Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Er einhver með heimsmet í að lesa?

Anna Þyrí Hálfdánardóttir

Sett hafa verið nokkur heimsmet í lestri. Í bænum Tifton í Tift-sýslu í Bandaríkjunum voru til dæmis sett tvö met þann 15. nóvember árið 2000. Þar komu saman 7.500 manns og lásu fyrst í hljóði bók að eigin vali í eina mínútu. Seinna metið fólst í því að sami fjöldi las upphátt kafla úr bókinni Kötturinn með höttinn (e. The Cat in the Hat) eftir Dr. Seuss. Bæjarstjórinn hóf lesturinn sem stóð í eina mínútu.

Annað met var sett þann 24. og 25. september sama ár. Þá lásu 6 manns upphátt stöðugt í 30 tíma í bænum Mikkeli í Finnlandi. Nefna má hér nokkur met tengd bókum sem finna má á vef Heimsmetabókar Guinness. Þann 9. desember 1997 í Sheffield á Englandi setti John Evans met með því að bera uppi 62 bækur (62 eintök af sömu bókinni) með höfðinu, þær vógu alls um 100 kg. Bandaríkjamaðurinn Edward J. Charon hélt upp á 67 ára afmæli sitt með því að rífa í sundur 19 símaskrár, sem allar voru 1.110 blaðsíður, á 3 mínútum sem er met í einstaklingsbundinni eyðileggingu bóka.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Valhúsaskóla

Útgáfudagur

1.4.2003

Spyrjandi

Jovan Rey Calderon, f. 1989

Tilvísun

Anna Þyrí Hálfdánardóttir. „Er einhver með heimsmet í að lesa?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2003. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3300.

Anna Þyrí Hálfdánardóttir. (2003, 1. apríl). Er einhver með heimsmet í að lesa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3300

Anna Þyrí Hálfdánardóttir. „Er einhver með heimsmet í að lesa?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2003. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3300>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er einhver með heimsmet í að lesa?
Sett hafa verið nokkur heimsmet í lestri. Í bænum Tifton í Tift-sýslu í Bandaríkjunum voru til dæmis sett tvö met þann 15. nóvember árið 2000. Þar komu saman 7.500 manns og lásu fyrst í hljóði bók að eigin vali í eina mínútu. Seinna metið fólst í því að sami fjöldi las upphátt kafla úr bókinni Kötturinn með höttinn (e. The Cat in the Hat) eftir Dr. Seuss. Bæjarstjórinn hóf lesturinn sem stóð í eina mínútu.

Annað met var sett þann 24. og 25. september sama ár. Þá lásu 6 manns upphátt stöðugt í 30 tíma í bænum Mikkeli í Finnlandi. Nefna má hér nokkur met tengd bókum sem finna má á vef Heimsmetabókar Guinness. Þann 9. desember 1997 í Sheffield á Englandi setti John Evans met með því að bera uppi 62 bækur (62 eintök af sömu bókinni) með höfðinu, þær vógu alls um 100 kg. Bandaríkjamaðurinn Edward J. Charon hélt upp á 67 ára afmæli sitt með því að rífa í sundur 19 símaskrár, sem allar voru 1.110 blaðsíður, á 3 mínútum sem er met í einstaklingsbundinni eyðileggingu bóka.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....