Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvort er stærra, Ísland eða Svalbarði?

EDS

Ísland er 103.000 km2 en Svalbarði um 62.000 km2. Ísland er því stærra.

Svalbarði er eyjaklasi í Norður-Íshafi, nokkuð miðja vegu milli nyrsta hluta Noregs og norðurpólsins. Svalbarði er nyrsta land í Evrópu. Eyjurnar lúta norskum yfirráðum en um þær er í gildi samningur sem meðal annars kveður á um að aðildarríki hans megi nýta náttúruauðlindir eyjanna.



Um 60% lands á Svalbarða er hulið ís allt árið um kring. Þrjár stærstu eyjur Svalbarða eru Spitsbergen (37.673km2), Norðausturlandið (14.443 km2) og Edgeeyja (5.074 km2. Árið 2005 bjuggu um 2.400 manns á Svalbarða, rúmur meirihluti þeirra Norðmenn en um 45% voru Rússar og Úkraínumenn. Námuvinnsla er helsti atvinnuvegurinn á Svalbarða en ferðaþjónusta, háskóla- og rannsóknarstarfsemi hafa verið vaxandi greinar undanfarna áratugi.

Longyearbyen á vesturströnd Spitsbergen er langstærsti bærinn á Svalbarða með um 2.000 íbúa og er meirihluti þeirra norskur. Næststærsta byggðin er Barentsburg en þar búa um það bil 500 manns, flestir frá Rússlandi og Úkraínu. Tvö önnur þorp eru á Svalbarða, Sveagruva og Ny-Ålesund. Sveagruva er reyndar sérstakur staður að því leyti að þar er enginn með fasta búsetu þó venjulega séu þar um 300 manns að vinna í tengslum við námur sem þar eru. Þetta fólk býr í Longyearbyen en dvelur í Sveagruva kannski í viku í senn við vinnu. Ny-Ålesund er lítið þorp með 30-35 íbúa og nýtur þess heiðurs að vera nyrsta þéttbýli eða þorp á jörðinni eins og lesa má í svari við spurningunni Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?

Heimild og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.12.2009

Spyrjandi

Ísak Bjarmi

Tilvísun

EDS. „Hvort er stærra, Ísland eða Svalbarði?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48622.

EDS. (2009, 10. desember). Hvort er stærra, Ísland eða Svalbarði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48622

EDS. „Hvort er stærra, Ísland eða Svalbarði?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48622>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er stærra, Ísland eða Svalbarði?
Ísland er 103.000 km2 en Svalbarði um 62.000 km2. Ísland er því stærra.

Svalbarði er eyjaklasi í Norður-Íshafi, nokkuð miðja vegu milli nyrsta hluta Noregs og norðurpólsins. Svalbarði er nyrsta land í Evrópu. Eyjurnar lúta norskum yfirráðum en um þær er í gildi samningur sem meðal annars kveður á um að aðildarríki hans megi nýta náttúruauðlindir eyjanna.



Um 60% lands á Svalbarða er hulið ís allt árið um kring. Þrjár stærstu eyjur Svalbarða eru Spitsbergen (37.673km2), Norðausturlandið (14.443 km2) og Edgeeyja (5.074 km2. Árið 2005 bjuggu um 2.400 manns á Svalbarða, rúmur meirihluti þeirra Norðmenn en um 45% voru Rússar og Úkraínumenn. Námuvinnsla er helsti atvinnuvegurinn á Svalbarða en ferðaþjónusta, háskóla- og rannsóknarstarfsemi hafa verið vaxandi greinar undanfarna áratugi.

Longyearbyen á vesturströnd Spitsbergen er langstærsti bærinn á Svalbarða með um 2.000 íbúa og er meirihluti þeirra norskur. Næststærsta byggðin er Barentsburg en þar búa um það bil 500 manns, flestir frá Rússlandi og Úkraínu. Tvö önnur þorp eru á Svalbarða, Sveagruva og Ny-Ålesund. Sveagruva er reyndar sérstakur staður að því leyti að þar er enginn með fasta búsetu þó venjulega séu þar um 300 manns að vinna í tengslum við námur sem þar eru. Þetta fólk býr í Longyearbyen en dvelur í Sveagruva kannski í viku í senn við vinnu. Ny-Ålesund er lítið þorp með 30-35 íbúa og nýtur þess heiðurs að vera nyrsta þéttbýli eða þorp á jörðinni eins og lesa má í svari við spurningunni Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?

Heimild og mynd:

...