Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hver er munurinn á EXW (ex works) og FOB (free on board) flutningsskilmálum?

Gylfi Magnússon

Ef vara er seld með flutningsskilmálunum EXW (ex works) þá ber kaupandi allan kostnað af því að ná í hana á athafnasvæði seljanda, hvort sem það er í verksmiðju hans eða vöruhús. Seljandi þarf einungis að sjá til þess að kaupandinn geti náð í vöruna á tilskilin stað og svo vitaskuld að varan sé eins og um var samið. Ex er hér notað í merkingunni frá og works í merkingunni athafnasvæði, varan er sem sé seld frá athafnasvæði seljanda.

Þessir flutningsskilmálar setja því eins litlar skyldur á herðar seljanda og unnt er. Þótt strangt til tekið eigi kaupandi að bera kostnað af því að koma vörunni um borð í vörubíl (eða lest eða á hestbak og svo framvegis) þegar selt er með þessum skilmálum þá er algengt að seljandi sjái um hleðsluna á sinn kostnað og kaupandi taki við vörunni þegar því er lokið.

Sé vara hins vegar seld með flutningsskilmálunum FOB (free on board) þá ber seljandi kostnað af því að koma henni til hafnar og um borð í flutningaskip. Þar tekur kaupandi við henni og greiðir meðal annars fyrir að flytja hana með skipinu og raunar allan kostnað sem fellur til eftir að varan er komin um borð í skip.

Einnig er algengt að vara sé seld CIF (cost, insurance, freight). Þá ber seljandi kostnað af því að koma vörunni til tiltekinnar hafnar og að tryggja hana á leiðinni en kaupandi tekur þar við vörunni og greiðir meðal annars innflutningsgjöld ef einhver eru.

Þessi hugtök voru upphaflega þróuð í sjóflutningum en nú er einnig orðið algengt að nota þau á hliðstæðan hátt fyrir vörur sem fluttar eru með flugi eða á landi. Einnig eru til ýmsir fleiri algengir og staðlaðir flutningsskilmálar. Nánari lýsingu má meðal annars sjá á heimasíðu Eimskipafélagsins, þar sem fjallað er um leiðbeiningar við val alþjóðlegra viðskiptaskilmála ICC.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

10.11.2003

Spyrjandi

Sigþór Þórarinsson
Guðrún Hildur Gunnarsdóttir, f. 1988
Andrea Stefánsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er munurinn á EXW (ex works) og FOB (free on board) flutningsskilmálum? “ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2003. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3849.

Gylfi Magnússon. (2003, 10. nóvember). Hver er munurinn á EXW (ex works) og FOB (free on board) flutningsskilmálum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3849

Gylfi Magnússon. „Hver er munurinn á EXW (ex works) og FOB (free on board) flutningsskilmálum? “ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2003. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3849>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á EXW (ex works) og FOB (free on board) flutningsskilmálum?
Ef vara er seld með flutningsskilmálunum EXW (ex works) þá ber kaupandi allan kostnað af því að ná í hana á athafnasvæði seljanda, hvort sem það er í verksmiðju hans eða vöruhús. Seljandi þarf einungis að sjá til þess að kaupandinn geti náð í vöruna á tilskilin stað og svo vitaskuld að varan sé eins og um var samið. Ex er hér notað í merkingunni frá og works í merkingunni athafnasvæði, varan er sem sé seld frá athafnasvæði seljanda.

Þessir flutningsskilmálar setja því eins litlar skyldur á herðar seljanda og unnt er. Þótt strangt til tekið eigi kaupandi að bera kostnað af því að koma vörunni um borð í vörubíl (eða lest eða á hestbak og svo framvegis) þegar selt er með þessum skilmálum þá er algengt að seljandi sjái um hleðsluna á sinn kostnað og kaupandi taki við vörunni þegar því er lokið.

Sé vara hins vegar seld með flutningsskilmálunum FOB (free on board) þá ber seljandi kostnað af því að koma henni til hafnar og um borð í flutningaskip. Þar tekur kaupandi við henni og greiðir meðal annars fyrir að flytja hana með skipinu og raunar allan kostnað sem fellur til eftir að varan er komin um borð í skip.

Einnig er algengt að vara sé seld CIF (cost, insurance, freight). Þá ber seljandi kostnað af því að koma vörunni til tiltekinnar hafnar og að tryggja hana á leiðinni en kaupandi tekur þar við vörunni og greiðir meðal annars innflutningsgjöld ef einhver eru.

Þessi hugtök voru upphaflega þróuð í sjóflutningum en nú er einnig orðið algengt að nota þau á hliðstæðan hátt fyrir vörur sem fluttar eru með flugi eða á landi. Einnig eru til ýmsir fleiri algengir og staðlaðir flutningsskilmálar. Nánari lýsingu má meðal annars sjá á heimasíðu Eimskipafélagsins, þar sem fjallað er um leiðbeiningar við val alþjóðlegra viðskiptaskilmála ICC.

Mynd:...