Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?

Árni Helgason

Lögreglumenn eru að jafnaði einkennisklæddir og gilda strangar reglur um hvernig lögreglubúningur skal úr garði gerður. Sérstök reglugerð hefur verið gefin út af hálfu dómsmálaráðuneytisins um lögregluskilríki og notkun þeirra en þar segir að lögreglumenn og handhafar lögregluvalds skuli að jafnaði vera með lögregluskilríki á sér við skyldustörf.



Á skilríkjunum eru skráðar ýmsar upplýsingar; raðnúmer skilríkis, nafn og mynd, útgáfudagur, lögreglunúmer lögreglumanns og kennitala ef um er að ræða starfsmann, sem ekki hefur lögreglunúmer, og loks undirskrift og útgáfustimpill ríkislögreglustjóra. Í reglugerðinni um lögregluskírteini kemur fram að lögreglumenn skuli verða við ósk um að sýna lögregluskilríki þegar þeir eru við störf. Á því viðmiði eru þó ákveðnar undantekningar, þar sem heimilt er að víkja frá þessu við handtöku á manni, ef ólæti standa yfir, eða hann beðinn um það af manni sem bersýnilega er undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna, ögrandi eða í miklu uppnámi.

Í starfi lögreglunnar geta komið upp aðstæður sem krefjast þess að lögreglumenn séu óeinkennisklæddir og er gert ráð fyrir því í þeim reglum sem gilda um störf lögreglunnar. Í 6. gr. fyrrnefndrar reglugerðar er hins vegar tekið fram að óeinkennisklæddur lögreglumaður skuli við störf „að jafnaði gera viðkomandi borgara það ljóst, að hann sé lögreglumaður, áður en hann ber upp erindi sitt. Þetta getur hann gert með því að framvísa lögregluskilríkjunum,“ segir í reglugerðinni en sömu fyrirvarar gilda um að í ákveðnum aðstæðum getur lögreglumaður vikið sér undan því að framvísa skilríki. Slíkar aðstæður geta komið upp þar sem lögreglumenn eiga erfitt um vik að sýna skilríki og því eru ákveðnar undantekningar frá þessari reglu.

Frekar lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Nei. Sótt 22.5.2009.

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

22.5.2009

Spyrjandi

Óskar Steinn Ómarsson, f. 1994

Tilvísun

Árni Helgason. „Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2009. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51344.

Árni Helgason. (2009, 22. maí). Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51344

Árni Helgason. „Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2009. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51344>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?
Lögreglumenn eru að jafnaði einkennisklæddir og gilda strangar reglur um hvernig lögreglubúningur skal úr garði gerður. Sérstök reglugerð hefur verið gefin út af hálfu dómsmálaráðuneytisins um lögregluskilríki og notkun þeirra en þar segir að lögreglumenn og handhafar lögregluvalds skuli að jafnaði vera með lögregluskilríki á sér við skyldustörf.



Á skilríkjunum eru skráðar ýmsar upplýsingar; raðnúmer skilríkis, nafn og mynd, útgáfudagur, lögreglunúmer lögreglumanns og kennitala ef um er að ræða starfsmann, sem ekki hefur lögreglunúmer, og loks undirskrift og útgáfustimpill ríkislögreglustjóra. Í reglugerðinni um lögregluskírteini kemur fram að lögreglumenn skuli verða við ósk um að sýna lögregluskilríki þegar þeir eru við störf. Á því viðmiði eru þó ákveðnar undantekningar, þar sem heimilt er að víkja frá þessu við handtöku á manni, ef ólæti standa yfir, eða hann beðinn um það af manni sem bersýnilega er undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna, ögrandi eða í miklu uppnámi.

Í starfi lögreglunnar geta komið upp aðstæður sem krefjast þess að lögreglumenn séu óeinkennisklæddir og er gert ráð fyrir því í þeim reglum sem gilda um störf lögreglunnar. Í 6. gr. fyrrnefndrar reglugerðar er hins vegar tekið fram að óeinkennisklæddur lögreglumaður skuli við störf „að jafnaði gera viðkomandi borgara það ljóst, að hann sé lögreglumaður, áður en hann ber upp erindi sitt. Þetta getur hann gert með því að framvísa lögregluskilríkjunum,“ segir í reglugerðinni en sömu fyrirvarar gilda um að í ákveðnum aðstæðum getur lögreglumaður vikið sér undan því að framvísa skilríki. Slíkar aðstæður geta komið upp þar sem lögreglumenn eiga erfitt um vik að sýna skilríki og því eru ákveðnar undantekningar frá þessari reglu.

Frekar lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Nei. Sótt 22.5.2009.
...