Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hversu stór er stærsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland?

Jón Már Halldórsson

Í heild sinni hljóðar spurningin svona:
Hvað var stærsti þorskur sem veiddur hefur verið við Ísland stór, hvenær og hvar var hann veiddur og hver veiddi hann?

Í fiskabók Gunnars Jónssonar segir að lengsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland hafi verið 181 cm á lengd og veiddist hann á línu í Miðnessjó í apríl árið 1941. Þyngdina hefur höfundur ekki en sennilega hefur hann verið í kringum 60 kg.

Nú fyrir stuttu veiddist að öllum líkindum stærsti þorskur sem veiðst hefur við Noregsstrendur. Eftir að búið var að gera að honum vó hann 46 kg. Samkvæmt heimildum norska blaðsins Finmarken voru stærstu þorskar sem vitað var um að hefðu komið á land í Noregi fram til þessa um 180 cm á lengd og um 60 kg að þyngd. Líklega er þessi nýlega veiddi norski þorskur enn stærri.



Einn vænn!

Til eru dæmi um enn stærri þorska sem veiðst hafa við Nýfundnaland. Í einu tilviki var um að ræða þorsk sem var 2 metrar á lengd og vó 73 kg. Er hann að öllum líkindum stærsti þorskur sem veiðst hefur, alla vega á síðustu öld. En þegar haft er í huga hversu lengi menn hafa stundað þorskveiðar þá er mjög líklegt að einhvern tíma hafi veiðst enn stærri þorskur.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.5.2005

Spyrjandi

Kristófer Ingimundarson, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu stór er stærsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2005. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5015.

Jón Már Halldórsson. (2005, 23. maí). Hversu stór er stærsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5015

Jón Már Halldórsson. „Hversu stór er stærsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2005. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5015>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu stór er stærsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:

Hvað var stærsti þorskur sem veiddur hefur verið við Ísland stór, hvenær og hvar var hann veiddur og hver veiddi hann?

Í fiskabók Gunnars Jónssonar segir að lengsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland hafi verið 181 cm á lengd og veiddist hann á línu í Miðnessjó í apríl árið 1941. Þyngdina hefur höfundur ekki en sennilega hefur hann verið í kringum 60 kg.

Nú fyrir stuttu veiddist að öllum líkindum stærsti þorskur sem veiðst hefur við Noregsstrendur. Eftir að búið var að gera að honum vó hann 46 kg. Samkvæmt heimildum norska blaðsins Finmarken voru stærstu þorskar sem vitað var um að hefðu komið á land í Noregi fram til þessa um 180 cm á lengd og um 60 kg að þyngd. Líklega er þessi nýlega veiddi norski þorskur enn stærri.



Einn vænn!

Til eru dæmi um enn stærri þorska sem veiðst hafa við Nýfundnaland. Í einu tilviki var um að ræða þorsk sem var 2 metrar á lengd og vó 73 kg. Er hann að öllum líkindum stærsti þorskur sem veiðst hefur, alla vega á síðustu öld. En þegar haft er í huga hversu lengi menn hafa stundað þorskveiðar þá er mjög líklegt að einhvern tíma hafi veiðst enn stærri þorskur.

Heimild og mynd: ...