Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Eru eða hafa einhvern tímann verið til svartir ísbirnir?

Jón Már Halldórsson

Einu svörtu ísbirnirnir (Ursus maritimus) sem höfundi er kunnugt um, voru á viðvörunarskiltum á Svalbarða. Samkvæmt nýjustu fréttum eru þeir ísbirnir meira að segja orðnir hvítir!

Eftir rannsóknum að dæma greindust ísbirnir frá brúnbjörnum (skógarbjörnum, Ursus arctos) fyrir rúmlega 100 þúsund árum á ísöld (pleistósenjarðsöguskeiðinu, e. Pleistocene, 11.000 - 1,8 milljón ár). Sennilega hafa nyrstu brúnbirnirnir aðlagast breytingum á umhverfi sínu, vaxandi útbreiðslu jökul- og hafíss, með þeim afleiðingum að eftir rúmlega þúsund aldir, hefur náttúruval gert þeim kleift að lifa góðu lífi í snæheimi norðursins.



Hvítur litur ísbjarna (Ursus maritimus) þjónar hlutverki felubúnings.

Mest áberandi munurinn á tegundunum tveimur er hvítur litur ísbjarnarins. Auk þess eru ísbirnir straumlínulagaðri og því betur fallnir til sunds, og tennur þeirra eru meira í ætt við tennur hreinræktaðra kjötæta ólíkt tanngerð alæta sem brúnbirnir teljast til. Brúnbirnir borða til dæmis mikið af berjum og öðru úr jurtaríkinu.

Af ofangreindu sést að ísbjörninn er tiltölulega ung dýrategund og til marks um það er munur á erfðaefni hans og brúnbjarnarins lítill. Þessar tegundir geta átt afkvæmi saman og það sem merkilegra er, mörg afkvæmanna eru frjó. Þetta hefur vitanlega aðeins gerst í dýragörðum.

Samkvæmt þessari lífssögu tegundarinnar, þar sem kraftmikið náttúrulegt val hefur gert ísbjörninn að því sem hann er í dag, er nánast útilokað að nokkur ísbjörn hafi nokkurn tímann verið svartur á lit. Hvítur feldur þeirra þjónar mikilvægu hlutverki sem felubúningur á ísbreiðunum.

Ekki er hægt að útiloka að stökkbreyttir, svartir einstaklingar hafi komið fram. Slíkar stökkbreytingar eru hinsvegar augljóslega ekki vænlegar til árangurs fyrir dýrategund í snjóhvítu umhverfi og því myndu þær nær örugglega ekki erfast til næstu kynslóðar.



Meira má lesa um ísbirni og brúnbirni á Vísindavefnum í svari eftir sama höfund við spurningunni: Ísbirnir eru af bjarnarætt en hver er ættkvísl þeirra?



Mynd: Wenfoto

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.10.2003

Spyrjandi

Sigrún Vala Þorgrímsdóttir, f. 1984

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru eða hafa einhvern tímann verið til svartir ísbirnir?“ Vísindavefurinn, 20. október 2003. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3809.

Jón Már Halldórsson. (2003, 20. október). Eru eða hafa einhvern tímann verið til svartir ísbirnir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3809

Jón Már Halldórsson. „Eru eða hafa einhvern tímann verið til svartir ísbirnir?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2003. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3809>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru eða hafa einhvern tímann verið til svartir ísbirnir?
Einu svörtu ísbirnirnir (Ursus maritimus) sem höfundi er kunnugt um, voru á viðvörunarskiltum á Svalbarða. Samkvæmt nýjustu fréttum eru þeir ísbirnir meira að segja orðnir hvítir!

Eftir rannsóknum að dæma greindust ísbirnir frá brúnbjörnum (skógarbjörnum, Ursus arctos) fyrir rúmlega 100 þúsund árum á ísöld (pleistósenjarðsöguskeiðinu, e. Pleistocene, 11.000 - 1,8 milljón ár). Sennilega hafa nyrstu brúnbirnirnir aðlagast breytingum á umhverfi sínu, vaxandi útbreiðslu jökul- og hafíss, með þeim afleiðingum að eftir rúmlega þúsund aldir, hefur náttúruval gert þeim kleift að lifa góðu lífi í snæheimi norðursins.



Hvítur litur ísbjarna (Ursus maritimus) þjónar hlutverki felubúnings.

Mest áberandi munurinn á tegundunum tveimur er hvítur litur ísbjarnarins. Auk þess eru ísbirnir straumlínulagaðri og því betur fallnir til sunds, og tennur þeirra eru meira í ætt við tennur hreinræktaðra kjötæta ólíkt tanngerð alæta sem brúnbirnir teljast til. Brúnbirnir borða til dæmis mikið af berjum og öðru úr jurtaríkinu.

Af ofangreindu sést að ísbjörninn er tiltölulega ung dýrategund og til marks um það er munur á erfðaefni hans og brúnbjarnarins lítill. Þessar tegundir geta átt afkvæmi saman og það sem merkilegra er, mörg afkvæmanna eru frjó. Þetta hefur vitanlega aðeins gerst í dýragörðum.

Samkvæmt þessari lífssögu tegundarinnar, þar sem kraftmikið náttúrulegt val hefur gert ísbjörninn að því sem hann er í dag, er nánast útilokað að nokkur ísbjörn hafi nokkurn tímann verið svartur á lit. Hvítur feldur þeirra þjónar mikilvægu hlutverki sem felubúningur á ísbreiðunum.

Ekki er hægt að útiloka að stökkbreyttir, svartir einstaklingar hafi komið fram. Slíkar stökkbreytingar eru hinsvegar augljóslega ekki vænlegar til árangurs fyrir dýrategund í snjóhvítu umhverfi og því myndu þær nær örugglega ekki erfast til næstu kynslóðar.



Meira má lesa um ísbirni og brúnbirni á Vísindavefnum í svari eftir sama höfund við spurningunni: Ísbirnir eru af bjarnarætt en hver er ættkvísl þeirra?



Mynd: Wenfoto...