Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig er sólarhringnum skipt, hádegi og svo framvegis, og hvernig var honum skipt til forna? Af hverju voru nöfnin dregin?

JGÞ

Sólarhringnum er skipt í fjóra hluta:
  • morgun
  • dag
  • aftann
  • nótt

Samkvæmt fornri reglu var hverjum hluta síðan skipt í tvær eyktir. Í einum sólarhring eru þess vegna átta eyktir, hver um sig þrjár klukkustundir á lengd.

Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvaðan er orðið eykt komið? segir að eykt merki þrjár stundir en sé einnig notað um tímann milli 15:30 og 16:30. Rót orðsins hefur sennilega merkt 'dráttardýr' og upphafleg merking orðsins var 'tíminn sem dráttardýr er spennt fyrir plóg, vagn'.

Eyktirnar eru þessar:
  • ótta kl. 3
  • miður morgunn, rismál kl. 6
  • dagmál kl. 9
  • miðdegi, hádegi kl. 12
  • nón kl. 15
  • miður aftann, miðaftann kl. 18
  • náttmál kl. 21
  • miðnætti, lágnætti kl. 24
Talið er að orðið morgunn sé skylt sögn úr litháísku sem þýðir að 'depla augum' og rússneska orðinu mórok sem merkir 'myrkur, þoka'. Ásgeir Blöndal Magnússon segir í Íslenskri orðsifjabók að orðstofninn hafi í öndverðu verið hafður 'um mismunandi birtu, blik eða skímu.'

Orðið dagur er talið vera skylt orðum sem merkja 'hiti, eldur, brenna'. Aftann er líklega skylt 'af' og 'aftur' en einnig getur verið að það sé samsett úr orðum sem merkja 'eftir' og 'dagsverk' og merki því 'tímann að loknu dagsverki'. Um ættartengsl orðsins nótt segir Ásgeir Blöndal að lítið sé vitað.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Almanaksskýringar Þorsteins Sæmundssonar.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.6.2004

Spyrjandi

Haraldur Nelson

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig er sólarhringnum skipt, hádegi og svo framvegis, og hvernig var honum skipt til forna? Af hverju voru nöfnin dregin?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2004. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4343.

JGÞ. (2004, 11. júní). Hvernig er sólarhringnum skipt, hádegi og svo framvegis, og hvernig var honum skipt til forna? Af hverju voru nöfnin dregin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4343

JGÞ. „Hvernig er sólarhringnum skipt, hádegi og svo framvegis, og hvernig var honum skipt til forna? Af hverju voru nöfnin dregin?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2004. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4343>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er sólarhringnum skipt, hádegi og svo framvegis, og hvernig var honum skipt til forna? Af hverju voru nöfnin dregin?
Sólarhringnum er skipt í fjóra hluta:

  • morgun
  • dag
  • aftann
  • nótt

Samkvæmt fornri reglu var hverjum hluta síðan skipt í tvær eyktir. Í einum sólarhring eru þess vegna átta eyktir, hver um sig þrjár klukkustundir á lengd.

Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvaðan er orðið eykt komið? segir að eykt merki þrjár stundir en sé einnig notað um tímann milli 15:30 og 16:30. Rót orðsins hefur sennilega merkt 'dráttardýr' og upphafleg merking orðsins var 'tíminn sem dráttardýr er spennt fyrir plóg, vagn'.

Eyktirnar eru þessar:
  • ótta kl. 3
  • miður morgunn, rismál kl. 6
  • dagmál kl. 9
  • miðdegi, hádegi kl. 12
  • nón kl. 15
  • miður aftann, miðaftann kl. 18
  • náttmál kl. 21
  • miðnætti, lágnætti kl. 24
Talið er að orðið morgunn sé skylt sögn úr litháísku sem þýðir að 'depla augum' og rússneska orðinu mórok sem merkir 'myrkur, þoka'. Ásgeir Blöndal Magnússon segir í Íslenskri orðsifjabók að orðstofninn hafi í öndverðu verið hafður 'um mismunandi birtu, blik eða skímu.'

Orðið dagur er talið vera skylt orðum sem merkja 'hiti, eldur, brenna'. Aftann er líklega skylt 'af' og 'aftur' en einnig getur verið að það sé samsett úr orðum sem merkja 'eftir' og 'dagsverk' og merki því 'tímann að loknu dagsverki'. Um ættartengsl orðsins nótt segir Ásgeir Blöndal að lítið sé vitað.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Almanaksskýringar Þorsteins Sæmundssonar....