Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hvað er DAFO-greining?

Gylfi Magnússon

Hér er nokkur vandi á höndum því að skammstöfunin DAFO er notuð yfir nokkur fyrirbrigði og ekki augljóst til hvers verið er að vísa með þessari spurningu. Hér verður þó gerð grein fyrir notkun hugtaksins DAFO-greiningar innan viðskiptafræði.

Á spænsku stendur skammstöfunin DAFO fyrir „debilidades, amenazas, fortalezas y oportunidades“ sem er kallað á ensku „strengths, weaknesses, opportunities and threats“ (SWOT) og á íslensku „styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri“ (svót). Spænska skammstöfunin er ekki notuð á íslensku.

Svót-greining er afar einfalt tæki sem oft er beitt á fyrirtæki. Greiningin felst í því að kortleggja hverjir eru helstu styrkleikar fyrirtækisins, hverjir veikleikarnir, hvaða ógnanir steðja að því og hvaða sóknarfæri það hefur. Í sinni einföldustu mynd felst greiningin í því að búa til lista með þessum fjórum þáttum fyrir tiltekið fyrirtæki. Hægt er að beita svót-greiningu á fleira en fyrirtæki, til dæmis landsvæði, tungumál, stýrikerfi tölva og svo mætti lengi telja.

Sama skammstöfun, DAFO, er líka notuð fyrir ýmis önnur fyrirbrigði á ensku og sjálfsagt enn fleiri á öðrum tungumálum, svo sem „district agriculture forestry office“, „dynamic ankle-foot orthoses“ og „dried agarose film overlay“ en hér verður ekkert fjallað um þau fyrirbrigði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.10.2003

Spyrjandi

Erica H. Lind

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er DAFO-greining?“ Vísindavefurinn, 27. október 2003. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3820.

Gylfi Magnússon. (2003, 27. október). Hvað er DAFO-greining? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3820

Gylfi Magnússon. „Hvað er DAFO-greining?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2003. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3820>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er DAFO-greining?
Hér er nokkur vandi á höndum því að skammstöfunin DAFO er notuð yfir nokkur fyrirbrigði og ekki augljóst til hvers verið er að vísa með þessari spurningu. Hér verður þó gerð grein fyrir notkun hugtaksins DAFO-greiningar innan viðskiptafræði.

Á spænsku stendur skammstöfunin DAFO fyrir „debilidades, amenazas, fortalezas y oportunidades“ sem er kallað á ensku „strengths, weaknesses, opportunities and threats“ (SWOT) og á íslensku „styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri“ (svót). Spænska skammstöfunin er ekki notuð á íslensku.

Svót-greining er afar einfalt tæki sem oft er beitt á fyrirtæki. Greiningin felst í því að kortleggja hverjir eru helstu styrkleikar fyrirtækisins, hverjir veikleikarnir, hvaða ógnanir steðja að því og hvaða sóknarfæri það hefur. Í sinni einföldustu mynd felst greiningin í því að búa til lista með þessum fjórum þáttum fyrir tiltekið fyrirtæki. Hægt er að beita svót-greiningu á fleira en fyrirtæki, til dæmis landsvæði, tungumál, stýrikerfi tölva og svo mætti lengi telja.

Sama skammstöfun, DAFO, er líka notuð fyrir ýmis önnur fyrirbrigði á ensku og sjálfsagt enn fleiri á öðrum tungumálum, svo sem „district agriculture forestry office“, „dynamic ankle-foot orthoses“ og „dried agarose film overlay“ en hér verður ekkert fjallað um þau fyrirbrigði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum: