Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu náttúruauðlinda og hvernig mannkynið eigi að hafa í sig og á.

Margar alþjóðastofnanir, svo sem Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn, hafa sérfræðinga á sínum snærum sem framreikna mannfjöldann í heiminum öllum. Það er þó ekki síður mikilvægt að reyna að átta sig á því hvernig mannkynið muni dreifast um jörðina í framtíðinni. Því eru líka gerðar fólksfjöldaspár fyrir afmörkuð svæði, til dæmis heimsálfur eða þróunarlöndin sem heild.

Staðbundnar stofnanir, eins og til dæmis hagstofur einstakra landa, gera fólksfjöldaspár fyrir viðkomandi land en einnig er gjarnan reynt að spá fyrir um þróun afmarkaðra hópa eða svæða innan landa. Sem dæmi má nefna að skoðað er hver er líkleg þróun meðal þjóðarbrota eða menningarhópa innan sama lands, hvernig fólki muni fjölga eða fækka í mismunandi landshlutum og hvernig aldurssamsetning getur orðið (svo sem hvað gera megi ráð fyrir mörgum undir 15 ára aldri eða yfir 65 ára).

Mannfjöldaspár byggjast á ákveðnum forsendum um frjósemi, það er að segja hversu mörg börn má ætla að hver kona eignist að meðaltali, og dánartíðni þar sem gengið er út frá lengd meðalævi. Ef verið er að skoða minni einingar en jörðina í heild þarf einnig að taka tillit til búferlaflutninga milli landa og jafnvel innan sama lands. Út frá þróun undanfarinna ára er síðan reynt að áætla hvernig frjósemi, dánartíðni og búferlaflutningar muni þróast á næstu árum og áratugum. Þó er erfitt er að gera öruggar mannfjöldaspár langt fram í tímann þar sem smávægilegar breytingar á forsendum geta breytt tölum um framreiknaðan mannfjölda mjög mikið.

Þar sem enginn veit í rauninni hvernig frjósemi og dánartíðni verða í framtíðinni, hafa stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar brugðið á það ráð að gefa út fleiri en eina mannfjöldaspá þar sem gengið er út frá mismunandi forsendum. Sameinuðu þjóðirnar gefa þannig út nokkrar mismundandi útgáfur af fólksfjöldaspám sem byggja á mismunandi forsendum um þróun frjósemi.

Á eftirfarandi grafi má sjá hvernig mismunandi forsendur fyrir þróun frjósemi leiða til mismunandi niðurstaðna (skoða má forsendurnar í hverju tilfelli fyrir sig á heimasíðu Efnahags- og félagsmálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna).

Mannfjöldi á jörðinni til 2010. Spár Sameinuðu þjóðanna miðað við fjórar mismunandi forsendur.

Ef gengið er út frá miðgildinu þá gerir spá Sameinuðu þjóðanna ráð fyrir því að jarðarbúar verið tæplega 8,2 milljarðar árið 2025, rúmlega 9,7 milljarðar árið 2050 og tæpir 10,9 milljarðar við lok 21. aldar. Það er fjölgun um meira en 3 milljarða frá því sem er í dag. Þrátt fyrir það hefur hægst á fólksfjölgun í heiminum á undanförnum árum. Á tímabilinu 1965-1970 fjölgaði jarðarbúum um 2% árlega og er það örasta fjölgun sem mælst hefur. Síðan þá hefur dregið úr árlegri fólksfjölgun og er áætlað að á tímabilinu 2015-2020 fjölgi „aðeins“ um 1,09% árlega. Sérfræðingar gera ráð fyrir því að enn dragi úr fólksfjölgun þegar líður á 21. öldina, um miðja öldina verði árleg fjölgun komin niður í um 0,45% eða svipað því sem hún var snemma á 19. öld og niður í 0,04% í lok aldarinnar.

Ef við skoðum hvernig sérfræðingar gera ráð fyrir að fólksfjöldaþróunin verði í hverri heimsálfu fyrir sig á þessari öld og miðum við miðgildi kemur í ljós að gert er ráð fyrir að íbúum fjölgi í öllum heimsálfunum frá því sem nú er nema í Evrópu þar sem þeim fer stöðugt fækkandi. Undir lok aldarinnar verður íbúum í Asíu og Mið- og Suður-Ameríku þá farið að fækka aftur.

