Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?

Guðrún Kvaran

Ýmislegt má tína til þegar spurt er um algengar villur en sumar virðast þó algengari en aðrar. Sennilega er ein hin algengasta að nota myndina vill af sögninni að vilja í fyrstu persónu eintölu, ég vill í stað ég vil. Þar er um að ræða áhrif frá þriðju persónu hann/hún vill.

Algengt er að benda á sagnirnar langa og hlakka. Margir nota þágufall með sögninni langa í stað þolfalls, það er segja mér/þér/honum/henni langar í stað mig/þig/hann/hana langar. Svipuðu máli gegnir með sögnina hlakka. Í stað þess að nota hana með nefnifalli, það er ég/þú/hann/hún hlakkar, er hún notuð ýmist með þolfalli, mig/þig/hann/hana hlakkar eða oftar með þágufalli, mér/þér/henni/honum hlakkar.

Oft ber á því að kvenkynsorð, sem enda á viðskeytinu -ing, fái endinguna -u í eignarfalli eintölu í stað -ar, fyrir áhrif frá þolfalli og þágufalli. Til dæmis er þá sagt: „vegna sívaxandi gjaldþrota og aukningu skulda ...“ í stað ... aukningar ... Þessi nýja ending virðist sækja talsvert á.

Algengt er orðið að sleppa því að beygja mannanöfn sem að sjálfsögðu eiga að beygjast eins og önnur nafnorð. Algengast er að sleppa beygingu í tvínefnum, en ekki á sama hátt í karlmanns- og kvemannsnöfnum. Ef maður heitir Einar Gunnar eða Björn Þór ætti eignarfallið að vera Einars Gunnars og Björns Þórs, það er báðir liðir eru beygðir.

Mjög oft er því sleppt að beygja fyrra nafnið og aðeins sagt Einar Gunnars eða Björn Þórs. Þessu er öfugt farið í kvenmannsnöfnum. Þar er það síðara nafnið sem margir láta óbeygt og segja til dæmis „ég ætla til Unnar Sif“ eða „ég ætla til Elvar Ósk“ í stað Unnar Sifjar og Elvar Óskar. Eins er orðið talsvert algengt að heyra einkvæð kvenmannsnöfn notuð án eignarfallsendingar þegar þau eru einnefni, til dæmis til Sif, Þöll, Dögg, Dís í stað til Sifjar, Þallar, Daggar, Dísar.

Þá má nefna beygingu frændsemisorðanna bróðir, systir, dóttir, móðir. Þau eiga að enda á -ur í öllum aukaföllum eintölu en alloft er notuð ending nefnifallsins í staðinn, til dæmis „í bók Guðrúnar Helgadóttir“ í stað ... Helgadóttur, „ég fékk þetta hjá móðir/systir minni“ í stað ... móður/systur..., „þetta er frá bróðir mínum“ í stað ... bróður ... Venjulega er farið rétt með fimmta frændsemisorðið faðir, líklegast vegna þess að hljóðvarp kemur fram í aukaföllum.

Ef nefna skal dæmi um setningargerð má segja að hin svokallaða „nýja þolmynd“ sé mjög að ryðja sér til rúms. Þá er til dæmis sagt: það var barið þig, það var bannað mér, það var ekki leyft okkur í stað þú varst barinn, mér var bannað, okkur var ekki leyft.

Annað dæmi væri notkun samtengingarinnar ef í stað hvort í setningum eins og „ég ætla að athuga ef hann sé heima“ í stað ... hvort ... Einnig er afar oft farið að nota viðtengingarháttinn þar sem búast ætti við framsöguhættinum er í setningu eins og: Ef hún sé heima ætla ég að fá hana í bíó, í stað ... ef hún er ...

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.10.2003

Spyrjandi

Bjarni Sigurbjörnsson, f. 1989

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?“ Vísindavefurinn, 3. október 2003. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3776.

Guðrún Kvaran. (2003, 3. október). Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3776

Guðrún Kvaran. „Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2003. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3776>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?
Ýmislegt má tína til þegar spurt er um algengar villur en sumar virðast þó algengari en aðrar. Sennilega er ein hin algengasta að nota myndina vill af sögninni að vilja í fyrstu persónu eintölu, ég vill í stað ég vil. Þar er um að ræða áhrif frá þriðju persónu hann/hún vill.

Algengt er að benda á sagnirnar langa og hlakka. Margir nota þágufall með sögninni langa í stað þolfalls, það er segja mér/þér/honum/henni langar í stað mig/þig/hann/hana langar. Svipuðu máli gegnir með sögnina hlakka. Í stað þess að nota hana með nefnifalli, það er ég/þú/hann/hún hlakkar, er hún notuð ýmist með þolfalli, mig/þig/hann/hana hlakkar eða oftar með þágufalli, mér/þér/henni/honum hlakkar.

Oft ber á því að kvenkynsorð, sem enda á viðskeytinu -ing, fái endinguna -u í eignarfalli eintölu í stað -ar, fyrir áhrif frá þolfalli og þágufalli. Til dæmis er þá sagt: „vegna sívaxandi gjaldþrota og aukningu skulda ...“ í stað ... aukningar ... Þessi nýja ending virðist sækja talsvert á.

Algengt er orðið að sleppa því að beygja mannanöfn sem að sjálfsögðu eiga að beygjast eins og önnur nafnorð. Algengast er að sleppa beygingu í tvínefnum, en ekki á sama hátt í karlmanns- og kvemannsnöfnum. Ef maður heitir Einar Gunnar eða Björn Þór ætti eignarfallið að vera Einars Gunnars og Björns Þórs, það er báðir liðir eru beygðir.

Mjög oft er því sleppt að beygja fyrra nafnið og aðeins sagt Einar Gunnars eða Björn Þórs. Þessu er öfugt farið í kvenmannsnöfnum. Þar er það síðara nafnið sem margir láta óbeygt og segja til dæmis „ég ætla til Unnar Sif“ eða „ég ætla til Elvar Ósk“ í stað Unnar Sifjar og Elvar Óskar. Eins er orðið talsvert algengt að heyra einkvæð kvenmannsnöfn notuð án eignarfallsendingar þegar þau eru einnefni, til dæmis til Sif, Þöll, Dögg, Dís í stað til Sifjar, Þallar, Daggar, Dísar.

Þá má nefna beygingu frændsemisorðanna bróðir, systir, dóttir, móðir. Þau eiga að enda á -ur í öllum aukaföllum eintölu en alloft er notuð ending nefnifallsins í staðinn, til dæmis „í bók Guðrúnar Helgadóttir“ í stað ... Helgadóttur, „ég fékk þetta hjá móðir/systir minni“ í stað ... móður/systur..., „þetta er frá bróðir mínum“ í stað ... bróður ... Venjulega er farið rétt með fimmta frændsemisorðið faðir, líklegast vegna þess að hljóðvarp kemur fram í aukaföllum.

Ef nefna skal dæmi um setningargerð má segja að hin svokallaða „nýja þolmynd“ sé mjög að ryðja sér til rúms. Þá er til dæmis sagt: það var barið þig, það var bannað mér, það var ekki leyft okkur í stað þú varst barinn, mér var bannað, okkur var ekki leyft.

Annað dæmi væri notkun samtengingarinnar ef í stað hvort í setningum eins og „ég ætla að athuga ef hann sé heima“ í stað ... hvort ... Einnig er afar oft farið að nota viðtengingarháttinn þar sem búast ætti við framsöguhættinum er í setningu eins og: Ef hún sé heima ætla ég að fá hana í bíó, í stað ... ef hún er ......