Sólin Sólin Rís 04:14 • sest 22:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:20 • Sest 04:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:05 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:56 • Síðdegis: 17:02 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Kolbeinshaus var klettur sem nú er kominn undir Skúlagötuna. Hver er uppruni þessa örnefnis?

Svavar Sigmundsson

Ekki er vitað við hvaða Kolbein Kolbeinshaus er kenndur. Þórhallur Vilmundarson taldi að Kolbeinn gæti verið gamalt skers- eða klettsheiti, en sker með sama nafni er einnig til út af Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Hann taldi sömuleiðis að orðið gæti verið skylt norsku kollbein í merkingunni ‘trénagli’ og kæmi sú merking vel heim við samsetninguna Kolbeinshaus, sem þá merkti ‘naglahaus’ (Grímnir I (1980), bls. 112-113). Ekkert verður fullyrt um þessa skýringu frekar.

Mannsnafnið Kolbeinn merkir líklega ‘svartfættur’ (samanber berbeinn ‘berfættur’). Það skýrir þó ekki nafnið Kolbeinshaus. Kolbeinn var algengt mannsnafn bæði hér á landi og í Noregi, einnig þekkt í Orkneyjum, þar sem er Kolbeinsey. Athyglisvert er að í Landnámabók er nefndur Kolbeinn klakkhöfði Atlason á Kolbeinsstöðum í Hnappadalssýslu (Íslensk fornrit I:99). Viðurnefnið klakkhöfði minnir á Kolbeinshausana að laginu til, merkir ‘klumphuvud’ (E.H. Lind, Norsk-isländska personbinamn (1920-21), dálki 202) en að öðru leyti er ekki auðvelt að sjá samhengið við Kolbeinshaus.

Aðeins gæti hvarflað að manni að Kolbeins-nafnið ætti við vætti, jafnvel kölska, sem styngi hausnum upp úr sjó, þó að ekki séu kunnar sagnir um það. Til samanburðar má nefna að nöfnin sá kolótti og kolbíldur voru höfð um kölska, en bíldur er (svört) drafna í andliti.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

16.8.2005

Spyrjandi

Þórunn Ásmundsdóttir

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Kolbeinshaus var klettur sem nú er kominn undir Skúlagötuna. Hver er uppruni þessa örnefnis? “ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2005. Sótt 14. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5200.

Svavar Sigmundsson. (2005, 16. ágúst). Kolbeinshaus var klettur sem nú er kominn undir Skúlagötuna. Hver er uppruni þessa örnefnis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5200

Svavar Sigmundsson. „Kolbeinshaus var klettur sem nú er kominn undir Skúlagötuna. Hver er uppruni þessa örnefnis? “ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2005. Vefsíða. 14. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5200>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Kolbeinshaus var klettur sem nú er kominn undir Skúlagötuna. Hver er uppruni þessa örnefnis?
Ekki er vitað við hvaða Kolbein Kolbeinshaus er kenndur. Þórhallur Vilmundarson taldi að Kolbeinn gæti verið gamalt skers- eða klettsheiti, en sker með sama nafni er einnig til út af Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Hann taldi sömuleiðis að orðið gæti verið skylt norsku kollbein í merkingunni ‘trénagli’ og kæmi sú merking vel heim við samsetninguna Kolbeinshaus, sem þá merkti ‘naglahaus’ (Grímnir I (1980), bls. 112-113). Ekkert verður fullyrt um þessa skýringu frekar.

Mannsnafnið Kolbeinn merkir líklega ‘svartfættur’ (samanber berbeinn ‘berfættur’). Það skýrir þó ekki nafnið Kolbeinshaus. Kolbeinn var algengt mannsnafn bæði hér á landi og í Noregi, einnig þekkt í Orkneyjum, þar sem er Kolbeinsey. Athyglisvert er að í Landnámabók er nefndur Kolbeinn klakkhöfði Atlason á Kolbeinsstöðum í Hnappadalssýslu (Íslensk fornrit I:99). Viðurnefnið klakkhöfði minnir á Kolbeinshausana að laginu til, merkir ‘klumphuvud’ (E.H. Lind, Norsk-isländska personbinamn (1920-21), dálki 202) en að öðru leyti er ekki auðvelt að sjá samhengið við Kolbeinshaus.

Aðeins gæti hvarflað að manni að Kolbeins-nafnið ætti við vætti, jafnvel kölska, sem styngi hausnum upp úr sjó, þó að ekki séu kunnar sagnir um það. Til samanburðar má nefna að nöfnin sá kolótti og kolbíldur voru höfð um kölska, en bíldur er (svört) drafna í andliti. ...