Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:35 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig er hægt að vera aftarlega á merinni?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið að vera/sitja aftarlega á merinni með eitthvað er notað um að vera (of) seinn á sér til að gera eitthvað, vera aftarlega á einhverju sviði. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 20. öld en orðasambandið er algengt í nútímamáli.


Skýringin á orðasambandinu er ekki fulljós. Líklega hefur ekki þótt gott reiðlag að sitja aftarlega á meri. Reiðlagið á þessari mynd er alls ekki til fyrirmyndar.

Skýringin er ekki fullljós en ef til vill er líkingin sótt til þess að ekki hafi þótt jafnt fínt að ríða meri og hesti. Heldur neikvæðara er að tala um meri en hryssu og sjálfsagt hefur það ekki þótt gott reiðlag að sitja aftarlega á meri, jafnvel án hnakks eða söðuls.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.9.2008

Spyrjandi

Úlfar Örn Ragnarsson, f. 1996

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að vera aftarlega á merinni?“ Vísindavefurinn, 8. september 2008. Sótt 30. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48526.

Guðrún Kvaran. (2008, 8. september). Hvernig er hægt að vera aftarlega á merinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48526

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að vera aftarlega á merinni?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2008. Vefsíða. 30. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48526>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að vera aftarlega á merinni?
Orðasambandið að vera/sitja aftarlega á merinni með eitthvað er notað um að vera (of) seinn á sér til að gera eitthvað, vera aftarlega á einhverju sviði. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 20. öld en orðasambandið er algengt í nútímamáli.


Skýringin á orðasambandinu er ekki fulljós. Líklega hefur ekki þótt gott reiðlag að sitja aftarlega á meri. Reiðlagið á þessari mynd er alls ekki til fyrirmyndar.

Skýringin er ekki fullljós en ef til vill er líkingin sótt til þess að ekki hafi þótt jafnt fínt að ríða meri og hesti. Heldur neikvæðara er að tala um meri en hryssu og sjálfsagt hefur það ekki þótt gott reiðlag að sitja aftarlega á meri, jafnvel án hnakks eða söðuls.

Mynd:...