Sólin Sólin Rís 04:41 • sest 22:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:35 • Sest 19:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:48 • Síðdegis: 17:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:05 • Síðdegis: 23:29 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt?

Svavar Sigmundsson

Bærinn Vetleifsholt í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er nefndur í Landnámabók. (Ísl. fornrit I:367). Í heimildum er ýmist skrifað Vet- eða Vett- í nafninu. Finnur Jónsson taldi forliðinn vera mannsnafnið Véttleifr þar sem vétt merkti ‚dráp‘ (Bæjanöfn á Íslandi, bls. 555). Ásgeir Blöndal Magnússon tekur undir það, nefnir merkinguna ‚bardagi, víg‘ (Íslensk orðasifjabók, bls. 1128), samanber vettvangur.


Forliðurinn í bæjarnafninu Vetleifsholt gæti verið Véttleifr, en vétt merkti ‚dráp‘.

Mannsnafnið er annars ekki þekkt úr íslenskum heimildum en í Noregi var til nafnmyndin Vetelef (Veterlef) í lok miðalda (Lind, Dopnamn, 1088-89).

Þórhallur Vilmundarson taldi að bæjarnafnið væri til orðið úr *Vætls- eða Vætluholt sem svo hefði aukist miðstofni og væri dregið af votlendi því sem bærinn stendur við, meðal annars Safa(r)mýri (Grímnir 3:130-131).

Svonefnd aukning miðstofns hefur almennt ekki verið viðurkennd sem nafnmyndunarþáttur og verður því hallast að því hér að forliður sé mannsnafnið *Vetleifr, sem orðið hefur Vettleifs- í almennu máli. Vætlu- eða Vætls- virðast ekki koma fyrir sem forliðir í íslensku bæjarnafni.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Bl. Magnússon, Íslensk orðasifjabók. 1989.
  • Finnur Jónsson. Bæjanöfn á Íslandi. Safn til sögu Íslands IV. 1907-1915.
  • Grímnir. Rit um nafnfræði 3. 1996.
  • Landnámabók. Íslenzk fornrit I. 1968.
  • E.H. Lind. Norsk-isländska dopnamn [I-II]. 1905-1931.
  • Myndin er fengin af síðu Varmahlíðarskóla þar sem nemendur í 8. og 9. bekk unnu verkefni undir yfirskriftinni Bardagar í Skagafirði.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

28.8.2009

Spyrjandi

Þorvaldur S. Þorvaldsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2009. Sótt 6. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52381.

Svavar Sigmundsson. (2009, 28. ágúst). Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52381

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2009. Vefsíða. 6. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52381>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt?
Bærinn Vetleifsholt í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er nefndur í Landnámabók. (Ísl. fornrit I:367). Í heimildum er ýmist skrifað Vet- eða Vett- í nafninu. Finnur Jónsson taldi forliðinn vera mannsnafnið Véttleifr þar sem vétt merkti ‚dráp‘ (Bæjanöfn á Íslandi, bls. 555). Ásgeir Blöndal Magnússon tekur undir það, nefnir merkinguna ‚bardagi, víg‘ (Íslensk orðasifjabók, bls. 1128), samanber vettvangur.


Forliðurinn í bæjarnafninu Vetleifsholt gæti verið Véttleifr, en vétt merkti ‚dráp‘.

Mannsnafnið er annars ekki þekkt úr íslenskum heimildum en í Noregi var til nafnmyndin Vetelef (Veterlef) í lok miðalda (Lind, Dopnamn, 1088-89).

Þórhallur Vilmundarson taldi að bæjarnafnið væri til orðið úr *Vætls- eða Vætluholt sem svo hefði aukist miðstofni og væri dregið af votlendi því sem bærinn stendur við, meðal annars Safa(r)mýri (Grímnir 3:130-131).

Svonefnd aukning miðstofns hefur almennt ekki verið viðurkennd sem nafnmyndunarþáttur og verður því hallast að því hér að forliður sé mannsnafnið *Vetleifr, sem orðið hefur Vettleifs- í almennu máli. Vætlu- eða Vætls- virðast ekki koma fyrir sem forliðir í íslensku bæjarnafni.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Bl. Magnússon, Íslensk orðasifjabók. 1989.
  • Finnur Jónsson. Bæjanöfn á Íslandi. Safn til sögu Íslands IV. 1907-1915.
  • Grímnir. Rit um nafnfræði 3. 1996.
  • Landnámabók. Íslenzk fornrit I. 1968.
  • E.H. Lind. Norsk-isländska dopnamn [I-II]. 1905-1931.
  • Myndin er fengin af síðu Varmahlíðarskóla þar sem nemendur í 8. og 9. bekk unnu verkefni undir yfirskriftinni Bardagar í Skagafirði.

...