Sólin Sólin Rís 04:44 • sest 22:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:45 • Sest 18:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:01 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:22 • Síðdegis: 22:45 í Reykjavík

Hvað felst í því að ríki slítur stjórnmálasambandi við annað ríki?

Árni Helgason

Stjórnmálasamband milli ríkja felur í sér ákveðin tengsl sem byggja á gagnkvæmu samþykki beggja ríkja. Tengslin eru oft mun dýpri en eingöngu stjórnmálasamband, til dæmis er algengt að ríki starfræki sendiráð eða haldi úti ræðismanni eða sendifulltrúa. Í sumum tilfellum ákveða ríki einfaldlega að opna sendiráð og þá telst stjórnmálasamband komið á, án þess að sérstaklega hafi verið um það samið. Sé veitt samþykki fyrir stofnun stjórnmálasambands er litið svo á að jafnframt sé samþykkt að stofna ræðissamband. Að sama skapi geta verið ýmis samskipti milli ríkja án þess að um stjórnmálasamband sé að ræða.

Árið 1961 var gerður alþjóðasamningur um stjórnmálasamband sem Ísland hefur gerst aðili að. Samningnum var veitt lagagildi með lögum nr. 16/1971. Samningurinn kveður á um ákveðinn ramma utan um stofnun og viðhald stjórnmálasambands milli ríkja og starfsemi sendiráða. Í upphafsorðum sáttmálans er komið inn á hugmyndafræðina að baki tengslum ríkja á milli og ágóðann af því. Upphafsorðin eru þessi:
Ríki þau, sem aðilar eru að samningi þessum, minna á, að allar þjóðir hafa frá fornu fari viðurkennt sérstöðu sendierindreka, hafa í huga markmið og meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi fullveldis-jafnrétti ríkja, varðveislu alþjóða friðar og öryggis og eflingu vinsamlegra samskipta þjóða, treysta því, að alþjóðlegur samningur um forréttindi og friðhelgi í samskiptum ríkja muni stuðla að aukinni vinsemd í sambúð þjóða, hvert sem stjórnskipulag eða þjóðfélagskerfi þeirra er, eru þeirrar skoðunar, að markmið slíkra forréttinda og friðhelgi sé ekki að vera einstaklingum í hag, heldur að tryggja árangursríkan sendierindrekstur á vegum ríkja, staðfesta, að venjureglur þjóðaréttarins skuli gilda áfram um þau atriði, er ákvæði þessa samnings taka ekki tvímælalaust til, gera samkomulag um það sem hér fer á eftir...

Ísland er í stjórnmálasambandi við mörg ríki og má sjá yfirlit um það á vef Utanríkisráðuneytisins, auk þess sem fram kemur hvenær til sambandsins var stofnað.



Ísland er í stjórnmálasambandi við fjölmörg ríki. Eitt af þeim nýjustu í þeim hópi eru Fídjieyjar, en 8. febrúar 2008 var skrifað undir yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Ýmislegt getur komið upp á í samskiptum ríkja. Þannig getur orðið svokölluð stiglækkun á stjórnmálasambandi, með því að ríki kallar heim sendiherra sinn til viðræðna, ríki getur kallað heim sendiherra sinn auk þess sem ríki getur kallað heim sendiherra og alla aðra diplómatíska fulltrúa hlutaðeigandi sendiráðs nema einn, sem þá verður settur sendifulltrúi. Einnig þekkist svokölluð frestun stjórnmálasambands, en þá er forstöðumaður og starfslið sendiráðsins kallað brott og sendiráðinu lokað en að forminu til er stjórnmálasamband áfram á milli hlutaðeigandi ríkja.

Þegar stjórnmálasambandi er hins vegar slitið hefur orðið meiri háttar rof í samskiptum þjóðanna, að minnsta kosti að mati annarrar þjóðarinnar. Ástæður þess að svo langt er gengið geta verið ýmiss konar, til dæmis ef annað ríkið veldur hinu tjóni, eða þá að um er að ræða mótmæli gegn stefnu annars ríkisins í ákveðnum málum. Slit stjórnmálasambands eða hótanir um slíkt eru því hluti af þeim aðferðum sem ríki nota til að beita sér á alþjóðavettvangi.

Ísland hefur slitið stjórnmálasambandi við ríki. Árið 1976 slitu Íslendingar stjórnmálasambandi við Breta vegna landhelgisdeilunnar, sem var í hámarki þá. Sendiherrar ríkjanna fóru til síns heima en ræðissambandi var ekki slitið. Norðmenn tóku að sér hlutverk sendiráðs Íslands í Bretlandi og Frakkar tóku að sér hlutverk breska sendiráðsins hér á landi. Síðar sama ár var stjórnmálasamband ríkjanna endurnýjað.

Af og til koma upp í pólitískri umræðu hér heima hugmyndir um að slíta stjórnmálasambandi við önnur ríki án þess þó að af því hafi orðið. Aðdragandi slíkra hugmynda er yfirleitt sá að framferði þess ríkis, sem stungið er upp á stjórnmálasambandi sé slitið við, er með þeim hætti að einhverjir telja rétt að slíta sambandinu. Slíkar hugmyndir komu til að mynda upp haustið 2008 í kjölfar þess að bresk stjórnvöld beittu hryðjuverkalögum gagnvart íslenskum fyrirtækjum. Ekki varð þó af því og ríkin hafa lagt áherslu á að leysa þau álitaefni sem upp komu í kjölfar hruns íslensku bankanna með samningum.

Heimild og mynd:

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

24.8.2009

Spyrjandi

Lilja Þorsteinsdóttir, f. 1980

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvað felst í því að ríki slítur stjórnmálasambandi við annað ríki?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2009. Sótt 5. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49600.

