Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Úr hverju er blý?

JGÞ

Blý er eitt frumefnanna en svo nefnast þau efni sem öll önnur efni eru samsett úr. Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 talsins.

Grunneining frumefna nefnist atóm sem merkir ódeilanlegt en eitt sinn töldu menn að atómið, á íslensku frumeind, væri smæsta byggingareining efnis. Öllum frumefnum er raðað í svonefnt lotukerfi og þar hefur blý (Pb) sætistöluna 82.

Nú vita menn að frumeindirnar eru samsettar úr enn minni eindum sem nefnast róteindir, nifteindir og rafeindir. Byggingareindir róteinda og nifteinda nefnast svo kvarkar en hægt er að lesa um þá í svari við spurningunni Hvað eru kvarkar?

Íslenska fleirtöluorðið kvarkar er hljóðlíking enska orðsins 'quarks' en eðlisfræðingurinn sem stakk upp á nafninu sótti það í skáldsögu James Joyce, Finnegans Wake. Þar er að finna ljóð ort til kokkálaða konungsins í ævintýrinu um Tristan og Ísoldu og í ljóðinu standa meðal annars þessar línur: “Three quarks for Muster Mark! / Sure he hasn't got much of a bark."

Heimild: Bartleby.com

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.3.2004

Spyrjandi

Lilja María Einarsdóttir, f. 1994

Tilvísun

JGÞ. „Úr hverju er blý?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2004. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4073.

JGÞ. (2004, 17. mars). Úr hverju er blý? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4073

JGÞ. „Úr hverju er blý?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2004. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4073>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Úr hverju er blý?
Blý er eitt frumefnanna en svo nefnast þau efni sem öll önnur efni eru samsett úr. Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 talsins.

Grunneining frumefna nefnist atóm sem merkir ódeilanlegt en eitt sinn töldu menn að atómið, á íslensku frumeind, væri smæsta byggingareining efnis. Öllum frumefnum er raðað í svonefnt lotukerfi og þar hefur blý (Pb) sætistöluna 82.

Nú vita menn að frumeindirnar eru samsettar úr enn minni eindum sem nefnast róteindir, nifteindir og rafeindir. Byggingareindir róteinda og nifteinda nefnast svo kvarkar en hægt er að lesa um þá í svari við spurningunni Hvað eru kvarkar?

Íslenska fleirtöluorðið kvarkar er hljóðlíking enska orðsins 'quarks' en eðlisfræðingurinn sem stakk upp á nafninu sótti það í skáldsögu James Joyce, Finnegans Wake. Þar er að finna ljóð ort til kokkálaða konungsins í ævintýrinu um Tristan og Ísoldu og í ljóðinu standa meðal annars þessar línur: “Three quarks for Muster Mark! / Sure he hasn't got much of a bark."

Heimild: Bartleby.com...