Heimsálfa2025
(000)
2050
(000)
2075
(000)
2100
(000)
Afríka1.508.935
(18,4%)
2.489.275
(25,6%)
3.498.756
(33,1%)
4.280.127
(39,4%)
Asía4.822.629
(58,9%)
5.290.263
(54,3%)
5.142.760
(48,6%)
4.719.906
(43,4%)
Mið- og S-Ameríka681.896
(8,3%)
762.432
(7,8%)
749.876
(7,1%)
679.992
(6,3%)
N-Ameríka379.851
(4,6%)
425.200
(4,4%)
461.329
(4,4%)
490.888
(4,5%)
Evrópa745.791
(9,1%)
710.486
(7,3%)
657.283
(6,2%)
629.562
(5,8%)
Eyjaálfa45.334
(0,6%)
57.376
(0,6%)
67.282
(0,6%)
74.915
(0,7%)

Eins og taflan sýnir breytast hlutföllin nokkuð mikið á milli heimsálfanna gangi þessi spá eftir. Árið 2025 er gert ráð fyrir að Afríkubúar verði um 18% mannkyns, um 26% um miðja öldina en tæp 40% við lok 21. aldarinnar. Asíubúar fara úr því að vera um 59% jarðarbúa í um 43% árið 2100. Og við lok aldarinnar er gert ráð fyrir að aðeins um 6% mannkyns verði í Evrópu.

Heimildir:
  • United Nations, Department of Economic and Social Affairs, Population Division (2019). World Population Prospects 2019. (Sótt 16.6.2020)
  • Peter Östman ofl. 2000. Landafræði, maðurinn, auðlindirnar, umhverfið. Reykjavík, Mál og menning
  • Jerome Fellmann ofl. 1990. Human Geography – landscape of human activity. Dubuque, IA, Wm. C. Brown


Þetta svar var fyrst birt árið 2003 en uppfært árið 2020.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.2.2003

Spyrjandi

Þórður Sævar Jónsson, f. 1989

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2003. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3151.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 19. febrúar). Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3151

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2003. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3151>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?
Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu náttúruauðlinda og hvernig mannkynið eigi að hafa í sig og á.

Margar alþjóðastofnanir, svo sem Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn, hafa sérfræðinga á sínum snærum sem framreikna mannfjöldann í heiminum öllum. Það er þó ekki síður mikilvægt að reyna að átta sig á því hvernig mannkynið muni dreifast um jörðina í framtíðinni. Því eru líka gerðar fólksfjöldaspár fyrir afmörkuð svæði, til dæmis heimsálfur eða þróunarlöndin sem heild.

Staðbundnar stofnanir, eins og til dæmis hagstofur einstakra landa, gera fólksfjöldaspár fyrir viðkomandi land en einnig er gjarnan reynt að spá fyrir um þróun afmarkaðra hópa eða svæða innan landa. Sem dæmi má nefna að skoðað er hver er líkleg þróun meðal þjóðarbrota eða menningarhópa innan sama lands, hvernig fólki muni fjölga eða fækka í mismunandi landshlutum og hvernig aldurssamsetning getur orðið (svo sem hvað gera megi ráð fyrir mörgum undir 15 ára aldri eða yfir 65 ára).

Mannfjöldaspár byggjast á ákveðnum forsendum um frjósemi, það er að segja hversu mörg börn má ætla að hver kona eignist að meðaltali, og dánartíðni þar sem gengið er út frá lengd meðalævi. Ef verið er að skoða minni einingar en jörðina í heild þarf einnig að taka tillit til búferlaflutninga milli landa og jafnvel innan sama lands. Út frá þróun undanfarinna ára er síðan reynt að áætla hvernig frjósemi, dánartíðni og búferlaflutningar muni þróast á næstu árum og áratugum. Þó er erfitt er að gera öruggar mannfjöldaspár langt fram í tímann þar sem smávægilegar breytingar á forsendum geta breytt tölum um framreiknaðan mannfjölda mjög mikið.

