Sólin Sólin Rís 04:44 • sest 22:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:45 • Sest 18:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:01 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:22 • Síðdegis: 22:45 í Reykjavík

Hvað gerði Ian Fleming fyrir utan að skrifa James Bond bækurnar?

Ívar Daði Þorvaldsson og Unnar Árnason

Ian Fleming lifði um margt atburðaríka ævi og nýtti sér persónur og atburði úr eigin lífi í James Bond-bækurnar. Hann hét fullu nafni Ian Lancaster Fleming, fæddur 28. maí 1908 í London. Faðir hans var Valentine Fleming, majór og þingmaður Íhaldsflokksins sem lét lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Móðir hans hét Evelyn St. Croix Fleming og lifði hún næstum son sinn. Ian Fleming lést 12. ágúst 1964.

Fleming gekk í Etonskóla í Englandi og lærði einnig í Þýskalandi og Sviss. Móðir hans vildi að hann færi í herskóla en Fleming virti það að vettugi og hóf störf sem blaðamaður í Moskvu árið 1929, þar sem hann starfaði til ársins 1933. Árin 1935-1939 vann hann í banka og sem verðbréfasali. Þegar seinni heimsstyrjöldin skall á, gekk Fleming til liðs við bresku leyniþjónustuna og varð háttsettur þar. Þar hlaut hann reynslu sem skilaði sér í skrifunum um njósnarann James Bond, þótt Fleming hafi sjálfur setið bak við skrifborð allt stríðið og aldrei þurft að hætta sér inn fyrir víglínu óvinarins. Eftir heimsstyrjöldina sneri Fleming sér aftur að blaðamennsku og varð yfirmaður erlendra frétta hjá blaðinu Sunday Times í London.

Fyrsta Bond-bókin kom út árið 1953, Casino Royale. James Bond varð strax vinsæl söguhetja og 13 aðrar skáldsögur og sagnasöfn um persónuna fylgdu í kjölfarið. Þær heita á ensku:

  • Doctor No
  • Diamonds Are Forever
  • From Russia With Love
  • Goldfinger
  • Live And Let Die
  • The Man With The Golden Gun
  • On Her Majesty´s Secret Service
  • The Spy Who Loved Me
  • Thunderball
  • You Only Live Twice
  • Moonraker
  • For Your Eyes Only
  • Octopussy

Að auki skrifaði Fleming barnabókina Chitty Chitty Bang Bang sem kom út 1964 og fræg kvikmynd var gerð eftir árið 1968, ferðabókina Thrilling Cities (1963) og spennusöguna The Diamond Smugglers (1965).

Margt í fari Flemings sjálfs má finna hjá sögupersónu hans, James Bond. Fleming var ævintýragjarn, stundaði meðal annars hákarlaveiðar og fjársjóðsleit. Hann reyndi fyrir sér í fjárhættuspili en náði þó ekki árangri í líkingu við James. Fleming þótti mikið kvennagull og viðhorf hans til kvenna endurspeglast í hegðun Bonds. Fleming giftist þó árið 1952, lafði Anne Rothmere, og bjó ásamt henni á Jamaíku þar sem hann skrifaði flestar Bond-bækurnar. Mörg nöfn annarra persóna, og ýmislegt í fari þeirra, eiga ættir sínar að rekja til fólks sem Fleming þekkti.

Líferni Flemings tók sinn toll af heilsu hans og kannski var það viðeigandi að hann lést á golfvelli í Kent. Hann reykti um 70 sígarettur á dag og þótti sopinn góður, vodkamartíni var hans uppáhaldsdrykkur, ekki er þó vitað hvort hann var hristur eða hrærður!

Heimildir og myndir:


Þetta svar var á sínum tíma eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið var í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

21.3.2003

Spyrjandi

Páll Þór Sigurjónsson, f. 1986

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson og Unnar Árnason. „Hvað gerði Ian Fleming fyrir utan að skrifa James Bond bækurnar?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2003. Sótt 5. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3268.

