Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað er ljósið lengi að fara einn hring í kringum jörðina? En 80 hringi?

EDS

Hér er einnig svarað spurningunni
Hversu oft fer ljósið í kringum jörðina á mánuði?

Ljóshraði er nálægt því 300.000 km/s. Það tekur ljós því ekki nema um 0,13 sekúndur að fara 40.000 km sem jafngildir um það bil ummáli jarðar um miðbaug. Að fara 80 hringi tekur rétt rúmlega 10 sekúndur.

Á einum mánuði kemst ljósið ansi langt. Ef reiknað er með að mánuðurinn séu 30 dagar, þá gerir það 30 (sólahringar) x 24 (klukkustundir í sólarhring) x 60 (mínútur í klukkustund) x 60 (sekúndur í mínútu) = 2.592.000 sekúndur. Á þessum tíma ferðast ljósið 777.600.000.000 km sem jafngildir 19.440.000 hringjum umhverfis jörðina.



Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að sjá svona umferðarskilti neitt á næstunni.

Í rauninni fer ljósið svo hratt að við getum yfirleitt ekki greint eða mælt tímann sem það tekur ljósið að fara milli tveggja staða á jörðinni. Í svari við spurningunni Hversu hratt kemst ljósið? er til að mynda tekið sem dæmi að það tekur ljósið ekki nema einn þúsundasta úr sekúndu að fara á milli tveggja staða á jörðinni sem eru í 300 km fjarlægð hvor frá öðrum.

Fleiri dæmi um hve langan tíma það tekur ljósið að ferðast ýmsar vegalengdir má sjá í eftirfarandi töflu sem fengin er úr svari við spurningunni Ef flugvél flýgur á ljóshraða, hversu lengi er hún þá að fljúga yfir Ísland frá austri til vesturs?

LeiðVegalengdTími
Sól – jörð (meðalfjarlægð)149.476.000 km489 s eða 8 mín og 18 s
Tungl – jörð (meðalfjarlægð)384.401 km1,3 s
Umhverfis jörðina (við miðbaug)40.075 km0,13 s
Meðfram strandlengju Íslands4.970 km0,017 s
Þvert yfir Ísland500 km0,0017 s

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Hægt er að finna fleiri svör um þetta efni með því að setja orðið "ljóshraði" inn í leitarvél vefsins.

Mynd: Speed of Light á Flickr. Ljósmyndari: John Talbot. Birt undir Creative Commons leyfi. Sótt 19. 10. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2008

Spyrjandi

Bjarni Traustason
Benedikt B.
Arnór
Nonni
Davíð
Guðjón

Tilvísun

EDS. „Hvað er ljósið lengi að fara einn hring í kringum jörðina? En 80 hringi?“ Vísindavefurinn, 17. október 2008. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49635.

EDS. (2008, 17. október). Hvað er ljósið lengi að fara einn hring í kringum jörðina? En 80 hringi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49635

EDS. „Hvað er ljósið lengi að fara einn hring í kringum jörðina? En 80 hringi?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2008. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49635>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er ljósið lengi að fara einn hring í kringum jörðina? En 80 hringi?
Hér er einnig svarað spurningunni

Hversu oft fer ljósið í kringum jörðina á mánuði?

Ljóshraði er nálægt því 300.000 km/s. Það tekur ljós því ekki nema um 0,13 sekúndur að fara 40.000 km sem jafngildir um það bil ummáli jarðar um miðbaug. Að fara 80 hringi tekur rétt rúmlega 10 sekúndur.

Á einum mánuði kemst ljósið ansi langt. Ef reiknað er með að mánuðurinn séu 30 dagar, þá gerir það 30 (sólahringar) x 24 (klukkustundir í sólarhring) x 60 (mínútur í klukkustund) x 60 (sekúndur í mínútu) = 2.592.000 sekúndur. Á þessum tíma ferðast ljósið 777.600.000.000 km sem jafngildir 19.440.000 hringjum umhverfis jörðina.



Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að sjá svona umferðarskilti neitt á næstunni.

Í rauninni fer ljósið svo hratt að við getum yfirleitt ekki greint eða mælt tímann sem það tekur ljósið að fara milli tveggja staða á jörðinni. Í svari við spurningunni Hversu hratt kemst ljósið? er til að mynda tekið sem dæmi að það tekur ljósið ekki nema einn þúsundasta úr sekúndu að fara á milli tveggja staða á jörðinni sem eru í 300 km fjarlægð hvor frá öðrum.

Fleiri dæmi um hve langan tíma það tekur ljósið að ferðast ýmsar vegalengdir má sjá í eftirfarandi töflu sem fengin er úr svari við spurningunni Ef flugvél flýgur á ljóshraða, hversu lengi er hún þá að fljúga yfir Ísland frá austri til vesturs?

LeiðVegalengdTími
Sól – jörð (meðalfjarlægð)149.476.000 km489 s eða 8 mín og 18 s
Tungl – jörð (meðalfjarlægð)384.401 km1,3 s
Umhverfis jörðina (við miðbaug)40.075 km0,13 s
Meðfram strandlengju Íslands4.970 km0,017 s
Þvert yfir Ísland500 km0,0017 s

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Hægt er að finna fleiri svör um þetta efni með því að setja orðið "ljóshraði" inn í leitarvél vefsins.

Mynd: Speed of Light á Flickr. Ljósmyndari: John Talbot. Birt undir Creative Commons leyfi. Sótt 19. 10. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....