Þar sem enginn veit í rauninni hvernig frjósemi og dánartíðni verða í framtíðinni, hafa stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar brugðið á það ráð að gefa út fleiri en eina mannfjöldaspá þar sem gengið er út frá mismunandi forsendum. Sameinuðu þjóðirnar gefa þannig út nokkrar mismundandi útgáfur af fólksfjöldaspám sem byggja á mismunandi forsendum um þróun frjósemi.

Á eftirfarandi grafi má sjá hvernig mismunandi forsendur fyrir þróun frjósemi leiða til mismunandi niðurstaðna (skoða má forsendurnar í hverju tilfelli fyrir sig á heimasíðu Efnahags- og félagsmálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna).

Mannfjöldi á jörðinni til 2010. Spár Sameinuðu þjóðanna miðað við fjórar mismunandi forsendur.

Ef gengið er út frá miðgildinu þá gerir spá Sameinuðu þjóðanna ráð fyrir því að jarðarbúar verið tæplega 8,2 milljarðar árið 2025, rúmlega 9,7 milljarðar árið 2050 og tæpir 10,9 milljarðar við lok 21. aldar. Það er fjölgun um meira en 3 milljarða frá því sem er í dag. Þrátt fyrir það hefur hægst á fólksfjölgun í heiminum á undanförnum árum. Á tímabilinu 1965-1970 fjölgaði jarðarbúum um 2% árlega og er það örasta fjölgun sem mælst hefur. Síðan þá hefur dregið úr árlegri fólksfjölgun og er áætlað að á tímabilinu 2015-2020 fjölgi „aðeins“ um 1,09% árlega. Sérfræðingar gera ráð fyrir því að enn dragi úr fólksfjölgun þegar líður á 21. öldina, um miðja öldina verði árleg fjölgun komin niður í um 0,45% eða svipað því sem hún var snemma á 19. öld og niður í 0,04% í lok aldarinnar.

Ef við skoðum hvernig sérfræðingar gera ráð fyrir að fólksfjöldaþróunin verði í hverri heimsálfu fyrir sig á þessari öld og miðum við miðgildi kemur í ljós að gert er ráð fyrir að íbúum fjölgi í öllum heimsálfunum frá því sem nú er nema í Evrópu þar sem þeim fer stöðugt fækkandi. Undir lok aldarinnar verður íbúum í Asíu og Mið- og Suður-Ameríku þá farið að fækka aftur.

Heimsálfa2025
(000)
2050
(000)
2075
(000)
2100
(000)
Afríka1.508.935
(18,4%)
2.489.275
(25,6%)
3.498.756
(33,1%)
4.280.127
(39,4%)
Asía4.822.629
(58,9%)
5.290.263
(54,3%)
5.142.760
(48,6%)
4.719.906
(43,4%)
Mið- og S-Ameríka681.896
(8,3%)
762.432
(7,8%)
749.876
(7,1%)
679.992
(6,3%)
N-Ameríka379.851
(4,6%)
425.200
(4,4%)
461.329
(4,4%)
490.888
(4,5%)
Evrópa745.791
(9,1%)
710.486
(7,3%)
657.283
(6,2%)
629.562
(5,8%)
Eyjaálfa45.334
(0,6%)
57.376
(0,6%)
67.282
(0,6%)
74.915
(0,7%)

Eins og taflan sýnir breytast hlutföllin nokkuð mikið á milli heimsálfanna gangi þessi spá eftir. Árið 2025 er gert ráð fyrir að Afríkubúar verði um 18% mannkyns, um 26% um miðja öldina en tæp 40% við lok 21. aldarinnar. Asíubúar fara úr því að vera um 59% jarðarbúa í um 43% árið 2100. Og við lok aldarinnar er gert ráð fyrir að aðeins um 6% mannkyns verði í Evrópu.

Heimildir:
  • United Nations, Department of Economic and Social Affairs, Population Division (2019). World Population Prospects 2019. (Sótt 16.6.2020)
  • Peter Östman ofl. 2000. Landafræði, maðurinn, auðlindirnar, umhverfið. Reykjavík, Mál og menning
  • Jerome Fellmann ofl. 1990. Human Geography – landscape of human activity. Dubuque, IA, Wm. C. Brown


Þetta svar var fyrst birt árið 2003 en uppfært árið 2020....