Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna bera Svefneyjar á Breiðafirði þetta nafn?

Svavar Sigmundsson

Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld, sem var Svefneyingur, segir frá því í einu rita sinna að eyjarnar dragi nafn af því að Hallsteinn Þórólfsson á Hallsteinsnesi, sem nefndur er í Landnámabók (Íslensk fornrit I:164), hafi fundið þræla sína yfirbugaða af svefni og drepið þá fyrir sviksemi þeirra (samanber Grímni 2:129). Landnámabók segir frá því að Hallsteinn hafi sent þrælana til saltgerðar í Svefneyjar (samanber Árbók Ferðafélags Íslands 1989, 158-159).


Svefneyjar á Breiðafirði.

Þórhallur Vilmundarson telur hins vegar ekki fjarstætt að hugsa sér að Svefneyjar merki ‘eyjar, þar sem hafaldan sofnar; eyjar, sem svæfa allan sæ’ (Grímnir 2:130; Árbók 1989, 157).

Nokkur Svefn-örnefni koma annars fyrir, Svefnhólmi, Svefnhóll og Svefnholt og gætu verið staðir þar sem engjafólk lagði sig. En það á síður við um Svefnlækjarós í Mýrasýslu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

4.9.2003

Spyrjandi

Héðinn Árnason, f. 1986

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna bera Svefneyjar á Breiðafirði þetta nafn?“ Vísindavefurinn, 4. september 2003. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3709.

Svavar Sigmundsson. (2003, 4. september). Hvers vegna bera Svefneyjar á Breiðafirði þetta nafn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3709

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna bera Svefneyjar á Breiðafirði þetta nafn?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2003. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3709>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna bera Svefneyjar á Breiðafirði þetta nafn?
Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld, sem var Svefneyingur, segir frá því í einu rita sinna að eyjarnar dragi nafn af því að Hallsteinn Þórólfsson á Hallsteinsnesi, sem nefndur er í Landnámabók (Íslensk fornrit I:164), hafi fundið þræla sína yfirbugaða af svefni og drepið þá fyrir sviksemi þeirra (samanber Grímni 2:129). Landnámabók segir frá því að Hallsteinn hafi sent þrælana til saltgerðar í Svefneyjar (samanber Árbók Ferðafélags Íslands 1989, 158-159).


Svefneyjar á Breiðafirði.

Þórhallur Vilmundarson telur hins vegar ekki fjarstætt að hugsa sér að Svefneyjar merki ‘eyjar, þar sem hafaldan sofnar; eyjar, sem svæfa allan sæ’ (Grímnir 2:130; Árbók 1989, 157).

Nokkur Svefn-örnefni koma annars fyrir, Svefnhólmi, Svefnhóll og Svefnholt og gætu verið staðir þar sem engjafólk lagði sig. En það á síður við um Svefnlækjarós í Mýrasýslu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...