Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Getið þið sagt mér hvar ég finn nákvæmar og góðar heimildir um upphaf kvikmyndalistarinnar?

JGÞ

Nokkrar ágætar bækur eru til um sögu kvikmyndalistarinnar. Hér bendum við á tvær þeirra en önnur er nýútkomin í íslenskri þýðingu. Hægt er að nálgast ritin annað hvort á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, á öðrum bókasöfnum eða í bókabúðum:
  • Parkinson, David, Saga kvikmyndalistarinnar (þýð. Vera Júlíusdóttir), Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 2003.
  • Cook, David A., A History of Narrative Film, W. W. Norton & Company, New York, 1996.
Á vefsíðu Berkeley-háskóla er að finna tilvísanaskrá sem gagnast þeim sem vinna að rannsóknum á myndbanda- og kvikmyndalist. Ritalistinn þar miðast að vísu við háskólabókasöfnin í Berkeley en sumar bækurnar ættu að vera til á bókasöfnum hér eða þá að hægt er að panta þær með millisafnalánum.

Berkeley-háskóli er einnig með tenglasafn um sögu kvikmyndalistarinnar og annað sambærilegt tenglasafn á Veraldarvefnum heitir History of Film Theme Page.

Mynd Lumière-bræðranna Auguste og Louis La Sortie des ouvriers de l'usine Lumière eða Verkamenn yfirgefa Lumière-verksmiðjuna er stundum talin vera fyrsta kvikmyndin. Hægt er að sjá miðbik þessarar stuttu myndar undir þessum tengli hér en þar sjást konur, menn og hestur yfirgefa Lumière-verksmiðjuna. Upphaf myndarinnar er þannig að dyrnar eru lokaðar og myndin endar á því að þeim er aftur lokað.

Heimildir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.3.2004

Spyrjandi

Arnar Snær Pétursson

Tilvísun

JGÞ. „Getið þið sagt mér hvar ég finn nákvæmar og góðar heimildir um upphaf kvikmyndalistarinnar? “ Vísindavefurinn, 18. mars 2004. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4076.

JGÞ. (2004, 18. mars). Getið þið sagt mér hvar ég finn nákvæmar og góðar heimildir um upphaf kvikmyndalistarinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4076

JGÞ. „Getið þið sagt mér hvar ég finn nákvæmar og góðar heimildir um upphaf kvikmyndalistarinnar? “ Vísindavefurinn. 18. mar. 2004. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4076>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér hvar ég finn nákvæmar og góðar heimildir um upphaf kvikmyndalistarinnar?
Nokkrar ágætar bækur eru til um sögu kvikmyndalistarinnar. Hér bendum við á tvær þeirra en önnur er nýútkomin í íslenskri þýðingu. Hægt er að nálgast ritin annað hvort á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, á öðrum bókasöfnum eða í bókabúðum:

  • Parkinson, David, Saga kvikmyndalistarinnar (þýð. Vera Júlíusdóttir), Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 2003.
  • Cook, David A., A History of Narrative Film, W. W. Norton & Company, New York, 1996.
Á vefsíðu Berkeley-háskóla er að finna tilvísanaskrá sem gagnast þeim sem vinna að rannsóknum á myndbanda- og kvikmyndalist. Ritalistinn þar miðast að vísu við háskólabókasöfnin í Berkeley en sumar bækurnar ættu að vera til á bókasöfnum hér eða þá að hægt er að panta þær með millisafnalánum.

Berkeley-háskóli er einnig með tenglasafn um sögu kvikmyndalistarinnar og annað sambærilegt tenglasafn á Veraldarvefnum heitir History of Film Theme Page.

Mynd Lumière-bræðranna Auguste og Louis La Sortie des ouvriers de l'usine Lumière eða Verkamenn yfirgefa Lumière-verksmiðjuna er stundum talin vera fyrsta kvikmyndin. Hægt er að sjá miðbik þessarar stuttu myndar undir þessum tengli hér en þar sjást konur, menn og hestur yfirgefa Lumière-verksmiðjuna. Upphaf myndarinnar er þannig að dyrnar eru lokaðar og myndin endar á því að þeim er aftur lokað.

Heimildir: ...