Ívar Daði Þorvaldsson og Unnar Árnason. (2003, 21. mars). Hvað gerði Ian Fleming fyrir utan að skrifa James Bond bækurnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3268

Ívar Daði Þorvaldsson og Unnar Árnason. „Hvað gerði Ian Fleming fyrir utan að skrifa James Bond bækurnar?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2003. Vefsíða. 5. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3268>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerði Ian Fleming fyrir utan að skrifa James Bond bækurnar?
Ian Fleming lifði um margt atburðaríka ævi og nýtti sér persónur og atburði úr eigin lífi í James Bond-bækurnar. Hann hét fullu nafni Ian Lancaster Fleming, fæddur 28. maí 1908 í London. Faðir hans var Valentine Fleming, majór og þingmaður Íhaldsflokksins sem lét lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Móðir hans hét Evelyn St. Croix Fleming og lifði hún næstum son sinn. Ian Fleming lést 12. ágúst 1964.

Fleming gekk í Etonskóla í Englandi og lærði einnig í Þýskalandi og Sviss. Móðir hans vildi að hann færi í herskóla en Fleming virti það að vettugi og hóf störf sem blaðamaður í Moskvu árið 1929, þar sem hann starfaði til ársins 1933. Árin 1935-1939 vann hann í banka og sem verðbréfasali. Þegar seinni heimsstyrjöldin skall á, gekk Fleming til liðs við bresku leyniþjónustuna og varð háttsettur þar. Þar hlaut hann reynslu sem skilaði sér í skrifunum um njósnarann James Bond, þótt Fleming hafi sjálfur setið bak við skrifborð allt stríðið og aldrei þurft að hætta sér inn fyrir víglínu óvinarins. Eftir heimsstyrjöldina sneri Fleming sér aftur að blaðamennsku og varð yfirmaður erlendra frétta hjá blaðinu Sunday Times í London.

Fyrsta Bond-bókin kom út árið 1953, Casino Royale. James Bond varð strax vinsæl söguhetja og 13 aðrar skáldsögur og sagnasöfn um persónuna fylgdu í kjölfarið. Þær heita á ensku:

  • Doctor No
  • Diamonds Are Forever
  • From Russia With Love
  • Goldfinger
  • Live And Let Die
  • The Man With The Golden Gun
  • On Her Majesty´s Secret Service
  • The Spy Who Loved Me
  • Thunderball
  • You Only Live Twice
  • Moonraker
  • For Your Eyes Only
  • Octopussy

Að auki skrifaði Fleming barnabókina Chitty Chitty Bang Bang sem kom út 1964 og fræg kvikmynd var gerð eftir árið 1968, ferðabókina Thrilling Cities (1963) og spennusöguna The Diamond Smugglers (1965).

Margt í fari Flemings sjálfs má finna hjá sögupersónu hans, James Bond. Fleming var ævintýragjarn, stundaði meðal annars hákarlaveiðar og fjársjóðsleit. Hann reyndi fyrir sér í fjárhættuspili en náði þó ekki árangri í líkingu við James. Fleming þótti mikið kvennagull og viðhorf hans til kvenna endurspeglast í hegðun Bonds. Fleming giftist þó árið 1952, lafði Anne Rothmere, og bjó ásamt henni á Jamaíku þar sem hann skrifaði flestar Bond-bækurnar. Mörg nöfn annarra persóna, og ýmislegt í fari þeirra, eiga ættir sínar að rekja til fólks sem Fleming þekkti.

Líferni Flemings tók sinn toll af heilsu hans og kannski var það viðeigandi að hann lést á golfvelli í Kent. Hann reykti um 70 sígarettur á dag og þótti sopinn góður, vodkamartíni var hans uppáhaldsdrykkur, ekki er þó vitað hvort hann var hristur eða hrærður!

Heimildir og myndir:


Þetta svar var á sínum tíma eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið var í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....