, r, um 230 f. Kr. (r = 6,4 x106 m).

Útreikningurinn er eftirfarandi:
  1. F = GmM/r2 = ma, þar sem M er massi jarðar, m massi einhvers hlutar nærri yfirborði jarðar og r geisli (radíus) jarðar.
  2. „m“ styttist út þannig að M = ar2/G = 9,8m/s2 x (6,4 x 106)2 / 6,67 x 10-11m3/(kg s2) = 6,0 x 1024kg.

Lesa má meira um þetta á Enchanted Learning Online.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: HB

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

15.11.2002

Spyrjandi

Hugrún Guðbrandsdóttir,
f. 1983

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig er hægt að finna út hvað jörðin er þung?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2002. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2867.

Sigurður Steinþórsson. (2002, 15. nóvember). Hvernig er hægt að finna út hvað jörðin er þung? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2867

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig er hægt að finna út hvað jörðin er þung?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2002. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2867>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að finna út hvað jörðin er þung?


Í Alfræði Menningarsjóðs: Stjörnufræði eftir Þorstein Sæmundsson (Reykjavík 1972) segir svo um massa stjarna:
Massa (efnismagn) þeirra reikistjarna, sem hafa tungl, er tiltölulega auðvelt að finna með því að mæla umferðartíma einhvers tunglsins og meðalfjarlægð þess frá móðurhnettinum og beita síðan þriðja lögmáli Keplers. Lögmálið gefur samanlagðan massa reikistjörnu og viðkomandi tungls, en massi tunglsins er venjulega hverfandi lítill þáttur í summunni.
Massi jarðar var upphaflega reiknaður út frá þyngdarlögmáli Newtons, F = GmM/r2, sem lýsir aðdráttarkraftinum, F, milli tveggja massa, m og M, í fjarlægðinni r hvor frá öðrum. G er þyngdarstuðullinn, hlutfallstala sem Henry Cavendish ákvarðaði árið 1798 (G = 6,67 x 10-11 m3/(kg s2)).

Ennfremur er notað annað lögmál Newtons, F = ma, sem lýsir þeim krafti sem beita þarf á massa m til að valda hröðuninni a. Galíleó ákvarðaði þyngdarhröðunina sem aðdráttarafl jarðar veldur, 9,8 m/s2, en Grikkinn Eratoþenes mældi fyrstur geisla (radíus) jarðar, r, um 230 f. Kr. (r = 6,4 x106 m).

Útreikningurinn er eftirfarandi:
  1. F = GmM/r2 = ma, þar sem M er massi jarðar, m massi einhvers hlutar nærri yfirborði jarðar og r geisli (radíus) jarðar.
  2. „m“ styttist út þannig að M = ar2/G = 9,8m/s2 x (6,4 x 106)2 / 6,67 x 10-11m3/(kg s2) = 6,0 x 1024kg.

Lesa má meira um þetta á Enchanted Learning Online.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: HB...