Árni Helgason. (2009, 24. ágúst). Hvað felst í því að ríki slítur stjórnmálasambandi við annað ríki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49600

Árni Helgason. „Hvað felst í því að ríki slítur stjórnmálasambandi við annað ríki?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2009. Vefsíða. 5. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49600>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað felst í því að ríki slítur stjórnmálasambandi við annað ríki?
Stjórnmálasamband milli ríkja felur í sér ákveðin tengsl sem byggja á gagnkvæmu samþykki beggja ríkja. Tengslin eru oft mun dýpri en eingöngu stjórnmálasamband, til dæmis er algengt að ríki starfræki sendiráð eða haldi úti ræðismanni eða sendifulltrúa. Í sumum tilfellum ákveða ríki einfaldlega að opna sendiráð og þá telst stjórnmálasamband komið á, án þess að sérstaklega hafi verið um það samið. Sé veitt samþykki fyrir stofnun stjórnmálasambands er litið svo á að jafnframt sé samþykkt að stofna ræðissamband. Að sama skapi geta verið ýmis samskipti milli ríkja án þess að um stjórnmálasamband sé að ræða.

Árið 1961 var gerður alþjóðasamningur um stjórnmálasamband sem Ísland hefur gerst aðili að. Samningnum var veitt lagagildi með lögum nr. 16/1971. Samningurinn kveður á um ákveðinn ramma utan um stofnun og viðhald stjórnmálasambands milli ríkja og starfsemi sendiráða. Í upphafsorðum sáttmálans er komið inn á hugmyndafræðina að baki tengslum ríkja á milli og ágóðann af því. Upphafsorðin eru þessi:
Ríki þau, sem aðilar eru að samningi þessum, minna á, að allar þjóðir hafa frá fornu fari viðurkennt sérstöðu sendierindreka, hafa í huga markmið og meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi fullveldis-jafnrétti ríkja, varðveislu alþjóða friðar og öryggis og eflingu vinsamlegra samskipta þjóða, treysta því, að alþjóðlegur samningur um forréttindi og friðhelgi í samskiptum ríkja muni stuðla að aukinni vinsemd í sambúð þjóða, hvert sem stjórnskipulag eða þjóðfélagskerfi þeirra er, eru þeirrar skoðunar, að markmið slíkra forréttinda og friðhelgi sé ekki að vera einstaklingum í hag, heldur að tryggja árangursríkan sendierindrekstur á vegum ríkja, staðfesta, að venjureglur þjóðaréttarins skuli gilda áfram um þau atriði, er ákvæði þessa samnings taka ekki tvímælalaust til, gera samkomulag um það sem hér fer á eftir...

Ísland er í stjórnmálasambandi við mörg ríki og má sjá yfirlit um það á vef Utanríkisráðuneytisins, auk þess sem fram kemur hvenær til sambandsins var stofnað.



Ísland er í stjórnmálasambandi við fjölmörg ríki. Eitt af þeim nýjustu í þeim hópi eru Fídjieyjar, en 8. febrúar 2008 var skrifað undir yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Ýmislegt getur komið upp á í samskiptum ríkja. Þannig getur orðið svokölluð stiglækkun á stjórnmálasambandi, með því að ríki kallar heim sendiherra sinn til viðræðna, ríki getur kallað heim sendiherra sinn auk þess sem ríki getur kallað heim sendiherra og alla aðra diplómatíska fulltrúa hlutaðeigandi sendiráðs nema einn, sem þá verður settur sendifulltrúi. Einnig þekkist svokölluð frestun stjórnmálasambands, en þá er forstöðumaður og starfslið sendiráðsins kallað brott og sendiráðinu lokað en að forminu til er stjórnmálasamband áfram á milli hlutaðeigandi ríkja.

Þegar stjórnmálasambandi er hins vegar slitið hefur orðið meiri háttar rof í samskiptum þjóðanna, að minnsta kosti að mati annarrar þjóðarinnar. Ástæður þess að svo langt er gengið geta verið ýmiss konar, til dæmis ef annað ríkið veldur hinu tjóni, eða þá að um er að ræða mótmæli gegn stefnu annars ríkisins í ákveðnum málum. Slit stjórnmálasambands eða hótanir um slíkt eru því hluti af þeim aðferðum sem ríki nota til að beita sér á alþjóðavettvangi.

Ísland hefur slitið stjórnmálasambandi við ríki. Árið 1976 slitu Íslendingar stjórnmálasambandi við Breta vegna landhelgisdeilunnar, sem var í hámarki þá. Sendiherrar ríkjanna fóru til síns heima en ræðissambandi var ekki slitið. Norðmenn tóku að sér hlutverk sendiráðs Íslands í Bretlandi og Frakkar tóku að sér hlutverk breska sendiráðsins hér á landi. Síðar sama ár var stjórnmálasamband ríkjanna endurnýjað.

Af og til koma upp í pólitískri umræðu hér heima hugmyndir um að slíta stjórnmálasambandi við önnur ríki án þess þó að af því hafi orðið. Aðdragandi slíkra hugmynda er yfirleitt sá að framferði þess ríkis, sem stungið er upp á stjórnmálasambandi sé slitið við, er með þeim hætti að einhverjir telja rétt að slíta sambandinu. Slíkar hugmyndir komu til að mynda upp haustið 2008 í kjölfar þess að bresk stjórnvöld beittu hryðjuverkalögum gagnvart íslenskum fyrirtækjum. Ekki varð þó af því og ríkin hafa lagt áherslu á að leysa þau álitaefni sem upp komu í kjölfar hruns íslensku bankanna með samningum.

Heimild og mynd: ...