Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Getur það verið að ummál jeppadekkja breytist þegar þrýstingur í þeim er aukinn?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Spurningin í heild var sem hér segir:
Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor svaraði um daginn spurningu minni um 2 jeppadekk. Samkvæmt svarinu breytist ummál dekkjanna, getur það verið?
Spyrjandi vísar hér í svar við spurningunni Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum? Í svarinu er (vísvitandi!) ekki tekið svo til orða að ummál dekkjanna breytist, heldur er eingöngu talað um vegalengdina sem hjólið færist í einni umferð enda er það hún sem skiptir mestu gagnvart spurningunni sem þarna var til umræðu. Þó er sjálfsagt ekki langsótt að túlka svarið eins og spyrjandi gerir. En lykilatriðið í svarinu er þessi setning:
Vegalengdin sem dekkið fer í einum snúningi ræðst af virkum geisla eða radía dekksins, það er að segja fjarlægðinni frá miðju öxuls eða snúningsáss niður á veginn.
Þegar lítill þrýstingur er í dekkinu er þessi virki geisli lítill eins og flestir vita; dekkið leggst þá saman að hluta og felgan sígur nær veginum. Þegar þrýstingur er aukinn með því að dæla lofti í dekkið vex þessi virki geisli. Ef við pumpum þar til dekkið verður mjög hart snertir það undirlagið nánast aðeins í einum punkti enda er þá komin á það bunga eftir miðjum slitfletinum allan hringinn. Þegar það veltur snertir það aðeins veginn á mjórri ræmu eftir miðjum fletinum.

Dekkjaviðgerðarmenn munu kannast við að dekk sem eru yfirleitt með miklum þrýstingi slitna einmitt mest á svona rönd. Dekk sem eru oftast með litlum þrýstingi slitna hins vegar mest á jöðrum slitflatarins.

Spyrjandi getur sannfært sig um ummálsbreytingu dekks með því að taka það undan bíl, mæla ummálið með hentugu málbandi og dæla síðan lofti í dekkið þar til það er orðið vel hart og fyrrnefnd bunga hefur myndast. Mæling á ummáli sýnir þá greinilega aukningu sem getur numið nokkrum sentímetrum.

Hins vegar er vert að undirstrika enn og aftur að þessi ummálsbreyting á lausu dekki er ekki aðalatriði máls heldur breytingin á geislanum sem áður var nefndur og þar af leiðandi á færslunni sem verður í hverri umferð hjólsins. Þessi geisli er mældur þar sem raunverulegt hjól situr undir raunverulegum bíl og hann ræður raunverulegri færslu. Hins vegar er ástæðulaust að tengja hann við eitthvert tiltekið ummál enda er þetta raunverulega dekk undir bílnum yfirleitt talsvert aflagað eins og við þekkjum.

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

2.9.2003

Spyrjandi

Hreinn Sigurðsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Getur það verið að ummál jeppadekkja breytist þegar þrýstingur í þeim er aukinn? “ Vísindavefurinn, 2. september 2003. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3698.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 2. september). Getur það verið að ummál jeppadekkja breytist þegar þrýstingur í þeim er aukinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3698

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Getur það verið að ummál jeppadekkja breytist þegar þrýstingur í þeim er aukinn? “ Vísindavefurinn. 2. sep. 2003. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3698>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur það verið að ummál jeppadekkja breytist þegar þrýstingur í þeim er aukinn?
Spurningin í heild var sem hér segir:

Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor svaraði um daginn spurningu minni um 2 jeppadekk. Samkvæmt svarinu breytist ummál dekkjanna, getur það verið?
Spyrjandi vísar hér í svar við spurningunni Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum? Í svarinu er (vísvitandi!) ekki tekið svo til orða að ummál dekkjanna breytist, heldur er eingöngu talað um vegalengdina sem hjólið færist í einni umferð enda er það hún sem skiptir mestu gagnvart spurningunni sem þarna var til umræðu. Þó er sjálfsagt ekki langsótt að túlka svarið eins og spyrjandi gerir. En lykilatriðið í svarinu er þessi setning:
Vegalengdin sem dekkið fer í einum snúningi ræðst af virkum geisla eða radía dekksins, það er að segja fjarlægðinni frá miðju öxuls eða snúningsáss niður á veginn.
Þegar lítill þrýstingur er í dekkinu er þessi virki geisli lítill eins og flestir vita; dekkið leggst þá saman að hluta og felgan sígur nær veginum. Þegar þrýstingur er aukinn með því að dæla lofti í dekkið vex þessi virki geisli. Ef við pumpum þar til dekkið verður mjög hart snertir það undirlagið nánast aðeins í einum punkti enda er þá komin á það bunga eftir miðjum slitfletinum allan hringinn. Þegar það veltur snertir það aðeins veginn á mjórri ræmu eftir miðjum fletinum.

Dekkjaviðgerðarmenn munu kannast við að dekk sem eru yfirleitt með miklum þrýstingi slitna einmitt mest á svona rönd. Dekk sem eru oftast með litlum þrýstingi slitna hins vegar mest á jöðrum slitflatarins.

Spyrjandi getur sannfært sig um ummálsbreytingu dekks með því að taka það undan bíl, mæla ummálið með hentugu málbandi og dæla síðan lofti í dekkið þar til það er orðið vel hart og fyrrnefnd bunga hefur myndast. Mæling á ummáli sýnir þá greinilega aukningu sem getur numið nokkrum sentímetrum.

Hins vegar er vert að undirstrika enn og aftur að þessi ummálsbreyting á lausu dekki er ekki aðalatriði máls heldur breytingin á geislanum sem áður var nefndur og þar af leiðandi á færslunni sem verður í hverri umferð hjólsins. Þessi geisli er mældur þar sem raunverulegt hjól situr undir raunverulegum bíl og hann ræður raunverulegri færslu. Hins vegar er ástæðulaust að tengja hann við eitthvert tiltekið ummál enda er þetta raunverulega dekk undir bílnum yfirleitt talsvert aflagað eins og við þekkjum.

Mynd:...