Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Býr einhver í Tjernobyl í dag?

EDS

Þann 26. apríl 1986 urðu sprengingar í einum ofni í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu í Úkraínu sem þá var hluti Sovétríkjanna. Afleiðingarnar urðu þær að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið og dreifðist víða um lönd. Um þetta má lesa í svari Arnar Helgasonar við spurningunni: Hver urðu eftirköst Tsjernobyl-slyssins?

Fyrstu dagana eftir slysið voru allir íbúar í 30 km radíus frá kjarnorkuverinu fluttir á brott, í allt um 115.000 – 135.000 manns. Vikurnar, mánuðina og árin eftir slysið voru íbúar á svæðum fjær kjarnorkuverinu einnig fluttir á brott frá heimkynnum sínum.



Aðgangur að svæði í 30 km radíus frá Tsjenobyl-kjarnorkuverinu hefur verið takmarkaður frá því slysið varð árið 1986.

Bærinn Tsjernobyl, sem kjarnorkuverið er kennt við, stendur tæplega 15 km suðaustur af kjarnorkuverinu. Fyrir slysið bjuggu á bilinu 12.500-15.000 manns í bænum en heimildum ber ekki alveg saman um íbúatöluna. Allir voru fluttir burt fyrstu dagana eftir slysið. Tsjernobyl er þó ekki algjörlega mannlaus í dag, því þar eru um eða yfir 500 manns, meðal annars fjölmargir sérfræðingar, svo sem eðlisfræðingar, geislafræðingar, kjarnorkusérfræðingar og læknar, auk manna sem vinna að viðhaldi kjarnorkuversins. Þetta fólk hefur þó ekki fasta búsetu í bænum heldur dvelur þar eingöngu í stuttan tíma í senn.

Borgin Pripyat stendur nær kjarnorkuverinu en bærinn Tsjernobyl, eða í aðeins um 3 km fjarlægð. Þegar slysið varð bjuggu tæplega 50.000 manns í borginni, meðal annars flestir þeirra sem störfuðu í kjarnorkuverinu. Strax eftir slysið voru allir íbúarnir fluttir á brott og hefur enginn búið þar síðan. Pripyat er því draugaborg þar sem hús og önnur mannvirki grotna smám saman niður.



Áður bjuggu hátt í 50.000 manns í Pripyat en síðan 1986 hefur hún verið draugaborg.

Fyrir utan þá sem dvelja í Tsjernobyl í tengslum við vinnu og áður hafa verið nefndir, er búseta eða dvöl ekki leyfileg innan svæðis sem er í 30 km radíus frá kjarnorkuverinu. Þó eru nokkrir sem búa þar í trássi við reglur og eru þeir látnir óáreittir.

Ferðaskipuleggjendur hafa boðið upp á dagsferðir inn á þetta annars lokaða svæði en til þess þarf sérstakt leyfi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað búa margir í Tsjernobyl? Er hægt að búa þar?

Höfundur

Útgáfudagur

3.2.2009

Spyrjandi

Svanur Pálsson, f. 1993
Ingvi Ólafur

Tilvísun

EDS. „Býr einhver í Tjernobyl í dag?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51351.

EDS. (2009, 3. febrúar). Býr einhver í Tjernobyl í dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51351

EDS. „Býr einhver í Tjernobyl í dag?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51351>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Býr einhver í Tjernobyl í dag?
Þann 26. apríl 1986 urðu sprengingar í einum ofni í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu í Úkraínu sem þá var hluti Sovétríkjanna. Afleiðingarnar urðu þær að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið og dreifðist víða um lönd. Um þetta má lesa í svari Arnar Helgasonar við spurningunni: Hver urðu eftirköst Tsjernobyl-slyssins?

Fyrstu dagana eftir slysið voru allir íbúar í 30 km radíus frá kjarnorkuverinu fluttir á brott, í allt um 115.000 – 135.000 manns. Vikurnar, mánuðina og árin eftir slysið voru íbúar á svæðum fjær kjarnorkuverinu einnig fluttir á brott frá heimkynnum sínum.



Aðgangur að svæði í 30 km radíus frá Tsjenobyl-kjarnorkuverinu hefur verið takmarkaður frá því slysið varð árið 1986.

Bærinn Tsjernobyl, sem kjarnorkuverið er kennt við, stendur tæplega 15 km suðaustur af kjarnorkuverinu. Fyrir slysið bjuggu á bilinu 12.500-15.000 manns í bænum en heimildum ber ekki alveg saman um íbúatöluna. Allir voru fluttir burt fyrstu dagana eftir slysið. Tsjernobyl er þó ekki algjörlega mannlaus í dag, því þar eru um eða yfir 500 manns, meðal annars fjölmargir sérfræðingar, svo sem eðlisfræðingar, geislafræðingar, kjarnorkusérfræðingar og læknar, auk manna sem vinna að viðhaldi kjarnorkuversins. Þetta fólk hefur þó ekki fasta búsetu í bænum heldur dvelur þar eingöngu í stuttan tíma í senn.

Borgin Pripyat stendur nær kjarnorkuverinu en bærinn Tsjernobyl, eða í aðeins um 3 km fjarlægð. Þegar slysið varð bjuggu tæplega 50.000 manns í borginni, meðal annars flestir þeirra sem störfuðu í kjarnorkuverinu. Strax eftir slysið voru allir íbúarnir fluttir á brott og hefur enginn búið þar síðan. Pripyat er því draugaborg þar sem hús og önnur mannvirki grotna smám saman niður.



Áður bjuggu hátt í 50.000 manns í Pripyat en síðan 1986 hefur hún verið draugaborg.

Fyrir utan þá sem dvelja í Tsjernobyl í tengslum við vinnu og áður hafa verið nefndir, er búseta eða dvöl ekki leyfileg innan svæðis sem er í 30 km radíus frá kjarnorkuverinu. Þó eru nokkrir sem búa þar í trássi við reglur og eru þeir látnir óáreittir.

Ferðaskipuleggjendur hafa boðið upp á dagsferðir inn á þetta annars lokaða svæði en til þess þarf sérstakt leyfi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað búa margir í Tsjernobyl? Er hægt að búa þar?

...