Sólin Sólin Rís 04:28 • sest 22:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:43 • Síðdegis: 20:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:36 • Síðdegis: 13:47 í Reykjavík

Hvers vegna þæfa sumir kettir en ekki aðrir?

Jón Már Halldórsson

Það er alþekkt að kettlingar spyrna í júgur móður sinnar þegar þeir sjúga. Þetta gera þeir til að þrýsta mjólkinni út því þeir geta ekki sogið með munninum. Sumir kettir virðast ekki vaxa upp úr þessari hegðun og þeir eiga til að þæfa – spyrna fótum í mann og stinga klónum út.

Höfundur þessa svars hefur lengi deilt húsnæði með köttum en hefur ekki gert vísindalega athugun á tíðni þessa atferlis meðal fullorðinna katta. Aðeins einn köttur af þeim sem höfundur hefur komist í kynni við, hagaði sér á þennan hátt. Þegar umrædd kisa var strokin á bakinu, kom hún sér fyrir á maga þess sem lét vel að henni, steig niður með framfótunum og malaði. Ekki verður því fullyrt hér um tíðni þessa atferlis eða hvort hægt sé að venja ketti af því (ef þess er óskað) – til þess þarf frekari rannsóknir á hegðun katta.

Heimildir og mynd:
  • Fritzsche, Helga. 1985. Bókin um köttinn (í þýðingu Óskars Ingimarssonar). Setberg. Reykjavík
  • Norcastle Bengals

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.5.2003

Spyrjandi

Ellen Jóhannsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna þæfa sumir kettir en ekki aðrir?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2003. Sótt 10. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3410.

Jón Már Halldórsson. (2003, 13. maí). Hvers vegna þæfa sumir kettir en ekki aðrir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3410

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna þæfa sumir kettir en ekki aðrir?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2003. Vefsíða. 10. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3410>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna þæfa sumir kettir en ekki aðrir?
Það er alþekkt að kettlingar spyrna í júgur móður sinnar þegar þeir sjúga. Þetta gera þeir til að þrýsta mjólkinni út því þeir geta ekki sogið með munninum. Sumir kettir virðast ekki vaxa upp úr þessari hegðun og þeir eiga til að þæfa – spyrna fótum í mann og stinga klónum út.

Höfundur þessa svars hefur lengi deilt húsnæði með köttum en hefur ekki gert vísindalega athugun á tíðni þessa atferlis meðal fullorðinna katta. Aðeins einn köttur af þeim sem höfundur hefur komist í kynni við, hagaði sér á þennan hátt. Þegar umrædd kisa var strokin á bakinu, kom hún sér fyrir á maga þess sem lét vel að henni, steig niður með framfótunum og malaði. Ekki verður því fullyrt hér um tíðni þessa atferlis eða hvort hægt sé að venja ketti af því (ef þess er óskað) – til þess þarf frekari rannsóknir á hegðun katta.

Heimildir og mynd:
  • Fritzsche, Helga. 1985. Bókin um köttinn (í þýðingu Óskars Ingimarssonar). Setberg. Reykjavík
  • Norcastle Bengals
...