Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju þurfum við vatn til að lifa?

Lífið á jörðinni þróaðist í vatni og allar lífverur nýta sér sérstaka eiginleika vatnsins. Vatnið, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ræður að miklu leyti byggingu og líffræðilegurm eiginleikum prótína, kjarnsýra, fitusameinda og ýmissa annarra sameinda í lifandi frumu.

Vatnið er þess vegna virkur þátttakandi í lífsstarfseminni og við gætum alls ekki lifað án þess. Vísindamenn velta því þó fyrir sér að líf annars staðar í alheiminum gæti hafa þróast án vatns. Um það er hægt að lesa meira í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar? sem þetta svar byggir einmitt á.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

20.11.2008

Spyrjandi

Eyrún Halldóra, f. 1997

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju þurfum við vatn til að lifa?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2008. Sótt 3. maí 2016. http://visindavefur.is/svar.php?id=50296.

JGÞ. (2008, 20. nóvember). Af hverju þurfum við vatn til að lifa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50296

JGÞ. „Af hverju þurfum við vatn til að lifa?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2008. Vefsíða. 3. maí. 2016. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50296>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ópið

Norski listmálarinn Edvard Munch málaði fjórar útgáfur af verki sem nefnt er Ópið. Tvær elstu gerðirnar eru frá 1893, þriðja frá 1895 og sú síðasta líklega frá 1910. Ópið er ein kunnasta táknmynd nútímalistar og fjölmargar túlkanir hafa verið settar fram á verkinu. Einn Munch-fræðingur telur að fyrirmynd mannverunnar á myndinni sé múmía frá Perú sem Munch gæti hafa séð í París 1889.