Sólin Sólin Rís 04:58 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:41 • Sest 09:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:56 • Síðdegis: 24:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík

Geta ljón lifað á fiski í lengri tíma?

Jón Már Halldórsson

Þó svo að grasbítar svo sem gníar, antilópur, ungir gíraffar og sebrahestar séu helsta fæða ljóna sem lifa á staktrjáarsléttunum í Afríku sunnan Sahara þá eru þau talsverðir tækifærissinnar í fæðuvali. Þau leggja sér einnig til munns fuglsegg, skriðdýr og jafnvel fisk og skordýr þegar slíkt býðst. Aðallega eru það ljón sem eru einfarar, það er þau sem hafa verið rekin úr hópnum, sem lifa á slíku fæði en hópar ráða við stærri dýr á sléttunum.

Fiskur er hins vegar reglubundinn hluti af fæðu tígrisdýra í sunnanverðri Asíu enda eru fá kattardýr sem sækja jafnmikið í vatn og þau. Á Indlandi hafa vísindamenn og náttúruáhugamenn til dæmis oft orðið vitni að fiskveiðum tígrisdýra.



Ljón við bráð.

Höfundur þessa svars leitaði upplýsinga hjá starfsmanni í San Diego dýragarðinum í Kaliforníu sem er frægur fyrir mikið safn stórra katta. Benti starfsmaðurinn á það að þó ljón séu yfirleitt fóðruð á rauðu kjöti í dýragarðinum má ætla að þeim myndi ekki síður farnast vel á fiskmeti þar sem það er mjög næringarríkt, en hugsanlega gætu orðið einhver viðbrögð í líkama dýranna við slíku mataræði. Hann kannast ekki við að slík tilraun hafi verið gerð í Bandaríkjunum enda er fiskur yfirleitt dýrari en kjötafurðir. Menn hafa því ekki séð neinn tilgang með að gera tilraunir því að þessu tagi þar sem ljón éta mikið og kostnaður yrði óhóflegur fyrir dýragarða.

Í lokin má minna á að það gengur vel að ala heimilisketti á fiskmeti þó dæmi séu um að hárlos eigi sér stað hjá þeim. Villtir kettir éta hins vegar nánast engan fisk heldur aðallega fugla og smærri spendýr.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.3.2005

Spyrjandi

Óskar Jóhannsson

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta ljón lifað á fiski í lengri tíma?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2005. Sótt 1. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4777.

Jón Már Halldórsson. (2005, 1. mars). Geta ljón lifað á fiski í lengri tíma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4777

Jón Már Halldórsson. „Geta ljón lifað á fiski í lengri tíma?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2005. Vefsíða. 1. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4777>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta ljón lifað á fiski í lengri tíma?
Þó svo að grasbítar svo sem gníar, antilópur, ungir gíraffar og sebrahestar séu helsta fæða ljóna sem lifa á staktrjáarsléttunum í Afríku sunnan Sahara þá eru þau talsverðir tækifærissinnar í fæðuvali. Þau leggja sér einnig til munns fuglsegg, skriðdýr og jafnvel fisk og skordýr þegar slíkt býðst. Aðallega eru það ljón sem eru einfarar, það er þau sem hafa verið rekin úr hópnum, sem lifa á slíku fæði en hópar ráða við stærri dýr á sléttunum.

Fiskur er hins vegar reglubundinn hluti af fæðu tígrisdýra í sunnanverðri Asíu enda eru fá kattardýr sem sækja jafnmikið í vatn og þau. Á Indlandi hafa vísindamenn og náttúruáhugamenn til dæmis oft orðið vitni að fiskveiðum tígrisdýra.



Ljón við bráð.

Höfundur þessa svars leitaði upplýsinga hjá starfsmanni í San Diego dýragarðinum í Kaliforníu sem er frægur fyrir mikið safn stórra katta. Benti starfsmaðurinn á það að þó ljón séu yfirleitt fóðruð á rauðu kjöti í dýragarðinum má ætla að þeim myndi ekki síður farnast vel á fiskmeti þar sem það er mjög næringarríkt, en hugsanlega gætu orðið einhver viðbrögð í líkama dýranna við slíku mataræði. Hann kannast ekki við að slík tilraun hafi verið gerð í Bandaríkjunum enda er fiskur yfirleitt dýrari en kjötafurðir. Menn hafa því ekki séð neinn tilgang með að gera tilraunir því að þessu tagi þar sem ljón éta mikið og kostnaður yrði óhóflegur fyrir dýragarða.

Í lokin má minna á að það gengur vel að ala heimilisketti á fiskmeti þó dæmi séu um að hárlos eigi sér stað hjá þeim. Villtir kettir éta hins vegar nánast engan fisk heldur aðallega fugla og smærri spendýr.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...